Mánuður: október 2005

Demon Hunter

Lag með hljómsveitinni Demon Hunter hefur verið skellt á netið, og verður það lag að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar “The Triptych” sem gefin verður út í dag 25. október af Solid State útgáfunni. Lagið er að her: http://www.purevolume.com/demonhunter

Dio og Sabbath

Hinn goðsagnakenndi metalsöngvari Ronnie James Dio hefur uppljóstrað því að hann á eftir að vinna með Tony Iommi gítarleikara Black sabbath eina ferðina enn. Kapparnir voru saman í Sabbath 80-82 og 92. Platan heitir líklega Black Sabbath – The Dio Years’ og mun innihalda tvö óútgefin lög. Af nafninu að dæma er þetta í heildina safnplata.

Remembering Never

Hljómsveitin Remembering Never er þessa dagana að vinna að nýrri plötu. Platan hefur fengið nafnið “God Save Us” og verður hún gefin út af Ferret útgáfunni 6. febrúar næstkomandi. Í hljómsveitinni eru þeir Mean Pete (söngur), Grease (gítar), Aldo (bassi), Norm (gítar) og Danny (trommur). Hljómsveitin hefur fengið Zeuss til pródúsera plötuna og verður hún tekin upp í hljóðver Zuess sem ber nafnið Planet Z.

Amon Amarth víkingarnir snúa aftur!

Tveggja tónleika sænsk þungarokksveisla fyrstu helgina í nóvember

Miðasala hefst þriðjudaginn 25. október kl 12 í Geisladiskabúð Valda og á Grand Rokk.
Miðaverð er aðeins 1200 krónur fyrir hvort kvöld.

Það verður allsherjar veisla fyrir þungarokkara 5 og 6. nóvember, þegar sænska þungarokkssveitin Amon Amarth mætir á klakann aftur og verður með tvenna tónleika. Sveitin er íslenskum þungarokkurum að góðu kunn, en hún spilaði hér á landi á tvennum tónleikum fyrstu helgina í mars 2004. Tónleikar þeirra á Grand Rokk þá voru festir varanlega í þungarokkssögu Íslands, því þeir voru kvikmyndaðir og gefnir út af sveitinni sem live-DVD diskur. Aldeilis frábært það, en þessi diskur fylgdi með sem bonus diskur með síðustu hljóðversskífu þeirra, Fate of Norns.

Sá atburður var einnig festur á prent, því 6 af stærstu þungarokkstímaritum Evrópu sendu blaðamenn hingað til að verða vitni að þessu enda voru umfjallanir þessara blaða mjög áhugaverðar og ekki síður merkilegar í ljósi landkynningaráhrifa þeirra. Sjá pdf útgáfur af þessum umfjöllunum: http://notendur.nh.is/thorsteinn/Restingmind/Amon_Amarth/umfjallanir

Amon Amarth hefur á að skipa 5 meðlimum sem gefa allt í tónleika sína. Tónlistin er kraftmikið þungarokk, með áherslur á melódíur, sterka gítarfrasa og kröftugan söng. Fjölmörg tóndæmi eru að finna á heimasíðu sveitarinnar, www.amonamarth.com Eitt er víst að Restingmind Concerts lofar heilsteyptum flösuþeytingum fyrstu helgina í nóvember!

Marco Aro (the Haunted, Face down)

Marco Aro sem yfirgaf the Haunted fyrir 2 árum hefur gefið upp ástæðuna á bakvið brottförina. Aro átti við eiturlyfjavanda að stríða og bjóst við öðru barni sínu.
Í dag hefur Marco fetað beinu brautina og er byrjaður aftur í fyrra bandi sínu Face Down með nýja plötu í farteskinu “The Will to Power” sem kemur út í byrjun nóvember á Black Lodge Records.

Seemless

Hljómsveitin Seemless (sem inniheldur fyrrum söngvara Killswitch Engage) á pantaðann tíma í hljóðver í janúar á næst ári. Áætlað er að ný plata frá sveitinni komi út í apríl/maí á næsta ári og verður því spennandi að heyra hvernig nýja efni sveitarinnar mun hljóma. Meðal laga sem verða á plötunni eru “Maintain”, “Numb”, “In My Blood” og “Jaded”.