Ár: 2017

Mastodon gefa út Cold Dark Place í september

Gítarleikari hljómsveitarinnar Mastodon, Brent Hinds, tók upp á samt félögum sínum í Mastodon upp aðra plötu á sama tíma og sveitin tók upp plötuna Once More ‘Round the Sun, en áætlunin var að gefa hana út sérstaklega sem sóló plötu. Það kemur því mörgum á óvart að sveitin hefur ákveið að nýta sér þetta afni og gefa það út sem nýja Mastadon plötun, sérstaklega ef eitthvað er að marka Instagram síðu sveitarinnar.

 

New jamZ coming soon!

A post shared by Bhinds (@bhinds) on

The Eulogy skrifa undir samning hjá Bridge 9 útgáfunni.

Suður Kaliforníubandið The Eulogy, sem inniheldur þá Matt Henderson (Madball, Agnostic Front) Kevin Norton (Eye for an Eye, Straight Faced), Pete Reily (Mouthpiece), Marc Jackson (Throwdown, Bleeding Through) og söngvarann Sergio Chavez hefur skrifað undir útgáfusamning við Bridge 9 útgáfuna. Hljómsveitin hefur spilað reglulega á tónleikum síðastliðin tvö ár, þar á meðal hitað upp fyrir hljómsveitir á borð við H2O, Madball og Cro Mags.

Hér að neðan má heyra í EP plötu sveitarinnar frá árinu 2015

LEGEND með nýtt lag á netinu: Captive

Hljómsveitin LEGEND sendir frá plötuna Midnight Champion 13.október næstkomandi, en í sveitinni er meðal annars að finna Krumma Björgvins, söngvara hljómsveitarinnar mínus, í viðbót við Halldór A Björnsson (Sólstafir ofl), Frosti Jón Runólfsson (Klink) og Bjarni Sigurdarsson (Mínus),

Fyrir áhugasama er hægt að forpanta nýju plötuna á bandcamp síðu sveitarinnar: legend.bandcamp.com

Á nýju plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
1. Cryptid
2. Frostbite
3. Time to Suffer
4. Adrift
5. Captive
6. Midnight Champion
7. Scars
8. Liquid Rust
9. Gravestone
10. Children of the Elements

Auðn kynna lagið Í Hálmstráið Held af “Farvegir Fyrndar” + Örviðtal

Fyrr í dag birti heimasíða RÚV nýtt lag íslensku rokksveitarinnar Auðn, en sveitin sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Farvegir Fyrndar 10. nóvember næstkomandi, en þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar á Season of Mist útgáfunni. Til að svala þorsta íslenskra þungarokkara er hægt að hlusta á lagið “Í Hálmstráið Held” hér að neðan, en lagið verður að finna á umræddri skífu.

Hljómsveitin heldur á tónleikaferðalag um Evrópu með hljómsveitinni Gaahl’s Wyrd, en sveitin inniheldur fyrrum söngvara hljómveitarinnar Gorgoroth, Gaahl (öðru nafni Kristian Eivind Espedal). Með Gaahl’s Wyrdog Auðn í þessu ferðalagi verður hljómsveitin The Great Old Ones frá frakklandi. Ferðalag þetta hefst 1. desember í Þýskalandi og endar tveimur vikum síðar í Hollandi á Eindhoven Metal Meeting.

Harðkjarni ákvað að nota tækifærið og skella nokkrum spurningum á Aðalstein Magnússon, gítarleikara sveitarinnar:

Hvernig er þessi nýja plata öðruvísi en fyrsta platan ykkar?
Að okkar mati er nýja platan þroskaðara verk, við erum að þróast og músíkin að breytast. Nýja platan er harðari en à sama tíma melódísk eins og fyrri platan. Næsta skref í þróun sem ég veit ekki hvar endar.

Hvernig gekk upptökuferlið?
Upptökuferlið gekk mjög vel. Við fórum í sundlaugina hljóðver og tókum hana upp live yfir þrjá daga. Allir saman í rými.

Hvernig leggst tónleikaferðalagið í desember í ykkur?
Mjög vel, spennandi tækifæri og kemur sér vel með nýútgefna plötu. Það verður hressandi að spila nýtt efni og gefa því gamla hvíld.

Hvað tekur við svo á næsta ári? 
Næsta ár er nú þegar farið að líta vel út. Nokkrar bókanir að detta inn meðal annars erum við að spila aftur á hinni glæsilegu hátíð Inferno metal festival í noregi, framtíðin lítur vel út.

Umrætt lag má sjá hér að neðan:

Nánari upplýsingar um Auðn og Season of Mist má sjá hér að neðan:
www.facebook.com/audnofficial
http://smarturl.it/AudnFarvegir
www.facebook.com/seasonofmistofficial

Katla kynnir plötuna: Móðurástin + nýtt lag!

Hljómsveitin Katla, sem inniheldur þá Guðmund Óla Pálmason (fyrrum trommara Sólstafa) og Einar Thorberg Guðmundson (Fortíð/Potentiam) sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu, Móðurástin”, 27. október næstkomandi.

Hægt er að hlusta á lagið Hyldýpi hér að neðan, en lagið verður að finna á umræddri plötu. Fyrir áhugasama er hægt að forpanta plötuna á eftirfarandi heimasíðu: prophecy.de/artists/katla/

Móðurást verður gefin út á digipack (með 24 síðna bæklingi), tvöfaldri svarti vínilplötu, en dökk græn vínilplata verður gefin út í afar takmörkuðu upplagi.

Lagalisti plötunnar:
1. Aska
2. Hyldypi
3. Nátthagi
4. Hvíla
5. Hreggur
6. Móðurástin
7. Kul
8. Dulsmál

Fyrir þá sem panta viðhafnarútgáfu af plötunni fá auka disk sem inniheldur endurhljóðblandaðar útgáfur af lögum plötunnar:
1. Aska (Analog Ashes Remix by NightStalker)
2. Hyldypi (Epic Abyss Remix by Carsten Altena)
3. Nátthagi (Andvökunætur Remix by Legend)
4. Hvíla (Final Rest Remix by Germ)
5. Hreggur (Drowning Remix by Heljarmadr)
6. Móðurástin (Mother’s Milk Remix by Eddie Risdal)
7. Kul (Nóttin er svo löng Remix by Tor R. Stavenes)
8. Dulsmál (Nighttime Remix by Ben Pakarinen)

Une Misère á Doomstarbookins

Heimsókn hlómsveitarinnar Une Misère á Wacken Metal hátíðina hefur greinilega haft jákvæð áhrif, því nú hefur sveitin skrifað undir hjá Doomstar bookins, en Doomstar bóka tónleika í evrópu fyrir hljómsveitir á borð við: Agoraphobic Nosebleed, Magrudergrind, Leng Tch’e, Pig Destroyer, Wolfbrigade og Zhrine.

Hljómsveitin setti eftirfarandi tilkynningu á facebook í dag:

Converge: The Dusk In Us” – ný breiðskífa 3.nóvember

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Converge senda frá sér nýja breiðskífu að nafni “The Dusk In Us” 3. nóvember næstkomandi, og verða það Epitaph/Deathwish Inc. útgáfurnar sem gefa út efni sveitarinnar.Eins og við má búast er platan tekin upp, pródúseruð og hljóðblönduð af Kurt Ballou gítarleikara svetiarinnar. Hægt verður forpanta plötuna á heima í allskonar útfærslum, en nánari upplýsingar um það er að finna hér: http://kr-m.co/converge

Hægt er að hlusta á lagið Under Duress af umræddri plötu hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
01 – “A Single Tear”
02 – “Eye Of The Quarrel”
03 – “Under Duress”
04 – “Arkhipov Calm”
05 – “I Can Tell You About Pain”
06 – “The Dusk In Us”
07 – “Wildlife”
08 – “Murk & Marrow”
09 – “Trigger”
10 – “Broken By Light”
11 – “Cannibals”
12 – “Thousands Of Miles Between Us”
13 – “Reptilian”

Ulcerate með tónleika á föstudaginn – Örviðtal!

Hljómsveitin Ulcerate heldur tónleika hér á landi núna á föstudaginn, en umræddir tónleikar eru á vegum skipuleggjanda Reykjavík Deathfest hátíðarinnar, sem svo sannarlega eru búnir að sanna sig sem afburðar tónleikaskipuleggjendur. Ég ákvað að skella nokkrum spurningum á Ulcerate og viti menn, þeir svöruðu með stæl og má lesa umrædd samskipti hér að neðan (á ensku):

Hi, for the uneducated metalhead, tell us a little bit about your band Ulcerate.

We’re a death metal band hailing from New Zealand inhabiting the darker, oppressive end of the metal spectrum. Beyond that we prefer people to seek for themselves and form their own opinions.

Your fifth full-length, Shrines of Paralysis, was release in October last year, how is that different from Vermis or even from your demos back in the day.

‘Shrines’ for us is a foray into more melodic territory, with less reliance on our staple level of dissonance. Naturally we’re staying true to the sonic footprint we’ve been crafting for the last 17 years, but we’re in a much more comfortable space now in terms of not needing to ‘prove’ ourselves. The emphasis these days is on songwriting as a craft while adhering to the traditions of the style we’ve developed.

In terms of how it relates to ‘Vermis’ – there was a conscious effort to push the drums to the forefront of the mix, and push for a much larger soundstage, particularly in how much the bass propels the sound forward. ‘Vermis’ was intentionally a very murky production to fit with the somewhat impenetrable nature of the tracks. Generally the new album has more ‘hooks’ and definable melody which allows us to move more freely.

With regards to the demos, there’s obviously not a lot of reference points there, the demos were us trying to find a sound and developing the skill sets to execute death metal at a fairly young age (18-19). So as 30 year olds, we’re completely different people with different aesthetic sensibilities and musical priorities.

Ulcerate

What can fans expect from your shows here in Iceland?

We’re only performing a single exclusive Reykjavik show. Fans can expect an entirely overwhelming and crushing sensory experience – all things going to plan of course. We have absolute confidence in our live performances, this is us in our natural and most comfortable state.

Do you guys know any Icelandic Music?

Yeah of course – I don’t know of too many in our circles who don’t know Svartidauði, Misþyrming, Sinmara, Wormlust etc and all of the associated bands. We also took Zhrine with us to the States last year on a month-long tour. And of course outside of metal Björk, Sigur Rós, Ólafur Arnalds etc.

Besides yourself, what should people be looking out for from the New Zealand music community?

Jakob, Heresiarch, Vassafor, Vesicant, Shallow Grave, Stone Angels, Creeping. And defunct bands such as Witchrist, Diocletian, Sinistrous Diabolous.

Hægt er að hlusta á nýjustu breiðskífu, Shrines of Paralysis, sveitarinnar hér að neðan:

Beneath kynna Ephemeris, gefin út á föstudaginn!

Íslenska dauðarokksveitin Beneath sendir frá sér sína þriðju breiðskífu að nafni Ephemeris núna á föstudaginn, en það er Unique Leader útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hljómsveitin tók plötuna upp í Studio Fredman hljóðverinu í Gautaborg ásamt Fredrik Nordström, sem unnið hefur með Dimmu Borgir, At The Gates, Soilwork, Opeth og In Flames. Sveitin fékk trommarann Mike Heller til þess að tromma á plötunni, en hann hefur meðal annars trommað með Fear Factory, Malignancy og fleirri sveitum. Enn á ný hefur sveitin fengið Raymond Swanland til að hanna umslag plötunnar, en umslagið má sjá hér að ofan.