Mánuður: september 2011

Danagrýlan snýr aftur

Aðra helgina í september snýr danska hljómsveitin The Psyke Project aftur til Íslands og verður það í þriðja sinn sem sveitin leggur ferð sína til landsins.Danirnir munu spila á tvennum tónleikum, einum í höfuðborginni og svo í Keflavík. Tónlist þeirra verður best lýst sem harkalegu þungarokki með beinum tengslum í “crust” og “post-hardcore”. Sveitin er margrómuð fyrir flotta tilburði á sviði og þykir ein sú besta í danska þungarokksheiminum. Nýverið deildi sveitin útgáfu með dönsku sveitinni As we Fight en platan ber heitið ‘Ebola’. Áður hefur sveitin gefið út 4 breiðskífur.

Fimmtudagur 8.september_*
Faktory, Reykjavík kl: 21:30 – 1500 kr.*
+ Momentum, Logn

Laugardagur 10. september_*
Paddy’s, Keflavík kl: 23:00 – 1500 kr.** *
+ Momentum, Muck

Nýjir plötudómar

Rétt í þessu var ég að bæta við 13 nýjum plötudómum við harðkjarna vefinn. Meðal efnis sem tekið er fyrir að þessu sinni er:
Cave In – White Silence
Harvest – Years of Defiance. Years of Disgust EP
Sick of it all – Based on a True Story
Suicide Silence – The Black Crown
Sepultura – Kairos
As We Fight / The Psyke Project – Ebola Split
Earth Crisis – Neutralize the Threat
Hackneyed – Carnival Cadavre
1956 – Lowtide
S.O.S. – I Owe You Nothing
Jasta – jasta
Caliban – Coverfield EP
Length Of Time / Santa Karla – split