Mánuður: júní 2004

Lamb Of God

Hægt er að hlusta á hráar upptökur af laginu “Laid to rest” af tilvonandi hljómplötu hljómsveitarinnar Lamb of god. Lagið er langt frá því að vera klárað og segja má að þetta sé demo útgáfa af því sem heira má á plötunni sjálfri. Hægt er að hlusta á lagið með því að smella hér. Platan “Ashes Of The Wake” er væntanleg í búðir 31. ágúst næstkomandi og er hún gefin út af Epic útgáfunni.

Snapcase

Sögur eru í gangi um að hljómsveitin Snapcase sé hætt, en þrír meðlimir sveitarinnar hafa núþegar stofnað nýtt band. Þetta eru þeir Frank Vicario (gítar), Ben Lythberg (Trommur) and Dustin Perry (bassi). Hljómsveitin hefur núþegar samið 9 lög og má búast við því að sveitin fari að spila á tónleikum fyrir lok sumarsins.

Zao

Hægt er að downloada nýju lagi hljómsveitarinnar Zao frá heimasíðu ferret útgáfunnar. Lagið heitir “Truly, Truly, This Is The End” og verður að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar “The Funeral Of God”, sem gefin verður út13. júlí næstkomandi. Lagið er að finna hér

Full Blown Chaos

New York bandið Full Blown Chaos hefur lokið upptökum á nýrri plötu ásamt hinnum illræmda pródúser Zeuss (Hatebreed, Shadows Fall). Platan hefur fengið nafnið “ake the Demons” og verður væntanlega gefin út5. október næstkomandi af Stillborn útgáfunni. Full blown Chaos fer svo væntanlega í tónleikaferðalag með The Discipline og 100 Demons í júlí/ágúst mánuði.

Hand Of Hope Records

Nýtt útgáfufyrirtæki Christopher Brown, trommuleikara hljómveitarinnar Evergreen Terrace, og John Wylie (stofnanda Eulogy útgáfunnar) er komin með heimasíðu: www.handofhoperecords.com . Útgáfan hefur núþegar gert útgáfusamning við hljómsveitir á borð við “I Killed The Prom Queen”, “Donnybrook”, “Society’s Finest”, “Summer’s End” og “The Burning Season”.Fyrsta útgáfa útgáfunnar verður samt áður óútgefið efni með hljómsveitinni Evergreen Terrace sem ber nafnið “At our worst” sem verður væntanlega gefið út 13. júlí næstkomandi. Dreifingaraðili útgáfunnar í bandaríkjunnum er Victory Records útgáfan.

SikTh

Bretarnir í Sikth hafa fengið Colin Richardson (Funeral For A Friend, Machine Head) til að pródúsera sína næstu plötu. Platan verður tekin upp í Florida fylki bandaríkjanna í ágúst mánuði, en von er á plötunni fyrir árslok.

Cataract

6. september næstkomandi er von á plötunni “with Triumph Comes Loss” sem er ný plata hljómsveitarinnar Cataract. Þetta er fyrsta útgáfa sveitarinn hjá Metal Blade útgáfunni og mun fyrstu eintökum plötunnar fylgja sérstakur DVD diskur, á þessum mynd disk verður að finna tónleikaupptökur með bandinu í viðbót við eitthvað auka dót. Á nýja disk sveitarinnar verður að finna eftirfarandi lög:

01. “Killing Tool”
02. “Nothing’s Left”
03. “Vanished In The Dark”
04. “Skies Grow Black”
05. “As We Speak”
06. “Godevil”
07. “Fuel”
08. “Reborn From Fire”
09. “Saving Shelter”
10. “Hallow Horns”
11. “With Triumph Comes Loss”