Anthrax

Hljómsveitin Anthrax sendir frá sér sína 10. breiðskífu 12. september næstkomandi, en skífa þessi hefur fengið nafnið Worship Music. Platan hefur verið lengi í smíðum og fóru upptökur fram í New York, Los Angeles og Chicago síðastliðin 4 ár. Sveitin skartar nú gamla söngvaranum sínum Joey Belladonna, sem seinast söng með sveitinni á plötunni “Persistence of Time”. Það er Nuclear Blast útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar á heimsvísu, en það er Megaforce útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar í bandaríkjunum (degi síðar).

Hægt er að hlusta á lagið “Fight ‘Em ‘Til You Can’t” hér að neðan, en lagið fjallar um dráp á uppvakningum:

ANTHRAX – Fight’em ’til You Can’t by NuclearBlastRecords

Meðal laga á plötunni:

Fight’em ‘Til You Can’t
I’m Alive
Judas Priest
Crawl
Earth on Hell
The Devil You Know
In The End
The Giant
Down Goes The Sun

Skildu eftir svar