Mánuður: júní 2017

Bison með nýja plötu í spilun á netinu

Núna í vikunni sendir hljómsveitin Bison frá sér plötuna “You Are Not The Ocean You Are The Patient” en hægt er að hlusta á gripinn í heild sinni á netinu. Nýja platan er gefin út af Pelagic Records, en á heimasíðu útgáfunnar er hægt að forpanta gripinn í heild sinni.

Forpöntun:
http://pelagic-records.com/product/bison-you-are-not-the-ocean-you-are-the-patient-cd-digipack/

Forhlustun:

Beneath með nýtt lag af tilvonandi plötu!

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Beneath er væntanleg 18. ágúst næstkomandi, en skífa þessi hefur fengið nafnið Ephemeris. Þetta nýja efni sveitarinnar var tekið upp, hljóðblandað og masterað af Fredrik Nordström, sem þekktur er fyrir að vinna með böndum á borð við Rotting Christ, The Haunted, Arch Enemy, Dimmu Borgir, Bring Me the Horizon og Architects. Á nýju plötunni má í fyrsta sinn heyra í nýjum trommara sveitarinnar, en það er Mike Heller sem áður hefur trommað með Malignancy, Control/Resist og Fear Factory.

Lagalisti plötunnar:
1. Constellational Transformation
2. Eyecatcher
3. Ephemeris
4. Alignments
5. Guillotine
6. Cities Of The Outer Reaches
7. Medium Obscurum
8. Amorphous Globe
9. Multiangular

www.facebook.com/beneathdeathmetal
www.uniqueleader.com
www.facebook.com/UniqueLeaderRecords
www.twitter.com/UniqueLeaderRec

Nýtt lag með Der Weg Einer Freiheit

Þýska hljómsveitin Der Weg Einer Freiheit sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Finisterre í lok ágúst mánaðar (25. ágúst), en gleður rokkheiminn með því að bjóða upp á lagið “Skepsis Part I” hér á harðkjarna í frumflutningi.

Meðlimir hljómsveitarinnar hafði þetta um plötuna að segja: “We are delighted to present the first half of our full ‘Skepsis’ opus, which is completing the picture that started to emerge, when we premiered ‘Skepsis Part II’ last month. It did not seem a good idea to introduce our new full-length ‘Finisterre’ with an instrumental, but now its time has come. Instrumentals have always played an important role on our albums and this one makes no exception. ‘Skepsis Part I’ comes with a more complex and progressive composition in comparison with the rather straight-forward and aggressive second part. Although both are separate tracks, we see them as connected and forming one single epic piece. Hopefully, you will like it as much as we do.””

Lagalisti:
1. Aufbruch
2. Ein letzter Tanz
3. Skepsis Part I
4. Skepsis Part II
5. Finisterre

facebook.com/derwegeinerfreiheit
smarturl.it/DWEFinisterre
facebook.com/seasonofmistofficial

Eyehategod í hljóðveri

Gítarleikarinn Jimmy Bower, sem þekktur er fyrir sína vinnu með bæði Eyehategod og Down, staðfesti það á facebook síðu sinni að hljómsveitin Eyehategod sé í hljóðveri að taka upp nýtt efni. Kappinn sagði: “Starting drum tracks for the new Eyehategod album today! Stoked!” og ættu það að teljast góðar fréttir. Trommari sveitarinnar, Joey LaCaze, lést árið 2013 en náði áður að taka upp efni fyrir nýja plötu sem gefin var út árið 2014, og verður þetta því fyrsta skífa sveitarinnar sem er gefin út með nýja trommaranum Aaron Hill.

Foscor með nýja plötu í fullri lengd á netinu.

9. júní næstkomandi er von á nýrri breiðskífu að nafni “Les irreals visions” frá spænsku hljómsveitinni Foscor, en sveitin gefur út efni hjá Season of Mist útgáfunni.

Hljómsveitin hafði eftirfarandi um nýju plötuna að segja:
“We have finally reached the decisive moment… ‘Les Irreals Visions’ is about to be released and definitely become a reality. We are eagerly looking forward for you to grab those precious editions with your hands in a matter of hours, making music meet images and words, and finally compose the whole landscape that we are proposing for you to live in. This is the most ambitious project, we have ever faced, and we have tried to dress it with magic. But before that, please travel by your own through the eight passages composing those visions in a final but still partial introduction. And remember what this journey hides. Common things must acquire a new meaning. Visual things, a new secret appearance. The already known, the dignity of the unknown. Thanks to every individual that has taken part in this album and enriched its meaning, and to all of you ready to cross the unreal door. Hope to see you all in the road within the next months… May darkness be tragic…”

Lagalisti plötunnar:
1. Instants
2. Ciutat tràgica
3. Altars
4. Encenalls de mort
5. Malfiança
6. Espectres al cau
7. De marges i matinades
8. Les irreals visions

Kynnist sveitinni nánar hér:
www.facebook.com/foscor.official
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/FoscorShop

Merrimack kynna streyma nýrri plötu

Franska hljómsveitin Merrimack gefur út nýja breiðskífu að nafni “Omegaphilia” í lok vikunnar, en plata þessi verður gefin út af Season of Mist útgáfunni. Hljómsveitin hafði eftirfarandi um plötuna að segja:

“The time has come to reveal ‘Omegaphilia’ in its entirety. To give credit, where it is due, our opening track features Frater Stephane from NKRT during its ritualistic introduction, while an amateur choral can be heard on the closing song, which was open-minded enough to participate on such an infamous project. We hope that you’ll like this album as much as we do!”

Lagalisti plötunnar:
1. Cauterizing Cosmos
2. The Falsified Son
3. Apophatic Weaponry
4. Gutters of Pain
5. Sights in the Abysmal Lure
6. Cesspool Coronation
7. At the Vanguard of Deception

Nánari upplýsingar:
www.facebook.com/merrimackofficial
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/MerrimackShop

Foo Fighters með nýtt lag og myndband

Hljómsveitin kom rokkheiminum á óvart í dag er hún skellti laginu Run á netið bæði á youtube í formi myndbands og aðra miðla á borð við Spotify, Itunes og fleira. Lagið er öllu þyngra en sveitin hefur verið þekkt fyrir síðastliðin á og myndbandið afar vel unnið. Hægt er að hlusta á lagið eitt og sér hér að neðan, og einnig horfa á umtalað myndband: