Ár: 2018

JINJER gefa út nýja EP plötu í byrjun næsta árs.

Hljómsveitin Jinjer frá Úkraínu sendir frá sér nýja EP plötu í janúar á næsta ári, en sveitin gefur út efnið sitt á Napalm Records. Hljómsveitin sendi seinast frá sér seinast plötuna “King Of Everything” árið 2016, en það var þriðja breiðskífa sveitarinnar. Nýja EP platan hefur fengið nafnið “Micro” og mun innihalda eftirfarandi lög:

 1. Ape
 2. Dreadful Moments
 3. Teacher, Teacher!
 4. Perennial
 5. Micro

Grit Teeth á tónleikum: Myndband

Íslenska rokkveitin Grit Teeth kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni núna í ár, en meðal tónleika á hátíðinni spilaði sveitinni á Dillon. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna LET IT BE seint á seinasta ári, en hægt er að nálgast plötuna versla plötu á bandcamp síðu sveitarinnar (Grit Teeth – Bandcamp). Hægt er að skoða hráar upptökur af nokkrum lögum sveitarinnar hér að neðan:

Old Wounds – Glow (2018)

Old Wounds – Glow
Good Fight Music 2018

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds hefur gengið í gegnum margar breytingar síðastliðin ár og því spurning hvort að sveitin geti fylgt eftir eins góðri breiðskífu og The Sufferin Spirit var án þess að mistakast, en the Sufferin Spirit var að mínu mati ein af bestu útgáfum ársins 2015 og náði að fullkomna fortíðar þrá mína í metalcore tónlist sem var upp á sitt besta um miðjan tíunda áratug 20. aldar.

Platan byrjar afar sterkt á laginu “Your God v. Their God” sem viðheldur goth útgáfu af málm blandaða harðkjarnanum sem ég hef afar mikið dálæti á frá seinustu plötu. Harðneskjan heldur svo áfram með laginu stripes, en þar finnur maður að söngur Kevin Iavaroni er farinn að þróast úr hreinni öfgafullri reiði yfir eitthvað svo miklu meira, eitthvað sem minnir meira á blöndu af söngstíl sveita á borð glassjaw og vision of disorder, með smá AFI blöndu þar inn á milli, afar heillandi. Textar sveitarinnar fjalla meðal annars um andleg málefni, andlega erfiðleika, ástand heimsins og dekkri hliðar neikvæðrar sjálfsmyndar.

Þegar á heildina er litið er þetta þræl skemmtileg plata, ekki jafn góð og sú seinasta, en alls ekki mikið verri. Platan er einnig mun fjölbreyttari en ég gerði ráð fyrir án þess að fara í of mikla tilraunastarfsemi.

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon! (2018)

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon!
Fat Wreck 2018

Guðfeður harðkjarnatónlistar New York borgar eru mættir enn og aftur með nýja breiðskífu, þá tólftu á ferlinum. En getur harðkjarna hljómsveit sem hefur verið virk í meira en 30 ár enn skilað frá sér fersku og áhugaverðu efni sem kveikir í aðdáendum sínum og um leið aflar sér nýrra? Í stuttu svari: Ó Já!

Ég held að það fáar plötur á ferli sveitarinnar hafi byrjað á jafn miklum krafti og bjóði upp á jafn mikinn fjölbreytleika og þessi. Það er samt ekki eins og þetta séu gamlir kallar að reyna að ná til æskunnar, þetta er einhvernveginn bara rosalega vel gert og skemmtilegt.

Þrátt fyrir áhugaverðan titil á plötunni (Vekið sofandi drekann) bendir ekkert til að þetta sé einhvern þema plata, en það má heyra mikið áhugaverðu umfjöllunarefni á plötunni, hvor sem það er dýravelverð, innri barátta allskynns hópa, aðdáun þeirra á hljómsveitinni Bad Brains, ádeila þeirra gegn samfélagsmiðlum og stjórnendum þar, og svo að sjálfsögðu ádeila gegn sitjandi forseta landsins. Kannski er þemi plötunnar kraftur einstaklings til að hafa áhrif á lífið, og kvatning til þess að taka málin í sínar hendur og leysa vandamálin í stað þess að sitja heima og kvarta undan því sem fer illa.

Í mínu lífi er oftast hátíð á bæ þegar sveitir sem þessi gefa út efni, og svo er það enn, ekki talandi um þegar sveitin gefur út svona ferska og skemmtilega plötu.

Great Grief kynna nýtt lag, ný plata væntanleg.

Íslenska harðkjarna sveitin Great Grief sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu undir nafninu Great Grief þann 7. desember næstkomandi. Nýja platan hefur fengið nafnið “LOVE, LUST AND GREED” og það er No Sleep Records útgáfan (Balance and Composure, La Dispute, The Wonder Years) sem gefur út efni sveitarinnar.

Hljómsveitin hefur áður gefur split plötu með hljósmveitinni Bunger (There’s No Setting Sun Where We Are) og breiðskífuna “Ascending // Descending” sem var geifn út í maí 2014 (undir nafninu Icarus).

Hægt er að skoða og hlusta á myndband við lagið Ivory (lie) af þessarri nýju plötu hér að neðan í viðbót við lagalista plötunnar:

 1. Fluoxetine: Burden Me
 2. Feeling Fine
 3. Troubled Canvas
 4. Escaping Reykjavík
 5. Pathetic
 6. Inhale the Smoke
 7. The Nihilist Digest
 8. Ivory (Lie)
 9. God Sent
 10. Roots (Love, Lust and Greed)
 11. Ludge

Alice In Chains með nýtt myndband

Hljómsveitin Alice In Chains sendi frá sér plötuna Rainer Fog í ágúst á þessu ári og hefur sveitin gefið út nokkrar smáskífur í kjölfarið til að kynna bæði plötuna og innihald hennar. Nýjasta myndband sveitarinnar er við lagið Never Fade, en myndbandið er beint framhald lagsins The One You Know, en það var Adam Mason sem leikstýrði báðum myndböndum.

Það voru þeir Jerry Cantrell og William DuVall sem sömdu textann við lagið, en Cantrell samdi bæði viðlagið og tónlistina á meðan Duvall sat frameftir nóttu í Studio X hljóðverinu í Seattle og samdi restina af textanum. Megin áhrif í textanum voru fengið úr andláti ömmu sinnar í viðbót við andlát söngvar hljómsveitarinnar Chris Cornell, en í viðtali við tímaritið Kerrang bætti hann við að hann hafi einnig hugsað til Layne Staley við gerð textans.

Old Wounds kynna nýtt lag af tilvonandi plötu

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds sendir frá sér nýja plötu að nafni Glow núna 6. nóvember, en það er Good Fight Music útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Nýverið sendi sveitin frá sér lagið Give A Name To Your Pain við góðar undirtektir og í nú er komið að laginu “To Kill For” (sem sjá má hér að neðan í formi myndbands). Hægt er að panta forpanta plötuna hér:  Merchnow.com/catalogs/old-wounds

Slipknot með nýtt lag

Hljómsveitin Slipknot kom aðdáendum sínum á óvart á hrekkjavöku með því að gefa út nýtt lag. Lagið ber nafnið “All out life” og gaf sveitin einnig út myndband við umrætt lag (sem sjá má hér að neðan). Þetta er fyrsta nýja útgáfa sveitarinnar frá því að sveitin sendi frá sér plötuna 5: The Gray Chapter árið 2014 og ætti að vera gott merki um að ný beiðskífa sé í vændum (en það ætti að vera um mitt næsta ár).

Corey Taylor söngvari sveitarinnar sagði eftirfarandi um þetta nýja lag:

“‘All Out Life’ is a song that is trying to do 2 things: bring everyone together, but also remind everyone that the past is not something to be discarded with disdain. People are so eager to find the Next Big Thing sometimes that they shit all over the bands and artists that have come before, thus making the past feel disposable, like a dirty thing. Fuck that: why should we pay attention to your mediocre future when you can’t be bothered to celebrate an amazing past? I’d rather listen to a guaranteed hit than a forced miss. ‘All Out Life’ is the anthem that reminds people that it’s not the date on the music- it’s the staying power.”

Stephen Brodsky og Adam McGrath spila Cave In lög.

Meðlimir hljómsveitiarinnr Cave In (Stephen Brodsky og Adam McGrath) tóku þátt í Roadburn hátíðinni núna í ár með tónleikum tileinkuð bassaleikaranum Caleb Scofield, en hann lést 28. mars á þessu ári. Í viðbót við lög með Cave In tóku þeir einnig lög með Neil Young og Townes Van Zandt. Upptökur af þessum tónleikum verða gefnar út í lok nóvember mánaðar af Roadburn hátíðinni, en platan hefur fengið nafnið “Live At Roadburn Festival 2018”, hér að neðan má heyra lagið “Youth Overrided” sem upprunaelga var að finna á plötunni Antenna sem gefin var út árið 2003.

Hljómsveitin Cave In hefur komið fram á nokkrum tónleikum eftir andlát Caleb Scofield, en ágóði af þeim tónleikum hefur runnið í sjóð tileinkuðum fjölskyldu hans. Enn er hægt að styrkja það verkefni með því að fara á heimasíðu tileinkað þessu verkefni: scofieldbenefit.com