Ár: 2003

Katatonia

sænsku drengirnir ætla að fara í lítinn skandinavíutúr í febrúar og vinna að DVD
sem inniheldur hljómleika frá pólsku borginni Kraká frá apríl 2003
Einnig verða 2 óútgefin lög frá síðasta disk Viva Emptiness á mynddisknum

Converge

Búast má við að hljómsveitin Converge haldi í hljóðver í Mars/Apríl á næsta ári til að taka upp nýja plötu. Platan hefur fengið nafnið “You Fail Me” og mun vera gefin út næsta sumar. Ekki er víst hvaða útgáfufyrirtæki mun sjá um að gefa út plötu sveitarinnar.

Zao

Um miðjan næsta mánuð er von á best of disk með hljómsveitinni Zao. Diskurinn hefur fengið nafnið Legendary og verður gefinn út af Solid State útgáfunni. Á disknum verður að finna síðstu 3 lög sveitarinnar sem þeir tóku upp ásamt fyrrum söngvara sveitarinnar Cory Darst á meðan þeir voru á tónleikaferðalagi. Á disknum verða eftirfarandi lög:
01 – “Skin Like Winter”
02 – “5 Year Winter”
03 – “A Fall Farewell”
04 – “Suspend Suspension”
05 – “Walk On By, Walk On Me”
06 – “Ravage Ritual”
07 – “Times Of Separation”
08 – “Savannah”
09 – “The Race Of Standing Still”
10 – “Free The Three”
11 – “Angel Without Wings”
12 – “Ember”
13 – “The Ghost Psalm”
14 – “Trash Can Hands”
15 – “The Icarus Complex”
16 – “One Last Time”
17 – “All Dressed Up (With No Place To Go)”
Í mars má eiga vona á því að Zao haldi í hljóðver á samt nýjum söngvara sveitarinnar Josh Ashworth (áður söngvari Society’s Finest). Nýja plata sveitarinnar hefur fengið nafnið “Burn Beautiful” og verður væntanlega gefin út næsta sumar af Ferret útgáfunni.

Jason Newsted

Jason Newsted hefur sagt skilið við hljómsveit Ozzy Osbourne og hefur ný fyrrunm bassaleikari Rob Zombie, Rob ‘Blasko’ Nicholson, nú tekið við. Ástæaðan fyrir þessu viriðst vera afar einföld, en upphaflega ætlaði hann einugis að spila með sveitinni á einum túr.

Madball

Hardcore kongarnir í Madball eru á leiðinni í smá tónleikaferðalag í lok desember og byrjun janúar. Meðal tónleika sem sveitin mun spila á er heljarinnar hardcore veisla með sveitum á borð við Agnostic Front, Sick of it all, SubZero Hatebreed, Full Blown Chaos, Love is red, Sworn Enemy. To the Grave, With Honor, Chimaira, Stretch Armstrong og fleiri góðum böndum. Í viðbót við þetta þá sendi sveitin frá sér EP plötu fyrir skömmu sem ber nafnið “NYHC”, En snemma á næsta ári er von á því að platan verði gefin út í Bandaríkjunum. Á ep plöutunni verður að finna meira en 20 mín af auka efni sem inniheldur myndbandsupptökur frá upptöku plötunnar í viðbót við viðtöl og fleira. Á plötunni er að finna eftirfarandi lög:
01. For My Enemies
02. Tightrope
03. My Rage
04. Para Mi Gente

Stampin’ Ground

Hljómsveitin Stampin’ Ground myun hita upp fyrir hljómsveitina Arch Enemy á tilvonandi Evróputúr sveitarinnar á næsta ári, en fyrir þá sem ekki vita þá sendi hljómsveitin (og íslands vinirnir) Stampin’ Ground frá sér nýja plötuna “A New Darkness Upon Us” í október síðastliðnum.

Rag Men

Hljómsveitin Rag Men (sem inniheldur fyrrum meðlimi Eartch Crisis og Hatebreed) mun senda frá sér sýna fyrstu plötu á næsta ári. Áætlað er að platan verðu gefin út 17. febrúar af Eulogy útgáfunni.