25 ta life - Friendship - Loyalty - Commitment
25 ta life - Friendship - Loyalty - Commitment

25 ta life – Friendship – Loyalty – Commitment (1999)

Triple Crown Records –  1999
Produced af Joe Hogan og 25 ta life

Áður en ég hlustaði fyrst á þetta band var ég búinn að sjá þetta nafn “25 ta life” út um allt; Í tónlistarblöðum, þakkarlistum hljómsveita, í tónleika umfjöllunum og fleira. Ég leitaði út um allt af efni með bandinu og fyrir nokkrum árum fyrsta diskinn (sem var reyndar bara EP plata) og frá þeim tíma hef ég verið aðdáandi þessa bands. Ég hef bæði séð bandið á tónleikum og spjallað við söngvara bandsins Rick Healy. Þetta band er alltaf að spila og ekki bara í bandaríkjunum heldur einnig mikið í Evrópu. Þegar Hardcoreið var í lægð í bandaríkjunum var það Rick Healy sem sá til þess að halda neðanjarðar hardcoreinu gangandi í New York. En snúum okkur að disknum sjálfum:

Þetta er týpískur 25 ta life diskur með allskyns gestum úr hardcore heiminum vestanhafn, þungum metal-riffum í blandi við öskrandi hardcore. Textarnir er snilld, og Rick skammast sín ekkert við að koma með einfalda “sing-a-long” texta á borð við “Hardcore Rules”, “Possitive Hardcore Rules” og ekki má gleyma setningum eins og “your never to old to sing-a-long”.

Á disknum virðist Eick vera að gera upp fortíð sína, segja skoðun sína á fyrrverandi vinum og þess háttar. Góður boðskapur frá manni sem snéri lífi sínu við og hætti öllu rugli með smá hjálp frá vinum sínum í Agnostic Front (sem auðvitað eru gestir á disknum).

Ef þú er New York Megin í Harcoreinu þá er þessi diskur fyrir þig.

“Possitive Hardcore Rules”

Toppar:
Pain is temoprary
Hardcore RUles
Possitive Hardcore Rules
Over the Years.

Valli

Skildu eftir svar