Month: júní 2010

Eistnaflug 2010

Vikuna fyrir Eistnaflug í fyrra seldust 400 miðar, í dag eru 200 miðar eftir og því verður tækifærið ekki betra en núna að nálgast miða á hátíðina í ár.

allar nánari upplýsingar um hátíðina og miða á hátíðina er hægt að nálgast á heimasíðu hátíðarinnar: www.eistnaflug.is

FORTÍÐ Á ÍSLANDI

FORTÍÐ
ATRUM
PISSANTHROPE
CHAO

Hvar? TÞM
Hvenær? 2010-07-03
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 0

 

LAUGARDAGINN 3JA JÚLÍ N.K. MUN EINAR THORBEG (ELDUR) STÍGA Á SVIÐ Í TÞM MEÐ BANDINU SÍNU FORTÍÐ FRÁ NOREGI. FORTÍÐ SKRIFUÐU UNDIR SAMNING VIÐ ÞÝSKA ÚTGÁFUFFYRIRTÆKIÐ SCHWARZDORN PRODUCTION Í DESEMBER 2009 OG 26. MARS SL. KOM SVO ÚT DISKURINN “VÖLUSPÁ PART III:FALL OF THE AGES” DISKURINN SÁ ER HREINT ÚT SAGT MEISTARAVERK OG GET ÉG FULLVISSAÐ FÓLK UM, AÐ ÞAÐ VERÐUR ENGIN SVIKIN AF AÐ SJÁ ÞESSA DRENGI LIVE.

Event:  
Miðasala: 

Kid Twist og Dj. Elvar @ Nikitagarðurinn 16 Júní

Kid Twist
Dj Elvar

Hvar? Nikitagarðurinn
Hvenær? 2010-06-16
Klukkan? 19:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Sannkölluð sumargleði í Nikitagarðinum Miðvikudaginn 16. Júní. Skeitarar verða á svæðinu meðan dj Elvar þeytir skífum. Kid Twist munu síðan enda þennan skemmtilega eftirmiðdag með sínum ljúfu tónum.

If you like pura psych rock than you should check this out,

Event:  
Miðasala: 

Björgum TÞM!

Framtíð TÞM!

Hvað er það sem við viljum fyrir börn og unglinga? Fyrst og fremst öryggi og möguleikann að geta fundið sig í því sem þau hafa áhuga á. Þetta unga fólk er eins mismunandi og það er margt og því ætti að vera fjöllbreytt framboð á því sem ríkið og sveitarfélög bjóða upp á. Hingað til hefur miklum fjármunum verið veitt í hand- og fótknattspyrnufélög og allskyns búnað eins og gervigrasvelli og því um líkt. Það er í sjálfu sér ágætt framtak en það eru líka til önnur áhugamál en tuðruspark.

Það hefur sýnt sig að unga fólkið í dag hefur mikinn áhuga á tónlistariðkun og mikla hæfileika til þess. Foreldrar styðja það með því að senda börnin í tónlistarskóla og jafnvel einkakennslu og gerir greinarhöfundur ekki lítið úr því. En það jafnast ekkert á við það að leyfa þessu ungu fólki að spreyta sig á eigin spýtur. Með þessu er átt við að gefa þeim tækifæri að spila saman á hljóðfærin, semja frumsamin lög og koma fram á allmannafæri. Að vera í hljómsveit hefur hvetjandi áhrif á samvinnu og styrkir í samskiptim við aðra.

Þá er komið að kjarna greinarinnar því frá og með árinu 2002 hefur verið til starfsemi og tilheyrandi húsnæði sem gerir allt hér ofangreint mögulegt. Um er að ræða Tónlistarþróunarmiðstöðina, TÞM. Hún er opin öllum og býður upp á 15 rými þar sem allt að 2-3 hljómsveitir deila einu rými saman. Öll neysla áfengis og vímuefna er bönnuð innan- og utan dyra og er húsnæðið algjörlega sérhannað fyrir tómstundarstarfsemi, með tvo fullkomlega útbúna tónleikasali fyrir bæði stórt og smátt tónleikahald. Húsið er vaktað og með gott öryggiskerfi sem gerir þetta að mjög öruggu æfingarhúsnæði fyrir hvern og einn sem hefur ekki aðstöðu annars staðar. Afnotagjöldin eru mjög lág miðað við þjónustuna sem veitt er og er verið að skoða að aldurstengja þau svo að þeir yngstu borgi minnst og svo koll af kolli.

Þá spyrjum við, sem kunnum að meta slíka starfsemi:

„Af hverju sér borgin ekki hag í því að styðja starfsemina á verðskuldaðan hátt?“

Stærsti hluti orkunnar sem starfsmenn, félagsmenn og hljómsveitir hafa lagt í TÞM hefur farið í það að berjast fyrir því að miðstöðin fái að starfa áfram. Allt í allt hafa 140 milljónir króna farið í húsnæðið og þar af hafa félagsmenn borgað 90 milljónir sjálfir. Þessi endalausa barátta fyrir styrkjum og fjármögnun hefur verið erfið og lýgjandi. Með falli bankanna og einkageirans hafa stærstu fjárfestar dregið sig til baka og þar með komið starfsemi TÞM enn og aftur í brýnandi hættu. Það sem engin virðist skilja er að starfsemi eins og TÞM á ekki að þurfa að leitast eftir styrkjum hjá einkageiranum, hún á einfaldlega ekki heima í slíku umhverfi. TÞM er félagsmiðstöð sem ætti að vera styrkt af ríki og svetarfelögum alveg eins og allt annað sem kemur að tómstundum unglinga og barna. Vegna þess hefur TÞM ekki getað þróast eins og unnt er og hafa margar hugmyndir og aðgerðir þurft að færast neðar á framkvæmdalistanum vegna skorts á mannafli og fjármagni.

Krafist er að borgin borgi leigu húsnæðisins og mun félagið TÞM standa að öðru leiti undir sjálfu sér. Hér er ekki veriðið að tala um sí vaxandi kostnað því hann hefur ekkert breyst frá því að TÞM var stofnað 2002 og geta ekki mörg fyrirtæki sagt hið sama.

Tónlist hefur frá með landnámi spilað stóran þátt í lífi íslendinga og sýnir það sig enn betur í dag hvað landinn er afskaplega hæfileikaríkur. Hvað er betri landkynning en tónlist? Með tónlistarfólki á borð við Björk, Sigur Rós, GusGus, Ólaf Arnalds, Hjálmar, Mammút, Agent Fresco, Sudden Weather Change og lengi mætti áfram telja sýnir hversu mikill hagur býr í tónlistinni og hafa margir þessara tónlistarmanna nýtt sér aðstöðu TÞM. Útlendingar undra sig yfir þessum töfrum sem virðist leka íslendingum fingrum fram. Með því að halda í það sem TÞM stendur fyrir og tryggja framtíð húsins er verið að huga að menningu landsins til framburðar. Ekki gleyma að við erum að tala um tónlistarmenn- og konur framtíðarinar og þeirra möguleika til að blómstra.

Allir sem telja að þetta sé ekki viðunandi verið velkominn á baráttu- og mótmælatónleika helgina 18. – 19. Júni.

Föstudaginn 18. Júni verða haldnir styrktartónleikar á skemmtistaðnum Sódóma við Tryggvagötu þar sem hljómsveitir á borð við GusGus, Quadruplos og DJ Vector koma fram. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og standa til 3:00. Aðgangseyrir eru lítlar 1000 kr. og aldurstakmark 18 ára.

Laugardaginn 19. Júni standa félagsmenn að útitónleikum á bílastæðinu fyrir framan TÞM á Hólmaslóð 2 úti á Granda. Tónleikarnir munu standa frá 15:00 til 22:00 og verða léttar veitingar eins og gos og pylsur að sjálfsögðu líka í boði.

Margar hljómsveitir hafa boðað komu sína þ.a.m. LayLow, Dark Harvest, DLX ATX, Marlon Pollock, Momentum, Feldberg, Biogen og er aldrei að vita hverjir fleirri láti sjá sig. Tónlistarmenn og konur hafa boðist til þess að gefa vinnu sína til styrktar TÞM. Einnig verða listamenn á svæðinu sem nota tækifærið og sýna list sýna og afurði. Í fyrirrúmi verður gleiðin og vonin um að TÞM geti starfað áfram á nýjum og bættum grundvelli. Allir eru velkomnir að leggja okkur lið og sýna stuðning sinn við TÞM 19. Júni næstkomandi.
Félagsmenn TÞM

Dillon Rokkbar

World Narcosis, Hylur, Ocean Sleep og Sacrilege

Hvar? Dillon Rockbar
Hvenær? 2010-06-19
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

Laugardagskvöldið 19. júní næstkomandi munu hljómsveitirnar World Narcosis, Hylur, Ocean Sleep og Sacrilege leika fyrir trylltum dansi á Dillon Rokkbar. Tónleikurinn hefst klukkan 21 að staðartíma og við hvetjum auðvitað alla til að koma, hlýða á tónana, hrista helvítis hausinn eins og Árni í In Memoriam myndi orða það og jafnvel fá sér svellkaldann eða fleiri ef fílingur er fyrir slíku!

Event:  
Miðasala: 

kimono + swords of chaos

kimono
swords of chaos

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-06-12
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

kimono
Swords of Chaos

Sódóma Reykjavík
Tryggvagata 22
Laugardaginn 12. júní
kl 23:00 / 1000 kr /
18 ára aldurstakmark
Fyrsta hljómsveit hefur leika stundvíslega á miðnætti.

Tvær af framsæknustu rokksveitunum vestan Bláfjalla, kimono og Swords of Chaos, ætla að snúa bökum saman nk. laugardagskvöld og leika rómað tónleikaprógramm sitt á Sódóma Reykjavík. Langt er síðan þessar tvær sveitir hafa leitt saman hesta sína, en það var á Sólarsömbunni á Organ, síðasta vetrardag 2008. Sveitirnar eiga það sameiginlegt, fyrir utan að vera báðar á mála hjá Kimi Records, að hafa báðar snemma slitið sig frá miðjumoði rokksins og skapað sér þess í stað sinn eigin hljóm.

Íslensk-kanadíska tríóið kimono hefur haft hægt um sig síðastliðnar vikur og hafa ekki komið opinberlega fram síðan á útgáfutónleikum sínum í Íslensku Óperunni þann 11. mars sl. Fullt var út úr dyrum á þeim tónleikum sem þóttu heppnast í alla staði vel og því fannst liðsmönnum sveitarinnar upplagt að spila fyrir þá sem ekki fengu fylli sína á þeim tónleikum. Í byrjun september leggst kimono svo í hljómleikaför með Seabear um Þýskaland, Austurríki og Sviss. Á sama tíma kemur platan Easy Music For Difficult People út í Evrópu og Bandaríkjunum á vegum Kimi Records.

Eftir rúmlega hálfs árs dvala er hljómsveitin Swords of Chaos risin upp úr öskustónni, nú þar sem hljómsveitameðlimir hafa sameinast á ný innan sömu landamæra. Trymbill sveitarinnar lagði stund á tungumál Frakka í Montpelier á meðan bassaleikari sveitarinnar hefur ferðast vítt og breitt um Norður Ameríku að undanförnu með Jón Þór Birgissyni við tónleikahald. Swords of Chaos spila einskonar svert harðkjarna pönk og væntanleg frá sveitinni í júlí er frumburður hennar. Platan ber titilinn The End is as Near as Your Teeth inniheldur á annan tug laga, tekin upp síðla árs 2009 en hljóðblönduð á vor mánuðum 2010. Að plötunni koma fjölmargir fjölkunnugir listamenn og ber einna helst að nefna Kiru Kiru (Tilraunaeldhúsið), Aron Arnarsson (kimono, Singapore Sling, Brian Johnston Massacre…), Friðrik Helgason (Sudden Weather Change, Bob…), Söru Riel sem skapaði veru nokkra sem albúmið prýðir, ásamt fjöllmennri blásarasveit. Um svipað leiti mun í litlu upplagi fást 7″ vínyl skífa sem unnin var í samvinnu með Elínu Hansdóttur myndlistakonu og hljóðafmyndunar sérfræðingunum í Stilluppsteypu og BJ Nilsen. Kimi plötuútgáfa sér um útgáfu í Evrópu.

www.myspace.com/kimono
www.myspace.com/swordsofchaos

Event:  
Miðasala: