Auðn - Photo by Hafsteinn Viðar Ársælsson
Auðn - Photo by Hafsteinn Viðar Ársælsson

Auðn á samning hjá Season of Mist útgáfunni – Örviðtal!

Ris íslensk þungarokks náði nýjum hæðum nýverið er Season of Mist útgáfan tilkynnti hljómsveitina Auðn sem hluta af útgáfunni og er því von á að Season of Mist gefi út næstu útgáfu sveitarinnar. Meðal þeirra sveita sem útgáfan gefur út er íslensku sveitirnar Kontinuum, Zhrine og Sólstafir að viðbættum Abbath, 1349, Endstille, Gorguts, Mayhem, Misery Index, Rotting Christ og heilum helling til viðbótar. Hér að neðan má sjá örviðtal við Aðalstein Magnússon gítarleikara sveitarinnar….

Sælir og til hamingju með útgáfusamningin við Season of mist, en byrjum á byrjun. Hvað er langt síðan að þið gáfuð út ykkar fyrstu breiðskífu?

Sæll, okkar fyrsta breiðskífa kom út í lok árs 2014, gáfum hana út í samstarfi við Black Plague Records. það var mjög gott samstarf sem var í rauninni framleiðslu samningur þar sem Black Plague Records framleiddu plötuna og við fengum eintök af henni sem borgun, ss engin kostnaður fyrir okkur.

Hvernig var að taka þátt í Wacken Open Air – Metal Battle hátíðinni núna í sumar?

Wacken er algjör steypa, þvílikt festival… Það var frábært að spila fyrir svona margt fólk og að fá tækifæri til að taka þátt í svona keppni, mynduðum haug af nýjum tengingum og styrktum aðrar sem við höfðum myndað áður, overall bara algjört success.

Hvað er langt þangað til við fáum að heyra nýtt efni frá sveitinni, og eruð þið núþegar farin að vinna eitthvað í því efni?

Það styttist í það, við höfum þegar spilað ný lög hér og þar á tónleikum en lítið auglýst það en það gengur vel að semja ný lög og við stefnum á útgáfu snemma á næsta ári.

Hvað hefur það í för með sér að fá stuðning á borð við Season of Mist fyrir ykkur?

Það breytir öllu fyrir okkur, mikill heiður fyrir okkur að fá að gefa út á svona flottu labeli en það er ekki sjálfgefið að sveitinni gangi vel eftir að skrifa undir svona samning, núna heldur bara áfram sú vinna sem við erum búnir að vera strita við en það er viðurkenning í sjálfum sér og góður stimpill að vera með Season of Mist á bakvið sig.

Hvað tekur nú við hjá sveitinni?

Fyrst og fremst lagasmíðar og vinna við að halda þessu áfram. Við erum hvergi nærri hættir og stefnum á að halda áfram að vera virkir live á næsta ári, nú þegar höfum við verið tilkynntir á Roadburn í Tilburg Hollandi og Blastfest í noregi og fleiri live tilkynningar ættu að verða opinberar á næstu vikum/mánuðum.

Leave a Reply