Mánuður: apríl 2004

Bury Your Dead

Tough Guy piltarnir í Bury Your Dead eru nýjasta bandið hjá Victory Records. Áður höfðu þeir gefið út hjá Eulogy Recordings/Alveran Records. Búast má við að frumraun þeirra hjá Victory verði gefin út í október á þessu ári.

Bloodbath

Sænska súperdauðagrúppan Bloodbath mun gefa út plötuna Nightmares Made Flesh síðsumars á Centurymedia. Þar mun Peter Tägtgren (Hypocrisy) hefja frumraun sína með bandinu sem söngvari en áður var það Mikael Åkerfeldt(Opeth) sem kvað upp raust sína. Lögin eru sem hér segir:
01. Outnumbering The Day
02. Year Of The Cadaver Race
03. Draped In Disease
04. Cancer Of The Soul
05. The Ascension
06. Eaten
07. Brave New Hell
08. Stillborn Saviour
09. Feeding The Undead
10. Bastard Son Of God
11. Soul Evisceration
12. Blood Vortex

Hatesphere

Dönsku thrashmetalhausarnir í Hatesphere gefa út sína þriðju plötu Ballet of the Brute þann 7. júní á ítölsku útgáfunni Scarlet Records. Bandið hitar upp fyrir Exodus á Evróputúr þeirra. Lög plötunnar eru:
01. The Beginning And The End
02. Deathtrip
03. Vermin
04. Downward To Nothing
05. Only The Strongest…
06. What I See I Despise
07. Last Cut, Last Head
08. Warhead (feat. INVOCATOR’s Jacob Hansen)
09. Blankeyed
10. 500 Dead People

Meshuggah

Samkvæmt tímaritinu þýska Rock Hard
gefa sænsku tuddarnir í Meshuggah út plötu að nafni Catch 33 þann 11. október á Nuclearblast útgáfunni. Eins og áður hefur komið fram lítur eins lags EP plata dagsins ljós stuttu áður.

Slapshot

Hljómsveitin Slapshot hefur ákveðið að hætta. Hljómsveitin mun samtsem áður túra um evrópu og senda frá sér heila plötu áður en sveitin hættir fyrir fullt og allt. Það er Thorp útgáfan sem gefur út síðasta disk sveitarinnar.

A Perfect Murder

Hljómsveitin A Perfect Murder hefur skellt laginu “Time Bomb” á netið fyrir ykkur til að hlusta á og hvet ég alla til að nota tækifærið að kíkja á heimasíðu sveitarinnar til að hlusta á lagið http://www.xaperfectmurderx.net/ Von er á nýrri plötu frá sveitinni í júlí og er það Victory útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Dillinger Escape Plan

Hljómsveitin Dillinger Escape Plan er þessa dagana að taka upp nýja plötu sem gefin verðu út af Relapse útgáfunni. Platan (sem fengið hefur nafnið “Miss Machine” er tekin upp í bæði Mission og Water music hljóðverinum í new york borg, og er það Steve Evetts sem tekur upp efni sveitarinnar. Búast má við að platan komi í búðir 20. júlí næstkomandi. Meðal laga á nýju plötunni eru:
“Sunshine The Werewolf”
“The Perfect Design”
“50 Volt Phantom”
“Phone Home”
“Panasonic Youth”
“Baby’s First Coffin”
“Bipolar Bear”
“Apollo’s Creed”
“Universal Beauty”
“Troy”

Time In Malta

Hægt er að hlusta á nýtt lag hljómsveitarinnar Time In Malta á heimasíðu Equal Vision útgáfunnar þessa dagana. Lagið heitir Bare witness og er hægt að hlusta á lagið með því að smella hér. Lagið er tekið af plötunni “Alone with Alone” og verðu hún gefin út af Equal Vision útgáfunni 29. júní næstkomandi