Mánuður: ágúst 2004

My Ruin

Hljómsveitin My Ruin er þessa dagana að vinna í að losna undan útgáfusamningi við Century Media útgáfuna. Sveitin og útgáfan hafa ekki átt gott samstarf að sögn sveitarinnar og því tilvalið að ljúka samstarfinu. Í viðbót við það ákvað sveitin að skilja við Meghan Mattox bassaleikara og hefur sveitin fengið bassaleikara Systematic (Johnny Chow) í staðinn.

Gods

Hljómsveitin Gods, (sem inniheldur fyrrum trommuleikara Zao, Jesse Smith) hefur nú skrifað undir útgáfusamning við Hand of hope records. Von er á fyrstu plötu sveitarinnar í byrjun næsta árs og verður það Andreas Magnusson (Scarlet, Murder Weapon) sem mun pródúsera plötu sveitarinnar. Á næstu vikum er samt von á 5 laga EP plötu frá sveitinni sem verður gefin út frá heimasíðu sveitarinnar eða á www.cultofgods.com.

Norma Jean

Hljómsveitin Norma Jean hefur hefur lokið upptökum á nýja laginu “What Is This, Some Sort Of Freaking Burt Reynolds Convention?”, en lagið verður að finna á sérstökum safndisk Solid state útgáfunnar, og er það 5 safndiskur útgáfunnar í sérsakri “This is SOlid State” diskaröðinni. Á næsta ári er svo von á nýrri plötu frá sveitinni, sem fengið hefur nafnið “O God, The Aftermath”.

Jonah Matranga

Hljómsveitin Onlinedrawing hefur ákveðið að hætta. Hljómsveitin er eins og margir vita sólóverkefni Jonah Matranga fyrrum söngvara hljómsveitarinnar far. Jonah hefur samt ákveðið stofna nýja sveit að nafni Jonah Matranga og mun það að hans sögn gera það auðveldara fyrir sjálfan sig að spila efni frá öllum fyrri verkefnum sveitarinnar. www.jonahmatranga.com

Meshuggah

Hljómsveitin Meshuggah er þessa dagana að vinna að nýrri plötu sem fengið hefur nafnið Catch 33. Að sögn meðlima sveitarinnar verður þetta ekki “alvöru” Meshuggah plata og mun hún vera eins og ný útgefin EP plata sveitarinnar “i” aðeins 1 lag, nema hvað í þetta skiptið verður platan mun lengri en 21 mínúta, og má búast við að hún verði jafn löng og venjuleg breiðskífu plata. Hljómsveitin er að gera þessa plötu til að ljúka plötusamningi sínum við Nuclear Blast útgáfuna, en vonast til að þessi plata ljúki þeirra samskiptum við útgáfuna. Catch 33 er væntanleg í október/nóvember mánuði.

Darkest Hour

Hljómsveitin Darkest Hour er þessa dagana að leita sér að myndbandsupptökum af tónleikum sveitarinnar. Ef þið eigið einhverjar upptökur frá tónleikum sveitarinnar hér á landinu. Ef þið eruð með eitthvað efni endilega sendið það beint til sveitarinnar:
Darkest Hour Video
C/O MJS
1010 25th St. suite 804
NW Washington, DC 20037, USA

Caliban

Nýja plata hljómsveitarinnar Caliban hefur fengið nafnið “The Opposite From Within”. Hægt er að hlusta á lagið “The Beloved And The Hatred“. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “The Beloved And The Hatred”
02 – “Goodbye”
03 – “I’ve Sold Myself”
04 – “Standup”
05 – “Senseless Fight”
06 – “Stigmata”
07 – “Certainty… Corpses Bleed Cold”
08 – “My Little Secret”
09 – “One Of These Days”
10 – “Salvation”
11 – “Diary Of An Addict”
12 – “100 Suns”

Viðbætur

Í dag er búið að skella inn nýrri mp3 skrá vikunnar, og er það lagið Driven To Destruction með bresku hljómsveitinni Send More Paramedics sem varð fyrir valinu. Hljómsveit vikunnar þetta skiptið er hljómsveitin November Coming Fire. Í viðbót við þetta er búið að bæta við heilum helling af myndum á myndasíðuna nýverið (athugið að það eru meira en 6500 myndir á síðunni). Seinna í dag er von á bæði plötu og kvikmyndadómum, þannig það er bara allt að gerast á harðkjarna síðunni í dag.