I adapt á Húsavík

Húsavík, Laugardagurinn 16. febrúar

I adapt, Lost, Ben Húr

Ég var uppá heimavist þar sem ég á “heima” núna meðan ég er í skóla á Akureyri og beið eftir því að Óli hringdi í mig og segði mér hvort þeir ætluðu að skipta um bíl þarna enhverstaðar á leiðinni norður og fara í stærri bíl og þá gæti ég fengið far með I adaptinum til húsavíkur en síðan skiptu þeir ekkert um bíl og þar var úti um farið.

Það sem ég gerði næst var bara að fara inn í herbergi og taka skólatöskuna mína, skella minidiscnum í hana ásamt veskinu mínu (sem var nú reyndar ekkert í nema tómt debet kort) og svefnpoka, einnig tók ég nokkra Mannamúlsdiska sem ég vonaðist til að geta selt til að fá mér að borða en auk þess smurði ég mér tvær samlokur með smjöri, osti og gúrkum, ég tók líka svefnpoka þar sem ég vonaðist eftir því að geta sofið þarna einhverstaðar. Með svefnpokann og skólatöskuna röllti ég niður á götu og byrjaði að húkka mér far til Húsavíkur, það gekk nú ekkert sérlega vel og ég hlýt að hafa slegið heimsmet í því að labba aftur á bak því enginn tók mig uppí, skil það nú alveg fólk er hrætt við svona hrikalega massa eins og mig 🙂 nei og síðan var fólk með fulla bíla af fólki og drasli og svona lifti höndunum…..*sorry en ég er ekki með pláss* LAME AFSÖKUN!!!!!!!

Að lokum kom síðan kona sem tók mig uppí og djöfull var ég feginn, hún sagðist líka vera að fara til húsavíkur og keyrði með mig einhvert soldið út fyrir bæinn og sagðist síðan ekki nenna lengur að keyra mig og sagðist vilja mig út, ég trúði þessu nú varla sjálfur, þetta var nákvæmlega eins og í bíómynd, nema þá hefði hún drepið mig……og ég var ekki einusinni dónalegur, æjj hvað um það síðan komu einhverjir tveir bóndadrengir og tóku mig uppí en sögðust vera að fara uppí Fnjóskadal, ég svona kinkaði kolli og lét eins og ég vissi alveg hvar Fnjóskadalur væri….Hvar er Fnjóskadalur, ég vonaði bara að han væri sem næst húsavík. Strákarnir létu mig út á einhvejrum gatnamótum þar sem ég steig útí helvítis kuldann og rokið, þegar ég var nýstiginn útúr bílnum sá ég bíl koma í áttina að mér,

Sweet….Alfa romeo eitthvað með þessari þvílíku gellu inní, gellan gerðu mér nú ekkert nema keyra framhjá og líta ekki einusinni á mig æjj hvað með það, síðan komu einhnverjar konur og tóku mig uppí eitthvað af leiðinni og síðan eitthvað fólk sem fór með mig til húsavíkur og lét mig út á hinni extrím esso sjoppu! þar sem ég fór inn og hringdi í Óla og spurði hvar þeir væru, þeir höfðu tafist einhverstaðar en voru á leiðinni, ætli ég hafi ekki beðið eftir strákunum í tvo klukkutíma eða eitthvað álíka öfgalengi og á þeim tíma át ég allt nestið mitt, (tvær samlokur) og fattaði með fullan munninn að ég var búinn með allan matinn minn, þegar ég var búinn að bíða eftir strákunum í soltinn tíma komu þeir loksins inn í esso sjoppuna (extrím sjoppuna) nema hvað að ég var að hlusta á minidiscinn minn og þeir sáu mig ekki en síðan hringdi ég í þá og þá voru þeir bara fyrir utan og ég stökk útí bíl til þeirra, Axel, Birkir, Villi, Ingi og Óli voru í bílnum og núna ég, sex í fimm manna bíl HEY SEXÍ FIMM MANNA BÍL! fattiði þennan? anyway, on with the story……. við fórum og hittum Þóri þar sem tónleikarnir áttu að vera, lítil félagsmiðstöð og græjur, græjurnar…..allavega tveir gítarmagnarar dóu alveg í soundtékkinu hjá einhvejru bandinu þarna en það reddaðist alveg síðan, ég stóð þarna inni með strákunum og horfði á græjurnar og svona…allir að tala eitthvað saman og voða gaman nema, allt í einu fór húsið að fillast af einhverju fólki, stelpur sem voru norskar byrjuðu að flytja inn einhver rosa apparöt, svona dót með svona fullt af plötum uppá sem maður slær í og þá heyrast mismunandi hljóð í plötunum, þið skiljið, það fyndna við þetta var að þetta voru norskar stelpur sem höfðu farið til afríku að læra á þetta og komið til íslands til að spila á þetta….really cool! allavega fanst mér þetta geðveikt svalt.

Síðan fórum við á veitingastað sem heitir Salka held ég og þar var fátt annað gert heldur en að sprauta vatni útum nefin, hella salti í kókið og fara í keppni hver gæti skotið franskri kartöflu útum nefið lengst. Síðan byrjðuðu tónleikarnir og steplurnar byrjuðu að spila á trétrommurnar sína geðveikt sko, stelpurnar gáfu meirasegja frá sér svona hljóð “brúúú húhú” svona tímon og púmba fílingur í þessu, þegar þær voru búnar kom hljómsveit sem kallaði sig BERmúr eða eitthvað álíka, man það nú ekki alveg hvað hún heitir en ég man allavega hversu lengi hún spilaði, nei annars ég man það ekki, ég man bara að þeir voru ekkert að spara tímann, fínt band og allt, en spiluðu kanski eeeeeiiiinum of lengi ég Axel og Birkir lögðumst bara í sófann og chilluðum á meðan við biðum, það var ágætt, sérstaklega þar sem ég fékk að vera með hausinn hans Axels í klofinu mínu í smástund 🙂 næst var band sem heitir Lost, metalcore band frá Húsavík, heví kúl, svona asnalegar pælingar sem allir fíla, allaveg ég í botn! er eiginlega að leita að einhverju drasli með þeim á netinu núna, þessvegna er ég búin að vera svona lengi að skrifa þetta. þegar þeir voru búnir komu the one and only I ADAPT!!!!!!!! og spiluðu fyrir aragrúa af fólki, neinei það var fámennt en góðmennt eins og birkir sagði, yndislegt að heyra í þeim tónleikarnir voru hrein snilld, en þegar síðasta lagið með I adapt var að byrja SPRENGDU ÞEIR rafmagnið af ásetningi er það ekki, nei heheh bíst ekki við því en rarfmagnið fór af félagsmiðstöðinni og líka af hótelinu sem er hliðiná, þar áttu einmitt að vera einhvejrir tónleikar um kvöldið. þegar tónleikarnir voru búnir fórum við heim til þóris en komum við hjá einhverjum vini hans í leiðinni og náðum í dýnur fyrir okkur til að sofa á. Þegar við komum heim til Þóris var bara hlustað á tónlist og chillað en það var bara byrjunin, þegar við fórum að skríða undir þá kom annað í ljós, Ég fékk þennan líka stóra bóner og allir flykktust að til að sjá hann, vá marr hann var góður, Óli og Axel sváfu undir sömu sæng, how gay that may
sound, eeennn cool, ég skemmti mér bara við að kítla lappirnar á þeim og láta loft streima útum rassinn minn og hendurnar mínar til að hita mér. í alvöru , það er góð leið til þess einmitt. Það þorði enginn að fara að sofa því sá sem mundi sofna fyrst mundi verða tekinn einhvernvegin í gegn, en svo fór það að allir sofnuðu á sama tíma og svo asnalega sem það hljómar þá vöknuðu allir á sama tíma eiginlega, en það var bara útaf því að Axel vaknaði og byrjaði að segja “Guden tag” við hvern og einn, og síðan sagði hann svona VÁÁÁ strákar við vöknuðum allir á sama tíma, Yeah right….AXEL NÆST ÞEGAR ÉG SÉ ÞIG ÞÁ BER ÉG ÞIG 🙂
næst þá var bara farið á extrím pleisið og étið (jú þarna átti ég pening því ég seldi Mannamúlinn) og síðan náð í pening fyrir bensíni og farið af stað, úr því að við vorum einum of margir þá vonuðum við að löggan kæmi ekki auga á okkur og þannig var það, nema á einum stað þar sem var mikill skafrenningur þá keyrði löggan framhjá okkur en sá okkur ekki útaf vonda veðrinu…. þegar ég var kominn uppá heimavist aftur þá var ég bæi 200 krónum ríkari og var út kysstur af Axeli….kúl, Ég á líka kærasta liggaligga lái…!!!! ekki þið stelpur!!

Reynir Smári (XwhygodX)