Beneath

Íslensku dauðarokkararnir í hljómsveitinni Beneath hafa gert útgáfusamning við dauðarokks útgáfuna Unique Leader Records um útgáfu á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar. Útgáfan hefur gefð út efni með hljómsveitum á borð við: Decrepit Birth, Disgorge, Spawn of Possession, Unmerciful, Vile, Deeds of Flesh, og Hour of Penance.

Sveitin hefur núþegar lokið upptökum á plötunni og var hún hljóðblönduð af Daniel Bergstrand (meshuggah, Behemoth, In Flames, Dark Funeral ofl.) í Dug Out hljóðverinu í Uppsölum í Svíþjóð. Þessi nýja breiðskífa inniheldur 9 lög og verður gefin út fljótlega á næsta ári.

Söngvari sveitarinnar hafði þetta að segja um samninginn:
“Þetta er frábært, stórt stökk fyrir okkur. Þetta er dauðarokks útgáfufyrirtæki þannig að okkur finnst við eiga mjög vel heima þarna.”

Hljómsveitin hefur áður gefið út þröngskífuna Hollow Empty Void, sem hægt er að versla nálgast á: www.mordbrannmusikk.com/order.html og hægt er að kynnast sveitinni betur með því að kíkja á heimasíðu sveitarinnar www.beneathmetal.com og upplýsingar um útgáfuna er að finna hér: www.uniqueleader.com

Skildu eftir svar