Mánuður: apríl 2005

Velvet revolver

Það hefur verið staðfest að Mínus verður aðalupphitunar hljómsveit fyrir tónleika Velvet revolver sem haldnir verða í Egilshöll 7 Júlí 05. Mínus drengir hafa lengi þekkt Slash og félaga og var það einlæg ósk Velvet revolver að Mínus spilaði með þeim. Seinni upphitunarhljómsveitin verður tilkynnt síðar.

Velvet revolver munu stíga á stokk í þætti Jay Leno mánudaginn 10 april á Skjá einum. Þeir fengu nýlega Grammy verðlaunin sem besta Hard rokk performance sveitin, það er, bestir á tónleikum þannig að þeir ættu engan að svíkja.

Sala á tónleikana hefst 24 april en nánari upplýsingar koma seinna um það.

Lemmy hættur í Mötorhead?

Aprílgabb 🙂

Lemmy, söngvari Mötorhead, hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni hætta í Mötorhead eftir þennan túr. Hann ætlar að snúa sér að fullu að sínu áhugamáli sem er ólympískar skylmingar (líkt og landi hans Bruce Dickinson gerði á árum áður). Í samtali við Blabbermouth segir Lemmy að þetta sé afar erfið ákvörðun en hann sé að eldast og að í kringum skylmingarnar ríkji töluvert heilbrigðari lífsstíll en í rokkinu. Yfirlýsingu Lemmys má lesa á fullu á http://www.imotorhead.com/.