Baroness - Yellow and Green
Baroness - Yellow and Green

Baroness – Yellow and Green (2012)

Relapse Records –  2012

Bandaríska hljómsveitin Baroness var stofnuð árið 2003 í suðurríkjum bandaríkja norður Ameríku og hefur gefið út 3 breiðskífur í viðbót við nokkrar minni útgáfur. Strax við útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar (Red album) árið 2007 var fólk farið að taka alvarlega eftir sveitinni enda skífan algjör afbragð frá byrjun til enda.

Yellow & Green eru tveggja diska/platna verk sem er nokkuð ólíkt fyrri verkum sveitarinnar (Red album og Blue Record), að því leiti að hér á ferð er mun vandaðra og í kjölfarið mildar verk en fyrrnefndum plötum. Vandvirknin og yfirvegunin er mögnuð, allt frá introi beggja hliða að síðustu lögum. Platan hefst fyrir alvöru á slagaranum Take My Bones Away, sem ég tel vera eitt af betri lögum síðara ára og eitthvað sem ég get notið að hlusta einn með sjálfum mér, í rokkandi stuði með syni mínum og í rauninni við öll tækifæri, sannur slagari sem ég furða mig á að sé ekki á vinsældarlistum um allan heim. Ekki versnar það við lagið March to the sea, þar sem þar á ferð er gersemur sem hljómsveitum um allan heim dreymir um að fá að semja. Þrátt fyrir yfirþyrmandi og dópkennda texta nær þetta að heilla mig á einhvern yfirnáttúrulegan máta.

Fyrir utan að plöturnar eru gefnar út í óaðfinnanlegri pakkningu, skreytta (sem fyrr) af John Dyer Baizley (söngvara og gítarleikara sveitarinnar) sem gerir þetta að mun meiri fjárfestingu en bara plötu sem maður setur á stafrænt form, er öll um gerðin nánast fullkomin.

Hér á ferð er ekki bara þungarokks diskur, heldur tónlist sem ég held að allir geta notið. allt frá angurværum og ljúfum lögum græna disksins til harðari laga gula diskins og í rauninni allt þar á milli. Ég finn fyrir anda Mugison og Red Hot Chilli peppers á plötunni í viðbót við það sem aðdáendur sveitarinnar geta svo sannarlega gert ráð fyrir einstöku rokki sem gleður unga sem aldna.

Að mínu mati er platan nálægt fullkomnun, bara ef harðarokkið væri í hærra hlutfalli, þá væri þetta svo sannarlega besta plata síðari ára.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *