Mánuður: janúar 2003

Tónleikar í kvöld

Frétt tefin af radiox.is: “Í kvöld verða haldnir dúndur rokktónleikar í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Það eru hljómsveitirnar Mínus og Vínyll sem munu troða upp en húsið mun opna klukkan 20:00. það kostar aðeins 400 krónur inn fyrir nemandafélög MH og MR en 800 fyrir aðra. Vínyll fóru á kostum á Tónlistarverðlaunum Radíó X og Undirtóna í gær og mínus eru að fara spila síðustu tónleikana sína áður en sveitin pakkar sér inní stúdíó til að taka upp sína þriðju breiðskífu. Allir eru velkomnir í kvöld, endilega látið sjá ykkur.

Tónlistarverðlaun RadioX og Undirtónar

Í gær voru haldin fyrstu Tónlistarverðlaun RadioX og Undirtónar og var hátíðinni sjónvarpað á PoppTíVí. Hljómsveitirnar Brain Police og Quarashi komu sáu og sigruðu, en hérna að neðan má sjá lista þeirra sem unnu til verðlauna á hátíðinni:

Hljómsveit ársins 2002 – Quarashi
Myndband ársins – Stick ‘Em Up (Quarashi)
Plöta ársins – Jinx (Quarashi)
Lag ársins “Jacuzzi Suzy” – Brain Police
Bjartasta vonin – Brain Police
Söngvari ársins – Jens Ólafsson (Brain Police)
HippHopp plata ársins – Þú skuldar (XXX Rottweiler)
Besta HippHopplagið – Atvinnukrimmi (Móri)
Rappari Ársins – Móri
Plötusnúður Ársins – DJ Sóley
Raftónlist ársins: Gus Gus
Heiðursverðlaun hátíðarinnar: Þossi
viðburður ársins 2002: Iceland Airwaves

Control denied plata verður kláruð

móðir Chuck Schuldiner , Jane Schuldiner, sagði á heimsíðu bandsins að platan “When Machine And Man Collide” verði útgefin. Eftirlifandi meðlimirnir Steve DiGiorgio (bass), Tim Aymar (vocals), Shannon Hamm (guitar) and Richard Christy (drums) klára verkið á næstu mánuðum.

sagði móðir hans meðal annars þetta:

“Yes, the album is very definitely going to be released. As far as I’m concerned, this is the most important album ever. When I pleaded with Chuck to not play so long and hard, to rest more, he told me how important it was for him to keep on, to do his very best, and at times he struggled but he kept going.

Heimsþorp tónleikar

Heimsþorp – samtök gegn kynþáttafordómum standa fyrir tónleikum (4. febrúar næstkomandi) undir yfirskriftinni Rísum ofar rasisma. Fjöldamargar hljómsveitir leiða þar saman hesta sína í þágu góðs málefnis sem mikil þörf er á að vera vakandi yfir. Heimsþorp eru samtök sem trúa að samfélagi án kynþáttafordóma muni vegna betur. Samtökin hafa verið starfandi síðan í maí 2001 og beita sér einna helst fyrir jákvæðri umræðu um fjölmenningarlegt samfélag. Tónleikarnir hefjast kl. 19:00 á Gauk á stöng. Það er frír aðgangur og ekkert aldurstakmark. Fram koma Maus, Stjörnukisi, Forgotten Lores, Vígspá, Dys, Innvortis og Dáðadrengir, sem sagt, -eitthvað fyrir alla. Einnig verða gefins Heimsþorpsbolir meðan birgðir endast. Tónleikana styrkja Gaukur á stöng, Edda, Skífan, Jómfrúin, Hitt húsið, Mál og menning, Flytjandi, Casa grande og On rush design.

Friday night rawk show

Á föstudagskvöldið næsta verða haldnir rokktónleikar dauðans í Norðurkjallara Mentaskólans við Hamrahlíð. Þá munu hljómsveitirnar Vínyll og Mínus leiða saman hesta sína og spila fyrir rokkþyrsta menntskælinga. Vínyll þykir eitt heitasta rokkbandið á klakanum í dag og eru flestir spekingar sammála því að nú sé bara tímaspursmál hvenær erlendir útgefendur taki sveitina á sína arma. Mínus er nú þegar orðið númer í neðanjarðar rokkbransanum erlendis og mun sveitin nú halda í stúdíó í byrjun febrúar til þess að taka upp aðra breiðskífu sína fyrir útgáfurisann Victory Records.

be there or die

Dynamo í ár.

Komið hefur í ljós að Dynamo hátíðin verður ekki haldin núna í ár. Þrátt fyrir að hátíðarhaldarar hafi fundið framtíðar stað fyrir hátíðina, má búast við að hátíðin verði ekki haldin fyrr en á næsta ári. Ástæðan eru ný Evrópulög sem tefja fyrir hátíðíum sem þessum með aukni skriffinsku. Hátíðarhaldarar segja fólki ekki að örvænta því að von er á heljarinnar hátíð árið 2004.

Cataract

Eftir smá pásu í lok nýliðins árs er hljómsveitin Cataract komin á fullt aftur. Von er á að sveitin gefi út nýjan disk 25. mars næstkomandi og er það Lifeforce Records útgáfan sem gefur út disk sveitarinnar. Á disknum verður að finna 11 lög (meira en 40 mínútur) af eðal tónlist. Diskurinn verður einnig gefinn út í sérstakri pappa hulsturs útgáfu (digipack) sem er mun eigulegri gripur fyrir safnaranana. Von er á að sveitin fari í heljarinnar tónleikaferðalag í sumar þar sem sveitin spilar með böndum á borð við Liar.

Manowar

Stríðsmennirnir í Manowar hafa heldur betur slegið í gegn í Þýskalandi. Sveitin hefur selt meira en 150.000 eintök af nýjustu plötu sinni “Warriors Of The World”, en fyrir það fær sveitin Gullplötu.

Machine Head

Hljómsveitin Machine Head er farin að vinna að sinni næstu plötu. Seinasta plata sveitarinnar “Supercharger” fékk mjög misjafna dóma, en sveitin lofar breytingu að þessu sinni. Söngvari sveitarinnar Robb Flynn lét eftirfarandi flakka á spjallrás sveitarinnar:

“Off the top of my head, [there are about three new songs that are] not thrash-fast, but hardcore-fast — [in other words] slower. Some songs have fast parts, [but] most are mid-paced with a lot of changes. [There are] no ‘Blood For Blood’s or ‘Struck A Nerve’s, and our opinion is that those two are the benchmarks. Unless we write a song that SEVERELY BEATS those two, that type of song won’t make the final cut.”

Áður en að þessu verður mun sveitin senda frá sér tónleikaplötu sem fengið hefur nafnið “Hellalive” og verður hún gefin út 11. mars næstkomandi.