Mánuður: mars 2017

Body Count kynna plötuna Bloodlust (Myndband)

Ice-T og félagar hans í hljómsveitinni Body Count hafa sent frá sér myndband um gerð plötunnar Bloodlust, en platan verður gefin út í lok mars mánaðar af Century Media útgáfunni. Meðal gesta á plötunni þetta árið eru meðlimir hljómsveita á borð við Megadeth, Lamb Of God og Soulfly.

– Við þetta má bæta að nýtt myndband frá sveitinni við lagið Black Hoodie verður skellt á netið á morgun, föstudaginn 24. mars.

Plötubúðardagurinn 22. apríl.

22. apríl næstkomandi verður plötubúðardagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim, en hljómsveitir um allan heim nota tækifærið til að gefa út sérstakar útgáfur af hinum og þessum lögum í allskonar vínil útgáfum, meðal hljómsveita og útgáfna á listanum þetta árið eru eftirfarandi útgáfur:

Alice In Chains – “Get Born” (Sony Legacy):
2×7″, limited to 4000, featuring “Get Born“, “Died“, “What The Hell Have I” and “A Little Bitter“.

Avenged Sevenfold – “Waking The Fallen” (Hopeless Records):
2xLP, picture disc, limited to 1000.

Balance And Composure – “Slow Heart“:
7”, limited to 1000, featuring “Run From Me” and “Body Language“.

Bullet For My Valentine – “Don’t Need You” (Spinefarm):
10″ Translucent red vinyl.

The Claypool Lennon Delirium – “Lime And Limpid Green” (ATO Records):
10″ Vinyl, featuring 1. “Astronomy Domine” (Pink Floyd cover) 2. “Boris The Spider” (The Who cover) 3.” The Court Of The Crimson King” (King Crimson cover) 4. “Satori” (Flower Travellin’ Band cover).

Coheed And Cambria – “Good Apollo, I’m Burning Star IV Volume One” (Sony Legacy):
2xLP, splatter vinyl, limited to 2500.

Damnation A.D. – “Pornography” (Organized Crime Records)
LP, clear blue vinyl, limited to 800, covers of The Cure‘s ‘Pornography‘ album.

Darkest Hour – “Darkest Hour” (Southern Lord):
7”, limited to 1000, featuring “Enter Oblivion“, “I Don’t Wanna Hear It” (Minor Threat cover) and “Painkiller” (Judas Priest cover).

Darkthrone – “Arctic Thunder” (Peaceville):
12″ picture disc, limited to 750 copies.

Def Leppard – “The Def Leppard EP” (UME):
12″, limited to 4000.

The Dillinger Escape Plan – “Instrumentalist” (Cooking Vinyl):
7” featuring “Dissociation” (instrumental original cut) and “Fugue” (Me On Monday Remix).

Enslaved – “Roadburn Live” (By Norse):
12″ purple vinyl, limited to 500.

Halestorm – “ReAniMate 3.0: The CoVeRs eP” (Atlantic):
12″ picture disc, limited to 2700.

Hawkwind – Best Of The United Artists Years: 1971-1974 (ORG Music):
LP colored vinyl, limited to 2500.

Integrity – “Humanity Is The Devil (Remix & Remaster)” (Organized Crime Records:
LP, limited to 750.

Jane’s Addiction – “Been Caught Stealing” (Rhino/Warner Bros. Records)
12″, limited to 3500.

Katatonia – “Proscenium” (Peaceville):
10”, limited to 300.

Kylesa – “Live At Maida Vale Studio” (Season Of Mist):
12″, CD & cassette.

Motörhead – Clean Your Clock (UDR Music)
2xLP, Picture Disc, limited to 1500.

Pearl Jam – “State Of Love And Trust“/”Breath” (Sony Legacy):
7″, limited to 5000.

Pink Floyd – “Interstellar Overdive” (Sony Legacy):
12″, limited to 4000.

Pink Floyd – “London 1966-1967“(Kscope):
12″ picture disc, limited to 650 copies.

Red Hot Chili Peppers – “Go Robot” (Warner Bros)
12″ Picture disc, limited to 4750, featuring “Go Robot” (live) and “Dreams Of A Samurai” (live).

Saxon – “Into The Labyrinth” (AEC Imports/Demon)
12″ picture disc, limited to 1500.

Snapcase – “Lookinglasself” (Victory):
LP, colored vinyl, limited to 2000.

Sunny Day Real Estate – “The Rising Tide” (Concord Bicycle):
2xLP, colored vinyl, limited to 2500.

The Sword – “Low Country” (Razor & Tie):
LP, colored vinyl, limited to 1500 copies.

Thrice – “Sea Change” Vagrant Records:
7”, limited to 2500, featuring “Sea Change” and “Black Honey” (live).

Today Is The Day – “How To Win Friends And Influence People: 25th Anniversary” (The End Records):
10″, limited to 700.

Venom – “At War With Satan” (BMG):
LP, picture disc, limited to 1500.

Warbringer – “Woe To The Vanquished” (Napalm):
12″ picture disc, limited to 400.

White Zombie – “Gods On Voodoo Moon” (Numero Group):
7″, limited to 750.

Sólstafir – Bláfjall (Nýtt lag)

Nýtt lag frá íslensku rokksveitinni Sólstöfum er komið á netið, en lagið ber nafnið Bláfjall og verður að finna á plötunni Berdreyminn sem gefin verður út 26. maí næstkomandi.
Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

Silfur-Refur
Ísafold
Hula
Nárós
Hvít Sæng
Dýrafjörður
Ambátt
Bláfjall

Umrætt lag er að finna hér að neðan:

HAM með Vestur Berlín

Nýlega sendi hljómsveitin HAM frá sér nýtt lag á að nafni Vestur Berlín og því við hæfi að skella á meðlimi sveitarinnar nokkrum spurningum, sem hann Flosi Þorgeirsson var svo almennilegur við að svara:

Vestur belín, er þetta bara nafnið á laginu, eða er þetta tillag nýju plötunnar?
Vestur Berlín er bara þetta lag. Platan hefur svo stórfenglegan titil að ég ætla að leyfa mér að halda honum leyndum aðeins lengur

Er kominn útgáfudagur?
Ákveðinn útgáfudagur ekki kominn en við vonum að það verði í maíbyrjun. Platan er tilbúin en nú þarf bara að setja af stað framleiðsluferli.

Hvenær heyrum við meira af plötunni?
Við höfum nú spilað lög sem eru á þessarri plötu all oft á tónleikum. Sem stendur hefur ekkert verið ákveðið með að setja fleiri lög í spilun. Kæmi mér ekki á óvart þótt amk eitt annað færi á öldur ljósvakans samt, áður en platan kemur
meira seinna!
Hvað tekur svo nú við, hvenær meigum við eiga vona á því að sjá sveitina á tónleikum (fyrir utan Eistnaflug í sumar).
HAM spila á Aldrei fór ég suður í ár, á föstudaginn langa…vel við hæfi. Svo verða að sjálfsögðu útgáfutónleikar. Ekki ákveðið hvar en við erum að gæla við að hafa það á frekar litlum stað. Söknum þess dálítið að vera á þannig stöðum. Við höfum undanfarið verið yfirleitt á frekar stóru sviði s.s. Eistnaflug og Gamla Bíó en það væri gaman að breyta til. HAM tónleikar eru bestir þegar mikill sviti er í loftinu.
Er mikið flækjustig að vera í HAM þessa dagana sökum anna meðlima sveitarinnar?
Já, flækjustigið hefur ekki minnkað. alltaf verið erfitt að hóa mönnum saman enda allir uppteknir og flestir með fjölskyldu/börn. En HAM er okkur mikilvægt. Við komum saman ekki af nauðsyn heldur vegna þess að við erum vinir til margra ára og líkar samveran. Það er afar nauðsynlegt að halda í þá hugsun og tilfinningu. Þetta á að vera skemmtilegt og sem betur fer þá er það þannig.