Mánuður: janúar 2008

Deftones í ástarhug?

Hljómsveitin Deftones skellti því nýlega á heimasvæðið sitt (myspace) að næsta breiðskífa sveitarinnar beri nafnið EROS. Í viðbót við það segir sveitin frá því að þeir séu á fullu að vinna að nýju efni sem væntanlega verður gefið út núna í ár. Þetta þýðir vonandi að þurrleiki sveitarmanna í hljóðverinu sé allur að koma til og að sveitin eigi nú auðveldara með að semja efni en á síðustu plötum (sem að sögn sveitarmeðlima gekk afar illa).

Logar!

Hljómsveitin In Flames hefur sagt frá að nýja platan þeirra beri nafnið “A Sense Of Purpose” og verði gefin út 4. apríl næstkomandi. Það er Nuclear Blast útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar, en nýja platan mun innihalda eftirfarandi efni:
01 – “The Mirror’s Truth”
02 – “Disconnected”
03 – “Sleepless Again”
04 – “Alias”
05 – “I’m The Highway”
06 – “Delight And Angers”
07 – “Move Through Me”
08 – “The Chosen Pessimist”
09 – “Sober And Irrelevant”
10 – “Condemned”
11 – “Drenched In Fear”
12 – “March To The Shore”

Slagbrandsvarpa

Hljómsveitin Bolt Thrower hefur sent frá sér tilkynningu um að þeir séu tilbúnir til i upptöku á nýju efni, en þær upptökur fara víst fram núna í sumar. Þetta verður fyrsta plata sveitarinnar síðan að upprunalegi söngvari sveitarinnar Karl Willetts gekk á ný til liðs við sveitinina.

Vatn

H2o hafa gert útgáfu samning við hardcore útgáfuna Bridge 9. Þetta þýðir að sjálfsögðu að það er væntanleg plata frá sveitinni, en það þykir ansi merkielgt að Chad Gilbert un pródúsera gripinn, en hann var á árum áður meðlimur hljómsveitarinnar Shai Hulud, en er þekktastur fyrir að vera meðlimur hljómsveitarinnar New Found Glory.

Merki eymdarinnar

Enn berast fréttir af tilvonandi útgáfum í rokk heiminum, en núna er það rokksveitin Misery Signals sem er víst að sinna undirbúnings vinnu vegna tilvonandi plötu. Hljómsveitin er búin að fá það staðfest að upptökur hefjist 1. febrúar í Vancouver, en það er Devin Townsend (Strapping Young Lad) sem mun sjá um að pródúsera gripinn í þetta skiptið.

Veggjasmiðja Jericho borgar

Væntaleg er róleg plata frá hljómsveitinni Walls of Jericho á þessu ári. Sveitin hefur verið að vinna að EP plötu sem fengið hefur nafnið Redemtion og mun innihalda “acoustic” lög og verður meðal annars Corey Taylor söngvari Slipknot og Stone Sour gestur á plötunni. Þar enda fréttir sveitarinnar ekki því heimildarmenn innan þýsku lögreglunnar segja mér að sveitinni hyggist gefa út tónleikamynddiska á árinu líka, en það hefur ekki verið staðfest að sveitarmeðlimum.

Uppgrafnir?

Hljómsveitin Unearth hefur ákveðið að nýji tvöfaldi mynddiskurinn (DVD) sem þeir ætla aðs enda frá sér í marsmánuði beri nafnið “Alive fromt he Apocalypse”. Á þessu diskasafni verður að finna heljarinnar tónleika mynd í viðbót við heimildarmynd um sögu bandins og allt sem henni fylgir.

Ligeia

Hljómsveitin Ligeia heldur í hljóðver í næsta mánuði til að taka upp nýtt efni. Það er Ferret útgáfan sem mun gefa út efni sveitarinnar og er fyrirhugað að svo verði núna í sumar.

Jarðaðir

Hljómsveitin Bury your dead ætlar sér að gefa út nýtt efni um miðjan mars mánuð, og er það enginn annar en Jason Suecof (who????) sem pródúsar gripinn í þetta skiptið. Hljómsveitin ákvað að halda sig frá frumleika þetta árið og hafa plötuna safmnefnda sveitinni. Það er Victory útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.