Mánuður: febrúar 2006

Nýr vefur fyrir tónlistarfólk lítur dagsins ljós

Nú á dögunum var opnaður vefurinn Hljomsveitir.is sem ætlaður er tónlistarfólki á Íslandi. Þar er hægt að leita að hljóðfæraleikurum og hljómsveitum og geta notendur skráð sína eigin auglýsingu og hverju þeir eru að leita að.

Leitarvél vefsins er hönnuð með það í huga að sem einfaldast sé að finna það sem verið að leita að og er vonin sú að þetta muni auðvelda og auka samstarf tónlistarfólks á landinu.

Jón Dal Kristbjörnsson, ábyrgðarmaður og hugmyndasmiður, segir hugmyndina hafa komið til sín eftir að hafa kynnst fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum í leit hvort að öðru en ekki vitað hvar skuli hefja leitina. Hann segist vona að Hljomsveitir.is leysi þetta vandamál og að eftir því sem notendum á vefnum fjölgi muni skapast þar samfélag tónlistarfólks úr öllum áttum.

Cannibal Corpse

2 lög eru fáanleg hér af nýju plötunni Kill: www.metalblade.de/cc_player
Cannibal Corpse hættu á dögunum við það að spila á Wacken festivalinu vegna túrs sem þeir ætla í um Bandaríkin.

dEUS

dEUS

Hvar? 
Hvenær? 2006-04-06
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Belgíska rokksveitin dEUS heldur tónleika í Reykjavík þann 6. apríl á NASA við Austurvöll. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð sveitarinnar sem farin er kjölfarið á útgáfu fjórðu breiðskífu dEUS; Pocket Revolution. Forsala aðgöngumiða hefst fimmtudaginn 23. febrúar. Miðaverð er 2.500 krónur (auk 200 kr. miðagjalds). Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar og á Midi.is.

Event:  
Miðasala: 

Municipal Waste (II)

Municipal Waste (USA)
Severed Crotch
Elegy
og sérstakir heiðursgestir opna giggið, tilkynnt þegar nær dregur.

Hvar? 
Hvenær? 2006-03-04
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Dillon laugardaginn 4. mars 20 ára inn (Bar show) 800 kr inn og byrjar stundvíslega kl 10 því við höfum mjög tæpan tíma

Event:  
Miðasala: