Andlát hættir

Því miður er það hér og með staðfest að hljómsveitin Andlát er hætt fyrir fullt og allt og þetta var að finna um málið á heimasíðu sveitarinnar:

“Jæja smá update… túrinn var alveg snilld allt gekk mjög vel og má búast við smá heimildarmynd um túrinn og Andlát einhvern tíman á þessu ári.

En ætli aðal fréttin sé ekki að hljómsveitin er hætt, meðlimir skilja allir í góðu og ekkert þannig rugl í gangi. Aðal ástæðan fyrir þessu er sú að við strákarnir viljum prufa að gera eitthvað nýtt og megið þið því búast við að sjá okkur alla í nýjum hljómsveitum.
Andlát vilja þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur í gegnum tíðina þið vitið hver þið eruð við ætlum ekkert að vera að telja upp nein nöfn… án ykkar hefðum við aldrei komist svona langt TAKK kærlega fyrir okkur”

Leave a Reply