Mánuður: ágúst 2009

Dimmu borgir

Samkvæmt innleggi á myspacesíðu Mustis, hljómborðsleikara Dimmu borga eru hann og ICS Vortex (hreinar raddir og bassaleikur) hættir í bandinu. Ekki er alveg ljóst hvort þeir hafi hætt eða verið reknir en einhvers konar ósætti hafði gerjast síðustu ár milli þeirra og hljómsveitarinnar. Frekari yfirlýsingar verður að vænta frá sveitinni á næstunni.

Beneath

Íslenska þungarokksveitin Beneath hefur fengið boð um að spila á Death Feast Open Air hátíðinni í Þýskalandi. Hátíðin verður haldin í júní árið 2010. Meðal annarra sveita sem nú þegar eru skráðar á hátíðina eru Waco Jesus, Vomitous, The Sickening, Ingrowing, Inferia, Human Rejection, Disavowed, Deranged, Carnivore Diprosopus, Amputated og Abysmal Torment.

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér: www.deathfeast-openair.de

Tóleikar í tilefni af opnun Gamla bókasafnsins

The Fusion Factory
Black Carbis Kuru
ásamt öðrum gestum

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2009-08-27
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 16

 

Tónleikar í tilefni þess að Gamla bókasafnið opnar aftur eftir sumarlokun

The Fusion Factory
Black Carbis Kuru
ásamt öðrum gestum

Tónleikarnir hefjast kl: 20:00
Aðgangur ókeypis

Nú eru starfsmenn að týnast inn í hús til vinnu. Allir eru velkomnir hingað á skrifstofutíma á daginn eða frá 8:00 til 16:00.

Við opnum húsið formlega núna á fimmtudag 27. ágúst með tónleikum sem hefjast upp úr 20:00 og lýkur þeim um 23:00. Ókeypis er inn og eru þeir sem eru búnir í grunnskóla velkomnir.

Vetraropnun verður svona:

Mánudaga frá morgni til 23:00

Þriðjudagar – mömmumorgnar

Miðvikudagar – hópastarf

Fimmtudagar frá morgni til 23:00

Föstudagar frá morgni til 23:00

Síðan um helgar hafa allskyns hópar notað húsið í allskonar hópastarf eins og að læra saman, lana, fylgjast með íþróttum, taka upp tónlist osfr.

Event:  
Miðasala: 

Viðtal

Var að bæta við viðtali við hljómsveitina Plastic Gods sem Kristinn Helgason tók fyrir vefritið Gúlagið. Eitthvað gekk illa að birta viðtalið og því var Harðkjarni næstur í röðinni. Hægt er að lesa viðtalið með því að smella á safnið eða með því að smella á Plastic Gods hnappinn hér til hliðar.

Gavin Portland, Logn og Muck í Hljómalind

Gavin Portland
Muck
Logn
Manslaughter

Hvar? Kaffi Hljómalind
Hvenær? 2009-08-24
Klukkan? 19:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Gavin Portland
Muck
Logn
Manslaughter
spila í Kaffi Hljómalind á Laugavegi 23 kl 19:30 á morgun.

neðsta band byrjar

Gavin Portland
Muck
Logn
Manslaughter

are gonna be playing a concert in Kaffi Hljómalind, laugavegur 23 tomorrow at 19:30
reverse order

Event:  
Miðasala: 

ROKK Á LJÓSANÓTT

Venus Vomit
Compulsive Psychosis
Papírus
At Dodge City
Kilo
Narfur
Nutra Sweet
Reason To Believe
Keanu
Lifun

Hvar? Frumleikhúsið (Leikfélag Keflavíkur) stendur við Vesturbraut 17 – 230 Keflavík
Hvenær? 2009-09-03
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Nánar hér: http://www.taflan.org/viewtopic.php?t=44614

Event:  
Miðasala: 

Ozzy og nýr gítarleikari

Ozzy Osbourne hefur sagt skilið við gítarleikara sinn Zakk Wylde að öllum líkindum. Í viðtali í júní við Classic Rock tímaritið sagðist Ozzy vera með gítarleikara í prufu frá Grikklandi. Sagði hann að Zakk Wylde sem hefur spilað með honum í yfir 20 ár hefði nóg með sitt band að gera, Black label society, og að sólóefni sitt væri farið að líkjast BLS um of. Þörf væri á tilbreytingu.

Randall fyrirtækið sem selur magnara hefur nú tilkynnt að styrkþegi þeirra, gríski gítarleikarinn Gus G., ( Firewind, Dream Evil, Arch enemy, Nightrage) muni koma fram með Ozzy á næstunni.

Zakk Wylde er ekki alls kostar hress með Ozzy eins og kom fram í nýlegu útvarpsviðtali. Hann sagði að Ozzy hefði ekki einu sinni hringt í hann til að tilkynna um samstarfsslit.

Hatebreed

Hljómsveitin Hatebreed sendir frá sér nýja breiðskífu í lok september mánaðar og mun skífa þessi bera nafn sveitarinnar. Hægt verður að nálgast sérstaka útgáfu af plötunni þar sem finna má 65 mínútna mynddisk með tónleikaupptökum og fleira áhugaverðu efni.

Á plötunni verður að finna eftirfarandi efni:
01 – “Become The Fuse”
02 – “Not My Master”
03 – “Between Hell And A Heartbeat”
04 – “In Ashes They Shall Reap”
05 – “Hands Of A Dying Man”
06 – “Everyone Bleeds Now”
07 – “No Halos For The Heartless”
08 – “Through The Thorns”
09 – “Every Lasting Scar”
10 – “As Damaged As Me”
11 – “Words Became Untruth”
12 – “Undiminished”
13 – “Merciless Tide”
14 – “Pollution Of The Soul”
15 – “Escape” (New Diehard Edit)