Year: 2022

Changer með nýtt lag: Three to One

Íslenska þungarokksveitin Changer er risin úr rekkju og kynnir með stolti nýtt lag: Three to One.
veitin byrjaði fyrr í vikunni með litla kítlu til að kynna lagið, en lagið er nú aðgengilegt á spotify og öðrum efnisveitum um allan heim.

Í dag samanstendur sveitin af:
Kristján B. Heiðarsson – Trommur
Hörður Halldórsson – Gítar
Magnús Halldór Pálsson – Bassi
Hlynur Örn Zophaniasson – Söngur

Í viðbót við þetta hefur sveitin líka endurútgéfið eldra efnið sitt við plötuna January 109 – upprunalega gefin út á harðkjana útgáfunni fyrir meira en 20 árum síðan og plötuna Scenes sem gefin var út árið 2004, en báðar þessar plötur eru nú aðgengilegar á helstu efnisveitum:

Eldri plötunar er einnig hægt að hlusta á hér:

Kublai Khan og Scott Vogel úr Terror með lag saman

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Kublai Khan (frá Texas fylki) senda frá sér nýja þröngskífu að nafni Lowest Form of Animal 1. apríl næstkomandi hjá Rise Records útgáfunni. Sveitin sendi frá sér í fyrra lagið Resentment, en lagið verður að finna á þessarri nýju skífu í viðbót við fjögur önnur lög. Meðal laga á plötunni er lagið swan song, sem er einnig ný smáskífa sveitarinnar, en í laginu hafa þeir fengið Scott Vogel með í ferð, en hann hefur meðal annars þekktur meðlimur sveita á borð við Buried Alive og Terror. Hægt er að smá myndband við lagið Swan song hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:

 1. Swan Song (ásamt Scott Vogel)
 2. Loyal to None
 3. Taipan
 4. Resentment
 5. Dynasty

Arch Enemy heilsar í helvíti

Von er á nýrri breiðskífu að nafni Deceivers frá þungarokkssveitinni Arch Enemy í lok júlí mánaðar. Sveitin hefur verið nokkuð dugleg upp á síðkastliðið, en sveitin sendi frá sér í vikunni þriðju smáskífuna af þessarri tilvonandi plötu, en hún er við lagið Handshake with Hell. Lagið hljómar eins og afturkall til fortíðar og gæti hafa verið samið á níunda 20. aldar, smá má tónlistarmyndband við lagi hér að neðan:

Lagalisti plötunnar Deceivers:

 1. Handshake With Hell
 2. Deceiver, Deceiver
 3. In The Eye Of The Storm
 4. The Watcher
 5. Poisoned Arrow
 6. Sunset Over The Empire
 7. House Of Mirrors
 8. Spreading Black Wings
 9. Mourning Star
 10. One Last Time
 11. Exiled From Earth