Mánuður: júlí 2017

Stray From The Path með nýja plötu í september (Uppfært)

Bandaríska harðkjarnasveitin Stray From The Path sendir frá sér nýja breiðskífu 8. september næstkomandi, en platan verður gefin út af Sumerian Records eins og áður og mun bera nafnið “Only Death Is Real”.

Hljómsveitin notaði tækifærið og skellti myndbandi við lagið Goodnight Alt-right sem verður að finna á heimasíðu sveitarinnar:

Útgáfufyrirtæki sveitarinnar setti eftirfarandi myndband á netið til að tilkynna komu plötunnar:

xGADDAVÍRx sendir frá sér efni

Hljómsveitin xGADDAVÍRx frá Akranesi sendi núna í vikunni frá sér sína fyrstu útgáfu sem ber nafnið Lífið er refsing. Á plötunni er að finna 4 lög sveitarinnar en lagalistann sjálfan má sjá hér að neðan:

1. Kýldur
2. Harðir Tímar Kalla á Hart Áfengi
3. Sorp
4. Söngur Volæðis

Hægt er að að styðja sveitina með því að versla af henni plötuna á bandcamp síðu sveitarinnar, sem finna má hér að neðan:

The Monolith Deathcult – Örviðtal og tónleikar í kvöld á gauknum!!

Hollenska hljómsveitin The Monolith Deathcult spilar Gauknum í kvöld, en sveitina má telja til alvöru Íslandsvina, þar sem sveitin hefur komið hér við nokkrum sinnum á landinu til þess að spila og njóta landsins. Í tilefni tónleika kvöldsins ákvað ég að skella nokkrum spurningum á sveitina sem má lesa hér að neðan:

Sælir! Hvernig var á Eistnaflugi þetta árið?
Eistnaflug was great as always! We were the best band of the festival. Good to see and speak people from all over the world. It was our third time on the festival. They call us The Solstafir from Holland.

Var eitthvað á hátíðinni sem þið horfðuð á sjálfir?
I was surprised by Akercocke, Solstafir delivered as always and it was very cool to hear those Roots songs again, but when I was a paperboy I skipped after track 5 and now I knew why:) not all the stuff is interesting but they made me happy with a chaos AD and Arise medley

Hvað er að gerast núna í vikunni?
This Tuesday we play a gig a Gaukurinn, we do some sightseeing to piss off all #bucketlist people back home and we wait for our announcement of playing Eistnaflug 2018-2045.

Segið okkur frá nýjustu plötunni ykkar:
We have a new album out called Versvs and it is a really really great album folks…I wrote it…really good

Fun thing is that the first track of the album, The Furious Gods, was played in your radioshow in 2015 as a crappy demo:)

Versus aka V1 is the first of 3 ep’s
Because the attention span isn’ strong enough for 50 minutes. We devised our 5th album in 3 EP’s

Hljómsveitin spilar á Gauk á stöng í kvöld ásamt Devine Defilement og Óværu og það kostar aðeins 1000 kr inn!

Impure Wilhelmina með nýja plötun í spilun á netinu

Svissneska hljómsveitin Impure Wilhelmina sendir frá sér plötuna “Radiation” seinna í vikunni eða 7. júlí næstkomandi. Þetta er sjötta breiðskífa sveitarinnar og hafði sveitin eftirfarandi um plötuna að segja:

“We are extremely proud to present our sixth album, ‘Radiation’ in full. The ten featured songs form a journey through melodic and melancholic landscapes, where darkness is enlightenment, dissonance is harmony, and catharsis is wisdom. Our musical and lyrical achievement keeps faith with the spirit of IMPURE WILHELMINA. This is the outcome of an effort that was initiated three years ago, following the release of our previous album ‘Black Honey’. We would like to thank everyone involved in the realisation of this album. We hope that ‘Radiation’ will wipe away some of the pain that you feel.”

www.facebook.com/impurewilhelmina
http://smarturl.it/ImpureShop
www.facebook.com/seasonofmistofficial

Why not? Make today legendary! safnplata komin á netið

Hljómasveitirnar World Narcosis, Dead Herring, Grit Teeth, Godchilla, Morð, Brött brekka og Brák hafa sent frá sér lag á nýrri safnplötu sem Why not? plötuútgáfan hefur gefið út.

Á disknum er að finna mikið af þeim hljómsveitum sem þykja sérstaklega áhugaverða í íslensku harðkjarna / þungarokks / neðanjarðar tónlistarstarfsemi og vonum við hér á Harðkjarna að þetta endi á vínil eða cd til að gera þetta að enn merkilegri útgáfu.