Mánuður: febrúar 2004

Taflan í smá pásu.

Tafan verður því miður að fara í nokkra daga pásu vegna mikils álags á allan dordingull.com vefinn. Ekki örvænta því að von er á því að taflan komi upp aftur og þá ætla ég að vona að hún gangi eitthvað betur eftir breytingar.

Þar sem þetta álag á töfluna er svo mikið, hefur allur dordingull.com vefurinn verði af og til niðri. Út af þessu var ákveðið að taka allan vefinn í gegn og því var taflan tekin burt um stundarsakir. Taflan mun samt sem áður opna aftur (óbreytt væntanlega), en einn stór og mikill kostur er við þetta að hún mun síðan (vonandi) ekki hafa áframhaldandi áhrif á restina af dordingull.com vefnum.

Fyrir ykkur sem notendur töflunnar ætti þetta að breyta litlu, en fyrir allar þær hljómsveitir og aðra vefi sem geymdir eru á dordingull.com þá breytir þetta mjög miklu.

Queens of the stone age

Josh Homme aðalmaður hljómsveitarinnar Queens of the stone age hefur ákveðið að losa sig við bassaleikarann Nick Oliveri, en þeir kappar hafa verið að spila saman frá því að þeir voru saman í Kyuss í gamladaga. Sagan segir að Josh hafi fengið sig fullsaddan af ruglinu sem virðist elta Nick Oliveri, en þeir hafa átt eitthvað erfitt í samskiptum síðastliðina 18 mánuði. Nýr bassaleikari sveitarinnar heitir Van Conner, en hann spilaði áður með hljómsveitinni Screaming Trees. Nick Oliveri er ekki sá eini sem skilið hefur við bandið, því að trommuleikarinn Joey Castillo hefur innig sagt skilið við bandið og í hans stað er kminn trommuleikarinn Barrett Martin (sem einnig var áður með screaming trees. Þá eru það hvorki meira né minna en 3 fyrrum meðlimir Screaming Trees í Queens of the stone age, þannig spyrja má hvort að þetta séu endalok QOTSA, eða enduruppgötvun Screaming Trees.

ISIS

Hljómsveitin ISIS er þessa dagana að vinna að nýju efni fyrir sína næstu plötu. Sveitin hefur nuþegar samið 2 lög, en er með nokkur í vinnslu. Bást má við því sveitin fari með 8 eða 9 l-ög í hljóðver, þó svo að það sé með öllu óvíst hvort að öll lögin endi á plötunni. Sveitarmeðlimir segja að nýja efnið sé í beinu framhaldi af þeirra seinustu plötu “Ocianic”, jafnvel með meiri mellódíu, engu að síður ætla þeir að halda “þunga” sveitarinnar áfram svona til að svala rokkaranum í sjálfum sér. Hljómsveitin er tilbúin með nýja boli til sölu fyrir bæði konur og karla, hægt er að nálgast þetta með því að kíkja á vefverslun Hydrahead sem finna má hér: http://www.hydraheadshop.com/

Hljómsveitin ætlar að senda frá sér tónleikadisk núna á næstu mánuðum sem tekinn var upp í San Fransisco, en hljómsveitin var þá á tónleikaferðalagi með Mogwai. Aðdáendur sveitarinnar í Evrópu geta keypt eintak af þessum upptökum í mars mánuði, þegar sveitin heldur til evrópu í smá tónleikaferðalag.

Einnig er von á Remix plötu með lögum sveitarinnar. Til að byrja með verður gefin út 1 diskur, en aðeins mánuði kemur út annars diskur með nánari útfærslum annarra listamanna á lögum sveitarinnar.