Mánuður: júlí 2012

Beneath gefa út sína fyrstu breiðskífu í dag!

Í dag er opinber útgáfudagur fyrsti breiðskífu íslensku dauðarokksveitarinnar Beneath, en skífa þessi hefur fengið nafnið “Enslaved By Fear. Sveitarmeðlimir ætla að halda upp á útgáfu plötunnar með heljarinnar tónleikum föstudagskvöldið 20. júlí , en sveitirnar Angist og Blood Feud munu sjá til þess að tónleikagestir verða tilbúnir í fyrir Beneath. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er frítt inn! Sveitin verður með boli og plötur á svæðinu til sölu og því tilvalið að taka með sér pening fyrir varning.

Jessie Leach úr Killswitch Engage spjallar um nýtt efni

Upprunalegi og nú núverandi söngvari hljómsveitarinanr Killswitch Engage var í viðtali nýverið og lét kappinn eftirfarandi flakka um nýtt efni sveitarinnar. Hann sagði að aðeins væru 2 lög kláruðm en 12 – 13 lögum til viðbótar verður lokið í haust. Fram kom í viðtalinu að Howard Jones söngvari hafði ekkert átt við lögin og taldi Jessie það því kost að fá að koma að þessu verkefni frá upphafi. Sveitin er þessa dagana á tónleikaferðalagi um bandaríkin, en gera má ráð fyrir ferðalagi til Bretlands líka. Ný breiðskífa sveitarinnar er því væntanlega seint á þessu ári eða snemma á því næsta.

Eyehategod 7 tomma

A389 útgáfan mun gefa út nýja smáplötu hljómsveitarinnar Eyehategod núna síðsumar. Platan hefur fengið nafnið “New Orleans Is The New Vietnam” og mun innihalda 2 ný lög, þar á meðal titillag plötunnar. Sveitin er þessa dagana að undirbúa tónleikaferð um evrópu þar sem sveitin mun koma fram í löndum á borð við Þýskaland, danmörk, Bretland, Póland, Finland, Ítalía ofl.

Ný breiðskífa er svo væntanleg í lok ársins eða snemma á næsta ári.

Hér að neðan má sjá tónleikaupptöku af titillagi nýju plötunnar:

Beneath - Enslaved by fear útgáfutónleikar

Beneath – Enslaved by fear útgáfutónleikar

Beneath
Blood Feud
Angist

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2012-07-20
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

Hljómsveitin Beneath fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinni “Enslaved By Fear”með heljarinnar tónleikum á Gamla Gauknum. Okkur til halds og trausts verða vinir okkar í Blood Feud og Angist!

Event:  http://www.facebook.com/events/422717621104286/
Miðasala: 

Great Reversals – To the Ends of the Earth.

Bandaríska harðkjarnasveitin Great Reversals frá Michigan fylki í Bandaríkjum Norður Ameríku sendi frá sér þröngskífu nýverið að nafni To the Ends of the Earth. Lögin fjögur á plötunni eru tileinkuð baráttu trommara sveitarinnar, en sonur hans er bæði heyrnarlaus og einhverfur. Hægt er að styrkja sveitina með því að versla beint frá sveitinni hér: http://www.greatrev.bigcartel.com en fyrir áhugasama, þáer er hægt að hlusta á efni sveitarinnar hér:

Into Another komnir saman á ný!

Bandaríska hljómsveitin Into Another er komin saman aftur, en sveitin hætti fyrir meira en áratug síðan. Hljómsveitin var stofnuð af fyrrum meðlum hljómsveita á borð við Youth of today og Bold og spilaði (og spilar enn) hart gítardrifið rokk, sem í dag er oft kallað post-hardcore tónlist. Eftir að bassaleikari sveitarinnar lést árið 2002 bjuggust fáir við að sveitin myndi nokkurntímann koma saman aftur, en sveitin ákvað að smala saman öllum lifandi meðlimum í viðbót við gamla góða félaga og koma fram á 25 ára afmælis hátíð Revelation útgáfunnar. Í kjölfarið hefur sveitin komið fram á nokkrum tónleikum og virðist vera komin á ról á ný. Sveitin opnaði nýveirð heimasíðu sem finna má hér: http://www.intoanother.com

Eitt klassískt lag með sveitinni:

Fires & Floods að gefa út efni!

Filadelfíu hljómsveitin Fires & Floods mun á næstu vikum senda frá sér plötuna the The Voice at Your Heels. Í sveitinni eru meðlimir hljómsveita á borð við One King Down, Shai Hulud, Most Precious Blood, Twilight Collective ofl. Hægt er að forpanta vínil plötu með sveitinni hjá Bitter Melody útgáfunni, en fyrir áhugasama þá er hægt að fjárfesta í plötunni hér, en einnig er hægt að hlusta á nokkur lög með sveitinni hér: