Beneath kynna Ephemeris, gefin út á föstudaginn!

Íslenska dauðarokksveitin Beneath sendir frá sér sína þriðju breiðskífu að nafni Ephemeris núna á föstudaginn, en það er Unique Leader útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hljómsveitin tók plötuna upp í Studio Fredman hljóðverinu í Gautaborg ásamt Fredrik Nordström, sem unnið hefur með Dimmu Borgir, At The Gates, Soilwork, Opeth og In Flames. Sveitin fékk trommarann Mike Heller til þess að tromma á plötunni, en hann hefur meðal annars trommað með Fear Factory, Malignancy og fleirri sveitum. Enn á ný hefur sveitin fengið Raymond Swanland til að hanna umslag plötunnar, en umslagið má sjá hér að ofan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *