Mánuður: nóvember 2009

Blood Has Been Shed

Hljómsveitin Blood Has Been Shed er þessa dagana að vinna með Mike Olender söngvara hljómsveitarinnar Burnt by the sun að nýrri plötu. Olander hafði þetta að segja við vefsíðuna Invisible Oranges um samvinnuna:

“Blood Has Been Shed is working on a new record, and I’m working with them on some stuff for the new record. I’m finding that it has been very difficult for me to step up to the plate just because of the fact that I got so much out of my system with the last record, and I’m in a very interesting time in my life right now that’s very hopeful.

It’s hard for me to feel inspired to write in the way that I would need to for something like Blood Has Been Shed or Burnt by the Sun. I’m really not sure what the future holds.”

Ekki er víst hvað þetta samstarf þýðir fyrir Howard Jones söngvara sveitarinnar, en hann hefur verið upptekinn með hljómsveitinni Killswitch Engage þar sem hann sinnir starfi söngvarans. Justin Foley trommari Killswitch Engage er einng meðlimur Blood Has Been Shed. Seinustu fréttir af þeim félögum benda til þess að þeir séu báðir enn í bandinu.

Between The Buried And Me

Hljómsveitin Between the Buried and me sendi frá sér myndband við lagið Obfuscation, en lagið er að finna á nýrri breiðskífu sveitarinnar, The Great Misdirect. Myndbandinu var leikstýrt af Kevin McVey, sem aðalega hefur tekið upp myndbönd með einhverjum popp böndum. Myndbandið má skoða hér að neðan:

Dimebag tribute

Enn berast meiri fréttir af ilvonandi tribute disk rokkblaðsins Metal Hammer til fyrrum gítarleikara Pantera (& Damageplan) Dimebag Darrell Abbott. Meðal efnis sem verður að finna á disknum sem fylgir þessu blaði er:

* Five Finger Death Punch – “A New Level”
* Unearth – “Sandblasted Skin”
* Biohazard – “Mouth For War”
* Machine Head – “Fucking Hostile”
* Chimaira – “Slaughtered”
* Evile – “Cemetery Gates”
* Zakk Wylde – “Suicide Note Pt. 1”
* Throwdown – ?
* This Is Hell – ?
* Kiuas – ?

Unrestrained (US) í Gamla bókasafninu

Klink
Unrestrained
Manslaughter
Gordon Riots

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2009-12-09
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Bandaríska hljómsveitin Unrestrained er að fara að stoppa hér í þrjá daga á leiðinni heim eftir Evróputúr, og þeir ætla að spila á tveimur tónleikum.

www.myspace.com/unrestrainedvt
www.dordingull.com/klink
www.myspace.com/manndrap
www.myspace.com/gordonriots

Event:  
Miðasala: 

Unrestrained (US) í Hinu Húsinu

Unrestrained
Deathmetal Supersquad
Logn
Moldun

Hvar? Annað
Hvenær? 2009-12-08
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Bandaríska hljómsveitin Unrestrained er að fara að stoppa hér í þrjá daga á leiðinni heim eftir Evróputúr, og þeir ætla að spila á tveimur tónleikum.

www.myspace.com/unrestrainedvt
www.myspace.com/thedeathmetalsupersquad
www.myspace.com/lognmusic
www.myspace.com/moldun

Event:  
Miðasala: 

FAR

Hljómsveitin Far ætlar að gefa út 7″ myndaplötu í lok mánaðarins. Platan mun innihalda lagið Pony (sem er coverlag eftir rapparann Ginuwine), á meðan að á hinni hliðinni á plötunni verður að finna kassagítarsútgáfu af sama lagi sem tekið var upp í útvarpsþætti í San Francisco. Hægt að nálgast útgáfuna hér: http://www.brightantenna.com/brightantenna/artists/far/

Ný breiðskífa er væntanleg snemma á næsta ári frá þessarri mögnuðu sveit, en það er Vagrant útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Converge

Converge
Vínil útgáfur af nýrri breiðskífu hljómsveitarinnar Converge eru núna í boði frá deathwish útgáfunni, en margar útgáfur verða (eða voru, örugglega búið núna) í boði þar á meðal þessar (sjá lista og mynd):
100 – Clear w/ colored shards
300 – Solid Blue and Beer split with yellow splatter
400 – Beer w/ blue white and yellow splatter
500 – Cream (Epitaph mail-order exclusive)
800 – Beer, Coke Bottle Blue and black tricolor
1000 – Beer (European exclusive)
2000 – Coke Bottle Blue

Annars er það að frétta af converge að þeir og Genghis Tron halda til Ástralíu í mars á næsta ári. Converge eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir ferð til Japan, en þar munu þeir spila ásamt Brutal Truth.

Ronnie james Dio

Fornfrægi þungarokkarinn Ronnie James Dio sem hefur gert garðinn frægan með Rainbow, Black Sabbath og samnefndri hljómsveit Dio hefur greinst með magakrabbamein. Dio hafði áður aflýst Evróputónleikaferðalagi sínu vegna sjúkrahúsvistar. Krabbameinið er á byrjunarstigi og hefur ekki breiðst út og því er vonandi hægt að meðhöndla það.

Borknagar

Áttunda breiðskífa skandinavísku framúrstefnuþungarokkaranna í Borknagar, Universal, mun líta dagsins ljós þann 22. febrúar. Nýr trommari hefur komið í sveitina, David Kinkade( Arsis, Malevolant creation). Fyrrum söngvari sveitarinnar Vortex(Dimmu borgir o.fl.)ljær einu lagi röddu sinni: My domain.

Eftirfarandi lög eru á Universal:
“Havoc”
“Reason”
“The Stir of Seasons”
“For a Thousand Years to Come”
“Abrasion Tide”
“Fleshflower”
“Worldwide”
“My Domain”

Útgáfu-tónleikar Bastard

Bastard,
Changer,
Wistaria

Hvar? GrandRokk
Hvenær? 2009-12-05
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000kr kr
Aldurstakmark? 20

 

Tónleikar í tilefni þess að Bastard eru að gefa út sína fyrstu plötu, Dementia and Filth.
http://www.reverbnation.com/heavymetalbastard

A release concert for Bastard first album, Dementia and Filth.
http://www.reverbnation.com/heavymetalbastard

Event:  
Miðasala: