Anthrax

Hljómsveitin Anthrax ætlar að verðlauna alla aðdáendur sína sem kaupa nýjustu breiðskífuna sína með sérstöku auka lagi. Lagið, New Noise, er upprunalega eftir sænsku hljómveitina REFUSED og var að finna á plötunni The Shape of punk to come, sem gefin var út árið 1998. Nýja plata hljómsveitarinnar Anthrax, “Worship Music”, er væntanleg í búðir á þriðjudaginn (13. september) og er gefin út af Megaforce útgáfunni.

Skildu eftir svar