Mánuður: júlí 2015

Logn – Í sporum annarra

Hljómsveitin Logn var að senda frá sér nýja plötu sem ber nafnið „Í sporum annarra”.
Logn hefur starfað með hléum síðan um haustið 2008 og hefur sent frá sér nokkrar sjálfstæðar útgáfur. „Í sporum annarra” er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar, en hljómsveitin spilar tilraunakennt þungarokk sem brúar bilið milli harðkjarna, svartmálms og dauðarokks.

Viðfangsefni plötunnar er einhverskonar samansafn texta sem snerta með einum eða öðrum hætti á samkennd, bæði persónulegri og almennri. Slæmri lífsreynslu nákominna, misskiptingu lífsgæða í heiminum og einnig hinum verstu hliðum mansins sem krauma á ólíklegustu stöðum.

Útgáfutónleikar verða auglýstir síðar en þar til að því verður mun sveitin spila á
tónlistarhátíðinni Norðanpaunk á Laugabakka um Verslunarmannahelgina.

Plötuna má nálgast endurgjaldslaust á www.logn.bandcamp.com

Rentokiller - Cadaveri eccelente

Rentokiller – Cadaveri eccelente (2005)

NorthPost Records –  2005
www.rentokiller.com

Svíþjóð er ekki einungis þekkt land fyrir ljóskur, Abba, og volvo. Rokk tónlist (Hardcore, metall, pönk) á sér ríkan sess í útflutningi þessa ágæta lands. Hljómsveitin Rentokiller er ein af þessum sveitum sem fylgir í fótsport hljómsveita eins og Raised Fist, Refused, Breach og svo framvegis og halda því merkjum sænska hardcoresins hátt á lofti.

Eitt er víst að hér á ferð er góð hljómsveit og í viðbót við það góður diskur. Á köflum væri hægt að segja að hjómsveitin spilaði Entombed legt rokk með Refused áhrifum, annars staðar minnir sveitin mig mikið á Breach, það er meira að segja eitthvað um crust takta á þessarri plötu sem gera hana enn fjölbreyttari. Þessar tpæpu 27 mínútur sem diskurinn er ánægja sem auðvelt er að endurtaka, eða bara með því að ýta á play aftur!

Valli

Munnriður - Demo

Munnriður – Demo (2004)

DIY að ég held –  2004

ég var að skoða dómana hér á Harðkjarna vefnum og tók eftir því að það var ekki einn dómur um án efa eitt
besta demo sem ég hef heyrt frá Íslensku bandi.
Munnriður var ekki langlíf hljómsveit, en mér hlaust þó þá heiður að eignast eina demoið sem þeir gáfu út.
Og vá ef þetta er ekki einn mesti missir úr senuni að þessi hljómsveit hafi hætt þá veit ég ekki hvað. Þétt
old school dauðarokk, með eitthverjum bestu lagasmíðum sem ég hef heyrt frá Íslenskri hljómsveit. Gítarriffin
eru allveg gríðarlega þétt og slá mann kylliflatan í jörðina, trommurnar slá mann fast í smettið með hverjum
taktinum og söngur Egils lætur mann vita að maður er staddur í helvíti! Kunnuleg riff heyrast sem vekur upp
algjöra nostalgíu rá eldri böndum.
Demoið er greinilega tekið upp hjá eitthverjum sem er vel að sér í upptökum því sándið á plötunni er nógu gott
til að fitta vel á breiðskífu, ekkert skítugt demo sánd þetta. Í raun er þessi diskur í svo miklum metum hjá mér
að ég lít ekki á þetta sem demo heldur ep.
Það er ekki eitt slapt lag á plötunni, og hún heldur manni allveg. Ég skipti aldrei um lag nema þegar ég er í
virkilegum fýling til að heyra “Flosi” eða “Blind” sem eru algjörlega toppar plötunar ásamt lögunum “Neverendinging
Wiping”
Frábært band sem ég held að ég sakni eins mest úr seinni tíðar hljómsveitum senunar.

Dómur í 3 orðum, Besta demo Íslandsögunar!

