Mánuður: apríl 2012

Skerðing og Fjarstýrð Fluga á Amsterdam

Skerðing
Fjarstýrð Fluga

Hvar? Café Amsterdam
Hvenær? 2012-05-05
Klukkan? 23:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 18

 

Pönkhljómsveitirnar Skerðing og Fjarstýrð fluga munu spila fyrstu tónleika sína í Reykjavík á laugardaginn hinn næstkomandi. Tónleikarnir munu verða kl. 23:00 á Café Amsterdam. Segiði vinum ykkar að Skerðing og Fjarstýrð Fluga eru á leiðinni í bæinn!
Skerðing: Mjúkkjarna ræflarokk af bestu gerð
http://www.facebook.com/pages/Sker%C3%B0ing/102874759766021
http://www.gogoyoko.com/store/album/Live_a_Ras_2

Fjarstýrð Fluga: Tekníkalst metal pönk

Agent Fresco

Hljómsveitin Agent Fresco var að senda frá sér nýtt mynband við lagið Tempo, en lagið er að finna á breiðskífu sveitarinnar A Long Time Listening”. Breiðskífan var gefin út á netinu í byrjun ársins 2011 en verður hægt að nálgast á cd eða vínil um miðjan maí mánuð. Umtalað myndband má sjá hér að neðan:

Palms!

Von er á því að hljómsveitin Palms sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á þessu ári, en upptökur sveitarinnar voru hljóðblandaðar af Aaron Harris (áður í hljómsveitinni ISIS)
Hljómsveitin PALMS samanstendur af þremur fyrrum meðlimum hljómsveitarinnar ISIS (Aaron Harris, Clifford Meyer og Jeff Caxide) og Chino Moreno (úr hljómsveitinni Deftones).. Efni sveitarinnar verður gefin út af Ipecac Recordings útgáfunni sem áður gaf út breiðskífur ISIS.

The Acacia Strain með nýtt lag.

Hljómsveitin The Acacia Strain hefur sent frá sér nýtt lag að nafni “Servant In The Place Of Truth” og er hægt að kaupa það hjá þjónustum á borð við Itunes og Amzon.

Sveitin gerði nýlega útgáfusamning við Rise Records útgáfuna stefnir að því að taka upp nýja breiðskífu á næstu vikum, en sveitin hefur fengið gítarleikarinn sinn Daniel “DL” Laskiewicz til að sjá um upptökurnar í þetta skiptið.

Hér að neðan má sjá og heyra þetta nýja lag sveitarinnar:

Fear Factory með nýtt lag.

Hljómsveitin Fear Factory sendir frá sér plötuna “The Industrialist” í byrjun júní mánaðar og er sveitin búin að skella nýju lagi á netið til hlustunar. Lagið ber nafnið “Recharger” og er núþegar hægt að kaupa sér lagið á Itunes.

Fyrir áhugasama þá er hægt að hlusta á lagið hér:
skullsnbones.com.

Find more videos like this on SkullsNBones Metal News, Social Network & Blog

The Flesh Alive

Sýnishorn af tilvonandi útgáfu hljómsveitarinnar Gojira er nú komin á netið. Útgáfan ber nafnið The Flesh Alive” og saman stendur af 2 DVD diskum og 1 geisladisk (einnig til sem blu-ray í stað DVD) og verður gefin út í byrjun júní mánaðar.

Sveitin mun til viðbótar senda frá sér nýja breiðskífu í lok júní mánaðar að nafni “L’Enfant Sauvage” en fyrsta smáskífa plötunnar er væntanleg 1. maí næstkomandi.

Hér að neðan má sjá umtalað sýnishorn:

Próbyrjunartónleikar

Fine Intelligible Gentlemen
Aragrúi
Glundroði
Kishikiari

Hvar? TÞM
Hvenær? 2012-04-28
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 0

 

Hljómsveitirnar Fine Intelligible Gentlemen, Aragrúi, Glundroði og Kishikiari munu stíga á svið í Tónlistarþróunarmiðstöðinni Hólmaslóð 2, laugardaginn 28 apríl!

Framsækið, indie og hart rokk mun hljóma, og er guaranteed góð stemning!

Icelandic bands Fine Intelligible Gentlemen, Aragrúi, Glundroði and Kishikiari will step on stage at the Tónlistarþróunarmiðstöðin next saturday, or the 28th of april!

Event:  http://www.facebook.com/events/350435261672427/
Miðasala: