Mánuður: maí 2004

Dozer og Brain Police

Dozer
Brain Police

Hvar? 
Hvenær? 2004-06-05
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Gaukur á Stöng – 21:00 – 18 ára aldurstakmark 1200 Kr

Event:  
Miðasala: 

Crowbar á fullt

Hljómsveitin Crowbar hefur ákveðið að halda tónleika í New Orleans í fyrsta skipti í tæp 3 ár, en hljómsveitin mun senda frá sér nýja plötu á næstu viku eða mánuðum. Nýja platan hefur fengið nafnið Life’s Blood For The Downtrodden” og var hún tekin upp af þeim Warren Riker (sem hefur tekið upp með DOWN) og Rex Brown (bassaleikara Pantera og Down). Uppröðum hljómsveitarmeðlima hefur eitthvað breyst á síðastliðinum árum og eru eftirfarandi meðlimir í bandinu í dag:

Kirk Windstein (DOWN) – Gítar og söngur
Patrick Bruders (GOATWHORE) – bassi
Steve Gibb (ex-BLACK LABEL SOCIETY) – gítar og bakraddir
Tommy Buckley (SOILENT GREEN) – trommur

Á nýju plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01. New Dawn
02. Slave No More
03. Angels Wings
04. Dead Sun
05. Strained
06. Holding Something
07. P.D.R.
08. Take All You’ve Known
09. Moon
10. The Violent Reaction

Until The End

Hljómsveitin Until The End hefur fengið Janes nokkurn McHugh sem nýjan söngvara sveitarinnar. Von er á því að sveitin fari á næstunni í hljóðver til að taka upp nýja plötu. Það er Jeremy Staska (sem hefur unnið með Poison The Well, Remembering Never) sem mun taka upp nýju plötu sveitarinnar. Von er á að platan komi út í lok sumarsins eða í haust á Eulogy útgáfunni.

Zao

Hljómsveitin Zao mun senda frá sér nýja plötuna “The Funeral Of God” 13. maí næstkomandi. Hægt er að hlusta á lagið “The Rising End (The First Prophecy)” á heimasíðu útgáfunnar Ferret og ætti það að gefa til kynna hverju er von á á nýju plötunni. www.ferretstyle.com.

Öfgatrúuðum í Extol fækkar

Eftir tíu ára samvinnu hafa gítarleikarar ofursvölu hvítasunnu-hljómsveitarinnar Extol ákveðið að segja skilið við bandið, (þ. á. m. annar Espevoll bróðirinn!). Ole Børud hefur engar ástæður gefið fyrir þessari ákvörðun sinni en Christer Espevoll segist vilja einbeita sér meira að starfi sínu í kirkjunni sinni og hafi þurft að fórna Extol fyrir það. Hann hefur ákveðið að spila með bandinu Benea Reach, sem ætla sér víst ekki jafnmikil stórræði og Extol.
Þrátt fyrir þetta áfall ætla hinir þrír meðlimirnir að finna gítarista og halda áfram.

Bloodsimple

Hljómsveitin Bloodsimple hefur gert útgáfusamning við útgáfufyrirtæki Chad Gray (meðlim Mudvayne), en útgáfan hans er undirfyrirtæki Warner Bros. útgáfunnar. Í hljómsveitinni er að finna fyrrum meðlimi Vision of disorder, Downser og Medication). Heimasíða sveitarinnar er www.bloodsimpleband.com

Cannibal Corpse

Jeremy Turner fyrrum liðsmaður dauðarokkaranna í Origin mun fylla skarðið sem Jack Owen skildi eftir sig í CC á dögunum. Ekki er fullvíst hvort hann verði fullgildur meðlimur en spila
mun hann fyrir bandið á uppkomandi túrum og er hann að læra allnokkur lög.