Mánuður: febrúar 2013

World Narcosis og Klikk á Bar 11

Hvar? Bar 11
Hvenær? 2013-03-07
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

Hljómsveitirnar Klikk og World Narcosis spila á tónleikum á Bar 11 fimmtudaginn 7. mars.

Hús opnar kl. 21, tónleikar byrja kl. 22.
Frítt inn.

World Narcosis: www.worldnarcosis.bandcamp.com

7″ – 800 kr.
powerviolence mixtape – 500 kr.
7″+mixtape = 1000 kr.

Klikk: http://www.youtube.com/watch?v=6qKbgiZEmHY

Vehement Serenade

Meðlimir hljómsveitana Earth Crisis, Sworn Enemy, Candira, Cro-Mags og Sub-Zero senda frá sér efni undir nafninu Vehement Serenade í lok apríl mánaðar. Upprunalega var gert ráð fyrir að efni sveitarinnar kæmi út árið 2009, en loksins hefur fundist leið til að gefa út efni og er það í höndum Fast Break! útáfunnar. Efni sveitarinnar er tekið upp af Joey Z úr hljómsveitinni Life of Agony í Method Of Grove hljóðveirnu í Brooklyn, New York. Hér að neðan má heyra tóndæmi af því sem vænta má af sveitinni:

Zozobra

Hljómsveitin Zozobra mun senda frá sér nýja þröngskífu í byrjun apríl mánaðar að nafni “Savage Masters“. Aðal gaurinn á bak við sveitina er Caleb Scofield, en hann er þekktur fyrir vinnu sína með Cave In og Old Man Gloom. Á plötunni eru með Caleb í þetta skiptið fleiri Cave In meðlimir, þeir Adam McGrath (gítar) og J.R. Conners (trommur). Hægt er að for-panta sér plötuna stafrænt hérna og í raunheimum hérna.

Hægt er að heyra lagið Black Holes af þessari plötu hér að neðan:

Puscifer í drottningarham

Hliðarverkefni Maynard James Keenan söngvara hljómsveitarinnar Tool, Puscifer, sendir frá sér nýja EP plötu að nafni “Donkey Punch the Night” í næstu viku. Platan mun meðal annars innihalda Queen slagarann Bohemian Rhapsody í viðbót við Accept lagið Balls to the Wall. Von er á myndbandi við lagið Bohemian Rhapsody í næstu viku og ætti það að vera nokkuð áhugavert.

Djöfullinn og risaeðlurnar

Hljómsveitin Alice In Chains segir í fréttatilkynningu að nýja breiðskían þeirra muni bera nafnið “The Devil Put Dinosaurs Here”. Platan er fimmta breiðskífa sveitarinnar í heild sinni, en önnur eftir andlát Layne Staley árið 2002 og sú fyrsta eftir andlát Mike Starr fyrrum bassaleikara sveitarinnar. Platan er væntanlega í maí mánuði

Danzig með Doyle

Ofurkroppurinn Danzig heldur í tónleikaferðalag í mars mánuði og hefur kappinn fengið hljómsveitirnar Corrosion Of Conformity og The Agonist til að hita upp fyrir sig. Tónleikaferðalag þetta er í tilefni 25 ára afmælis fyrstu breiðskífu kappans undir nafninu Danzig, en með honum í för er Doyle, sem er yngri bróður Jerry Only (bassaleikara Misfits og síðar söngvara sveitarinnar síðar). Doyle var aðeins 16 ára þegar hann gekk til liðs við Misftis árið 1980 og var þá þriðji gítarleikari sveitarinnar. Þeir tveit kappar ætla að taka Misfits lög og ætlar sá Danzig því að vera með tvöfalt sett þessi kvöld.

Black Sabbath í hljóðverinu

Black Sabbath senda frá sér breiðskífuna “13” í júní mánuði og verður útgáfan í höndum Vertigo/Universal Republic í Bandaríkjunum, en Vertigo sjá um restin af heiminum. Sveitin er saman sett af upprunalegu meðlimum sveitarinnar, fyrir utan Bill Ward trommara. Í hans stað var Brad Wilks, trommari hljómsveitarinnar Rage Against The Machine fenginn í verkið.

Gítarleikarinn Tony Iommi greindist með krabbamein árið 2011, sem tafði gerði plötunnar og um leið stöðvaði allt tónleikahald um leið. Ozzy Osbourne lýsti plötunni sem satanískum blús með einhverjum efasemdum um tilveru guðs.

Hér að neðan má sjá myndband með sveitinn um gerð þessarra skífu: