Beneath Kynna nýja plötu: Ephemeris

Íslenska dauðarokksveitin Beneath sendir frá sér sína þriðju breiðskífu að nafni Ephemeris 18.ágúst næstkomandi, en það er Unique Leader útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hljómsveitin tók plötuna upp í Studio Fredman hljóðverinu í Gautaborg ásamt Fredrik Nordström, sem unnið hefur með Dimmu Borgir, At The Gates, Soilwork, Opeth og In Flames.

Sveitin fékk trommarann Mike Heller til þess að tromma á plötunni, en hann hefur meðal annars trommað með Fear Factory, Malignancy og fleirri sveitum. Enn á ný hefur sveitin fengið Raymond Swanland til að hanna umslag plötunnar, en umslagið má sjá hér að ofan.

Lagalisti plötunnar:
01. Constellational Tranformation
02. Eyecatcher
03. Ephemeris
04. Alignments
05. Guillotine
06. Cities Of The Outer Reaches
07. Medium Obscurum
08. Amorphous Globe
09. Multiangular

One comment

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *