Mánuður: apríl 2013

Oyama, Muck, Heavy Experience& Boggie Trouble á Volta

Oyama
Muck
The Heavy Experience
Boogie Trouble

Hvar? Oher
Hvenær? 2013-05-04
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Hljómsveitirnar Oyama, Muck, The Heavy Experience og Boogie Trouble troða upp á Volta þann 4. maí.
1000 kr. inn – Hús opnar kl. 22:00

The bands Oyama, Muck, The Heavy Experience og Boogie Trouble will play at Volta on May 4th.

Tickets 1000 ISK
Doors at 10

Event:  
Miðasala: 

Code Orange Kids með nýtt lag

Nýtt lag með bandarísku hljómsveitinni Code Orange Kids að nafni “VI” er komið á netið. Lagið verður að finna á 4 hljómsveita split plötu með hljómsveitunum “Tigers Jaw”, “The World Is A Beautiful Place And I Am No Longer Afraid To Die” og “Self Defense Family”,. Platan er væntanleg í búðir á morgun, einnig hægt verður að sækja hana stafrænt á helstu miðlum frá og með morgundeginum. Umtalað lag er hægt að hlusta á hér að neðan:

Betrunarhúsið

Bandarískahljómsveitin Corrections House hefur sent frá sér myndband við lagið “Grin With A Purpose”, ens veitni gaf út 7 tommu plötu fyrr á þessu ár með aðstoð War Crime Recordings útgáfunnar. Í hljómsveitinni eru Scott Kelly (Neurosis), Mike IX Williams (Eyehategod), Sanford Parker (Nachtmystium) og Bruce Lamont (Yakuza). Umtalað myndband má sá hér að neðan:

Corrosion Of Conformity og Pepper!

Hljómsveitin Corrosion Of Conformity (COC) spilaði nýveirð á tónleikum í Santiago (Chile), sem eru kannski ekki merkilegar fréttir fyrir utan það að fyrrum meðlimur sveitarinnar (söngvari og gítarleikari) Pepper Keenan gekk á svið og tók lagið “Vote With A Bullet” með sveitinni. COC fóru í enduruppgötvunar ferli ekki alls fyrir löngu þar sem upprunalegir 3 meðlimir sveitarinnar losuðu sig við allt óþarft og fóru að spila pönk á ný Sveitin virðist vera að færa sig upp á skaptið á ný og stefnir á ný á suðurríkjatóna eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, sem eru tekið á fyrrnefndum tónleikum (lagið er tekið af hinni frábæru beiðskífu Blind):

Doomriders

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Doomriders (með Nate Newton bassaleikara Converge í fararbroddi) eru langt komnir með nýja breiðskífu. Sveitin sendi frá sér eftirfarandi skilaboð nýverið:

Hello Friends! Life has been crazy for the 4 of us as of late (especially the past 24 hours, our hearts go out to all victims and loved ones of people involved in yesterday’s tragedy) but we just wanted to give you a quick update. We are currently mastering our new record with Nick Zampiello at New Alliance. We will hopefully have a full announcement with all the info regarding the new album very soon. In the meantime be sure to get your tickets for our show with Boris at the Brighton Music Hall on May 5th. Come and SHOUT IT OUT LOUD WITH US!!!