Hjalti

Nine Inch Nails - With Teeth

Nine Inch Nails – With Teeth (2005)

Interscope Records –  2005

With Teeth er plata sem aðdáendur NIN hafa þurft að bíða eftir í 6 ár. Og er nú loks komin út, örugglega mörgum adáendum til mikils fagnaðar.
Því miður er Trent ekki að gera neitt nýtt á þessari plötu, þessi plata er algjörlega standard NIN plata. Á þessum 6 árum hefur tónlist hans þróast mjög lítið, þunglyndisleg lög með iðnaðarokks brag og þessum sérstaka Trent Reznor keim yfir sér. Þessi plata er ekkert slæm, ég er allsekki að segja það, en ég veit að þessi maður hefur svo miklu meira í sér en þessa plötu og því er það hálf leiðinlegt að hann sé að gefa út sömu tónlist og hann gaf út á “The Fraigle” fyrir 6 árum. Reyndar er þessi plata léttari, og þykir mér það miður.
Þessi plata er að sjálfsögðu must fyrir Nin aðdáandan, en ég mæli frekar með the fraigle fyrir fólk sem vill bara eiga það besta með honum.

Hjalti

Hjalti

Witchcraft – Witchcraft (2004)

Rise Above Records –  2004

Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að ég væri að grafa upp eitthvað frá 1967 – 1972, sándið á plötunni, fýlingurinn, tónlistin (að sjálfsögðu), gítarsólóin, vá allt, þetta eru bara menn sem hafa týnst í tímanum og ég er ekkert nema sáttur með það, tónlistin er í anda Black sabbath (hverra annara? ) kanski smá frá Jethro Tull, nokkrum vel völdum Zeppelin lögum, og stóru áhrifin eru Pentagram!.
Soldið blúsaður bragur yfir þessu doom/stoner elementi, tær snilld. Það er voða lítið sem ég get sagt um hljómsveitina nema að þetta er fyrsta breiðskífa þeirra, fyrir höfðu þeir gefið út eina 7” á Primative art rec. En þessi plata er gefin út af Rise Above Records.
Þessi hljómsveit er eitthvað sem stoner´s ættu að kynna sér, aðdáendur banda frá early 70´s, rokkarar yfir höfðu bara Snilldar plata
SKILDUEIGN

Hjalti

Down - Nola

Down – Nola (1995)

Electra –  1995

Bandaríska stoner/sludge/doom bandi Down er hálfgert stjörnuband, inniheldur Phil úr Pantera/Crowbar/Viking Crown og Meðlimi úr Eye hate god Corrosion Of Conformity og Crowbar. Andstætt mörgum sambræðingum sem þessum þar sem meðlimir koma úr öðrum frægum böndum virkar þetta, þeir skapa sinn eigin stýl og tónlistin er engu verri en maður hefði haldið, sludge áhrifin eru rosaleg en samt er þetta ekki allveg “eye hate god” sludge, heavy riff, og maður heyrir allveg áhrifin frá hljómsveitunum sem meðlimirinir koma frá, fyrst þegar ég heyrði í þeim var rosalega skrítið að hlusta á Phil í þessu, þó svo að þessi týpísku Phil öskur eru í þessu þá er þetta allt annað en Pantera. En rödd hans passar samt fullkomlega undir tónlistina.
Platan er svolítið af og á, þeir halda sér ekki við efnið og sum lagana hljóma ekkert einsog restin af plötunni, sem getur ruglað mann svolítið, en samt sem áður gott á milli að fá smá breik úr heavy stoner lögunum og komast í phycadelic kafla eða í kassagítarmelódíur einsog lagið Jail. En það lag hefur soldin cowboy stíl yfir sér, ég get allveg séð fyrir mér lukkuláka í sálarkreppu þegar ég heyri þetta lag.
Platan er góð, klassa stoner!

Hjalti

Damien Rice - B-sides

Damien Rice – B-sides (2004)

14th floor records –  2004

Ég veit að þetta er kanski ekki allveg í anda dordinguls en Valli tekur þetta þá bara út.

Damien Rice er trúbador sem hefur gert allt vitlaust undanfarið ár. Með sinni einlægu og rólegu tónlisti, frábærum lagasmíðum og textum. Hann starfar ýmist einn eða með hljómsveit með sér. Og oft syngur með honum ung kona að nafni Lisa Hannigan.
Tónlistin hans er rosalega einlæg og falleg, melódíur sem geta ekki brotnað, trúbador stromm með lögum sem skiptast oftast upp í hæðir og lægðir,
Ofan á þessa sterku lagasmíði kemur svo brotthætt rödd hans sem virðist aldrei brotna þó. En kemst alltaf svo nálægt því, með texta oftast um lífið, ástina, og sorgina, Í raun held ég að hann syngi bara um allt sem honum langar að syngja um.
Þessi ep plata “B-sides” segjir eiginlega sjálft hvað hún er. B-side lög af debute plötu hans “O”, Platan inniheldur 8 lög. Það er að segja 3 live lög, 2 demo, Instrumental útgáfu, eitt remix, og eitt lag.
Platan byrjar á laginu The Professor & La fille danse, lagið er tekið upp live á Cornucopia, þetta lag fjallar um hvað það er erfitt að skilgreina ástina, að ástin sé eitthvað sem er óáþreifanlegt og þú getur í raun aldrei vitað hvað hún er. Hvernig það getur eyðilagt allt að þurfa að vita það.
Næsta lag “lonley” fjallar að ég held um að eitthver hélt framhjá honum og hann er að reyna að fyrirgefa henni það, gleyma því en það er ekki að virka, lagið er rosalega típískt Rice lag, ívið hressari melódía í því þó, og skemmtilegt hvernig hann notar raddir í viðlaginu, minnir mig samt svolítið á eitthvað lion king lag. Frábært lag.
Woman Like a Man, er svo næsta lag, frekar hratt og ekki jafn rosalega mikið væl og hin lögin. Þetta lag er tekið upp órafmagnað.
Moody Moday byrjar einsog eitthvað Sigurrósar lag, syngur á hálfgerði Vonlensku, lagið fjallar um þegar ástin yfirgefur mann. Furðulegt lag, flott hvernig hann notar raddirnar í því. Blúsaður taktur í því og til að gera það meira blúsað kemur smá gítarsóló í lagið, eitt uppáhaldslagið mitt með honum, þótt það sé allt öðruvísi en annað sem hann gerir.
Delicate er fyrsta lagið sem ég heyrði með honum, og ég kolféll fyrir honum þá. Frábært lag með svo rosalega mikilli tilfinningu, lagið fjallar um hræðslu við að sýna ást sína, þetta lag er rosalega áþreifanlegt maður fær allveg kökk í hálsinn á að hlusta á rödd hans sem er svo rosalega brothætt syngja þetta lag
Volcano, Það eru tvær útgáfur af þessu lagi á þessum diski, önnur er instrumental og hin er demo útgáfa. Þegar maður hlusta á instrumental útgáfuna þá heyrir maður virkilega hvað lagasmíðarnar hjá honum eru góðar, þótt þetta sé skreitt með sellóum og öðru aukadóti, þá er allveg mjög gaman að heyra þetta. Samt sem áður fynnst mér skemmtilegra að hlusta á röddina hans syngja yfir þetta. Demo útgáfan er tekin upp rétt eftir að hann samdi lagið, mjög svo hrá útgáfa tekin upp á upptökugræju sem hann ferðast með. Rosalega töff að heyra þetta svona. Bara einn með kassan, fallegt lag
Síðasta lagið á plötunni er Radio remix af laginu Cannonball, þetta lag er rosalega fallegt og rólegt lag, og er eiginlega synd að heyra þetta hraðað um helming, hljómar einsog versta popplag. Sem beturfer endaði upprunarlega lagið í plötunni hans og þetta varð b hlið. Annars er þetta eitt flottasta lag sem ég hef heyrt, rosalega grípandi.

Þessi plata er mjög skemmtileg í safnið, Þó svo að ég myndi mæla með “O” frekar en þessari plötu, Gaman fyrir hvern aðdáanda að heyra live upptökur og demo, lög sem eru ekki á Disknum og fleira. Þessar upptökur verða þó frekar leiðingjarnar til lengdar og maður nennir ekki að hlusta á þennan disk endalaust einsog maður nennir að hlusta á “O”. Annars skildueign fyrir aðdáendur Damian Rice.

Hjalti

Hjalti

Most precious Blood - Our Lady Of Annihilation

Most precious Blood – Our Lady Of Annihilation (2003)

Trustkill / Roadrunner –  2003

Hljómsveitin Most precious Blood hefur í gegnum tíðina lent í ótal mannabreytingum og svo gerðist líka fyrir útgáfu þessa plötu, Our Lady Of Annihilation. Það gladdi mig mikið að fyrrum söngvari One King down, Rob Fusco gekk í bandið og í kjölfarið gerði sveitina að einni af bestu hardcore sveitum sem finna má vestanhafs. Það kemur mér virkilega á óvart hversu mikið að fólki er ekki að fíla söngvarann, en hann er einmitt það sem dregur mig að sveitinni. Upphafslag þessa plötu “The great red shift” er að mínu mati fullkomnun í tónlistarsmíði, þetta lag hefur allt upp á að bjóða sem góð hardcore tónlist gerir. Þessi plata er á engan hátt tæknileg eða flókin, bara einfalt og gott metalblandað hardcore. Hljómsveitin lendir samt ekki í þeirri gryfju sem margar hljómsveitir hafa verið að falla í síðastliðin ár, að reyna að vera meira rokk eða meiri metall og halda hardcore merkjunum hátt á lofti. Fyrir svona mikinn sick of it all aðdáenda eins og mig er líka mikill bónus að heyra í Lou Koller í næst síðasta lagi diskins og í heild sinni held ég því bara fram að þetta sé einn af bestu diskum ársins 2003, vildi bara að ég hefði eignast hann fyrr.

valli

Rammstein - Reise

Rammstein – Reise, Reise (2004)

Universal –  2004

Ég byrjaði ekki að hlusta á Rammstein að neinu ráði fyrr en seinasta plata sveitarinnar kom í búðir, þar var á ferð alveg frábær gripur (MUTTER). Fyrir nokku síðan sendi sveitin svo frá sér sína fjórðu plötu, en er nýja platan ekki nærri því í sama gæðaflokki og efni sveitarinnar hingað til.
Það eru nokkur góð lög á þessarri plötu,en einhvenveginn virðist bara vanta of mikið upp á til að maður lítil til plötunnar með ánægju. Platan byrjar á titilagi plötunar og er það nokkurskonar baráttulag (án þess að vita eða skilja hvað sveitin er að syngja um), einhvernveginn finnst mér þetta lag vera svona nokkurskonar hvattningar lag til lítla mannsins. Smáskífulagið Mein Teil er þar næst á eftir og er lítið annað um það að segja nema typical Rammstein slagari sem er ágætur við hlustun. Platan grípur mig ekki aftur fyrr en smáskífulagið og (kaldæðnislagari aldarinnar) Amerika fær að hljóma. Lagið finnst mér bara alveg ágætt enda sé ég mikla ádeilu á Amerísk áhrif heimsins í dag og þann fáránlega hlut að Bandaríkjamenn telja að þeir þurfi að leiða aðrar þjóðir áfram í öllu og engu. Lagið Moskau hljómar í mínum eyrum eins og eitthvað popplag og heilar mig lítið sem ekkert en aftur á móti er lagið Morgenstern eitthvað sem ætti að draga eldri aðdáendur að þessarri ágætu plötu. Ekkert til að hrópa húrra yfir, en örugglega fín plata fyrir aðdáendur sveitarinnar.

valli

Sum 41 - Chuck

Sum 41 – Chuck (2004)

Island –  2004

Það er ekki oft sem hér á harðkjarna birtast umfjallanir um hljómsveitir á borð við SUM 41, en hví ekki að gera tilraun til þess að fjalla um nýjasta disk sveitarinnar, sem fengið hefur nafnið CHUCK. Ég slysast stundum til að hlusta á útvarpið og um daginn heyrði ég lagið We’re all to blame, sem mér fannst bara alveg rosalega gott. Einhvernveginn fannst mér þetta lag vera svona vatnsþynt útgáfa af System of a down, en lagið er engu að síður gott. Því ákvað ég að tékka á restinni af diskum til að athuga hvort að eitthvað sé varið í efni sveitarinnar. Það kemur mér á óvart að þessi diskur er nú bara nokkuð skemmtilegur, og á köflum bara alveg þræl góður. Einhvernveginn hef ég alltaf litið á þetta band sem eitthvað grín band, en svo kemur bara í ljós að SUM 41 hafa nokkrar harðar rokk rætur í blóðinu. Lögin We’re all to blame og 88 standa upp úr á að mínu mati. Lagið The bitter end finnst mér fyndið enda syngja þeir “the bitter end” eins og “battery” með hljómsveitinni Metallica, er alveg áræðanlega einhver eitthvað Metallicu tribute.. ágætislag svosem. Af poppuðum rokk böndum þá finnst mér þessir gaurar standa sig bara helvíti vel, þrátt fyrir að þeir falli í linkin park samlíkingu í laginu Pieces og hljómi eins og Oasis í laginu Some say.. Þó þetta sé ekki frumlegasta band í heimi, þá er þetta bara nokkuð skemmtilegur diskur.

valli