Mánuður: október 2009

Eðal Rokktónleikar

Eðal Rokktónleikar

Missing
Nögl
Dynamo Fog
Two tickets to Japan

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2009-10-30
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Þann 30. Oktober nk. verða haldnir eðal rokktónleikar á Sódómu Reykjavík.
Fram koma hljómsveitirnar Nögl, Missing, Two Tickets To Japan og Dynamo Fog.
Húsið opnar kl. 22:00 og fyrsta band fer á svið upp úr 22:30, það kostar litlar
1000 kr inn.
Einnig má til gaman geta að hin 5 mánaða Missing var að koma úr Danmerkur túr
með nýju “Ep” plötunna sína og verða vonandi með einhver eintök á tónleikunum,
fyrstir koma fyrstir fá. Vonandi láta sem flestir sjá sig enda boðið upp á
eitraða stemmningu.

Event:  
Miðasala: 

Anthrax

Það er ljóst að John Bush, fyrrum söngvari Anthrax(’92-’05) syngur á nýrri plötu, Worship music. Hljómsveitin hafði áður tekið plötuna upp með Dan Nelson (’07-’09) en af ótilgreindum ástæðum braust út ósætti og hann var látinn fjúka. Svo virðist sem Bush verði áfram með Anthrax.

Útgáfutónleikar Bróðir Svartúlfs (feat. Múgsefjun og Agent Fresco)

Bróðir Svartúlfs (Fönkað rappþungarokk), Múgsefjun (fólkað indípopp) og Agent Fresco (starðfræðiskotinn öfgajazzmetall)

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2009-10-31
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Alveg frá því að Bróðir Svartúlfs sigraði Músíktilraunir í mars á þessu ári
hafa tónlistarunnendur á Íslandi (og víðar) beðið með hjartað í buxunum
eftir plötu frá bandinu. Strákarnir hafa unnið dag og nótt að því að klára
frumburðinn, sem er samnefndur sveitinni. Platan er 6 laga stuttskífa og
var tekin upp að mestu í Sundlauginni, en eitt lag í Tankinum á Flateyri. Í
tilefni af því að skífan er nú loksins, loksins tilbúin ætla Svartúlfur og
bræður hans að heiðra Reykvíkinga með nærveru sinni. Þeir munu spila á
Sódóma Reykjavík, laugardaginn 31.október ásamt Múgsefjun og Agent Fresco.

Bróðir Svartúlfs blandar saman rappi og þungu rokki á frumlegan og
kraftmikinn hátt. Rapparinn Arnar Freyr spýtir út 400 orðum á mínútum af
ljóðrænni áfergju og tilfinningahita á meðan ein þéttasta groddarokksveit
landsins rokkar af lífi og sál á bakvið. Frábærir hljóðfæraleikarar í
hverri stöðu hrista saman hljómana í magnaðan tilraunarokkrapp-kokteil með
smá dass af fönki. Tónleikar sveitarinnar eru hálfgert intellektjúal slamm
með vænum skammti af fiðrildum í maganum.

Múgsefjun spila gáfumannapopp án nokkurrar tilgerðar né fíflaláta.
Undurfallegar melódíur, góðir íslenskir textar og fjölbreytileiki í
fyrirrúmi. Fyrsta plata Múgsefjunar, Skiptar Skoðanir, kom út í fyrra og
vakti strax mikla athygli gagnrýnenda og má svo sannarlega segja að þetta
glaðlega fólk-indípopp hafi slegið í gegn hjá íslendingum. Sveitin fékk
m.a. mikla spilun á Rás2.

Agent Fresco þarf vart að kynna, enda löööngu búin að sanna sig sem ein
allra besta rokksveit landsins í dag. Stærðfræðiskotinn öfgajazz-metall í
öðru veldi. Heyrn er sögu ríkari.

Húsið opnar klukkan 22:00 og hefjast hljómleikarnir stuttu seinna,
aðgangseyrir er litlar 500 krónur og verður platan að sjálfsögðu til sölu á
útsöluprís.

www.myspace.com/brodirsvartulfs
www.myspace.com/agentfresco
www.myspace.com/mugsefjun
www.okidoki.is

Event:  
Miðasala: 

DEATHMETALL Í TÞM 30. Október!!

Severed Crotch ( www.myspace.com/severedcrotch )
Gruesome Glory ( www.myspace.com/gruesomeglory )
Discord ( www.myspace.com/discordiceland )
Wistaria ( www.myspace.com/wistariatheband )
The Vulgate

Hvar? TÞM
Hvenær? 2009-10-30
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 0

 

Hús Opnar 19:30

Event:  
Miðasala: 

We Made God, Chino o.fl í Molanum

Chino – http://www.myspace.com/chinoiceland

We Made God – http://www.myspace.com/wemadegod

Itchyblood – http://www.myspace.com/itchybloodband

Two Tickets to Japan – http://www.myspace.com/twoticketstojapan

Hvar? Molinn Kópavog
Hvenær? 2009-10-29
Klukkan? 22:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Poster: http://profile.ak.fbcdn.net/object2/1745/64/n160396844373_7205.jpg

Event:  
Miðasala: 

Halloween upphitun

Severed Crotch
Cranium

Hvar? TÞM
Hvenær? 2009-10-30
Klukkan? 20:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Severed Crotch munu spila í rotnuðum vinnuskúr fyrir utan Hugmyndahús Háskólanna Grandagarði 2. Föstudaginn 30 oct 2009 Einnig verður flutt nýtt draugaverk unnið upp úr gömlum upptökum hljómsveitarinnar Cranium. Hefst veislan kl 20:30 og munu Severed Crotch blasta skúrinn um kl 21:00 Atburðurinn er í tengslum við verk Sigurð Guðjónsson meðlim dauðarokkssveitarinnar Cranium. Mætum með kippu og sullum í okkur í Napalm Death rútunni sem verður á staðnum.

Það væri heiður að sjá sem flesta dauðarokkara á svæðinu.

Event:  
Miðasala: 

Grape vine Reykjavík Grassroots Muck, Plastic Gods og Catterpillarman!

Muck, Plastic Gods og Catterpillarman!

Hvar? Hemmi og Valdi
Hvenær? 2009-10-23
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

Reykjavík Grapevine verða með tónleika á Hemma og valda á föstudaginn 23 Október.

Fram koma:

Muck
Plastic Gods
Caterpillarman.

Held að það sé frítt inn og opnar húsið 22:00.
Er ekkert alveg klár á því hvenar þetta byrjar en það er öruglega bara rétt upp úr tíu.

Endilega mætið og látið sjá ykkur.

Gamla kaggi hljómalind! hversu sweeeet!!!!!!!

Event:  
Miðasala: 

Decapitated

Eftir tveggja ára hlé hefur pólska dauðarokkssveitin Decapitated boðað endurkomu sína. Hljómsveitin lenti í bílslysi árið 2007 með þeim afleiðingum að trommari hljómsveitarinnar lést og söngvarinn, Covan, hefur verið í dái síðan. Vogg, gítarleikari og stofnmeðlimur bandsins og bróðir Viteks sem lést, tók þessa ákvörðun.

Hljómsveitin er á leið í Ástralíutúr á næsta ári og ætlar að spila á sumarfestivölum í Evrópu einnig. Liðskipan verður tilkynnt í desember mánuði.