Ár: 2002

FB Undirgrund

7. nóvember 2002, Undirheimar FB

Molesting Mr. Bob, Spildog, Sólstafir, Andlát, Klink

Kvöldið hjá mér hófst á því að leita af þessum stað. Ég fór í FB því einu upplýsingarnar sem ég hafði var nafn skólans. Ég og tveir félagar mínir gengum hring í kringum skólann en fundum ekkert. Þangað til að okkur var sagt að þetta væri undir sundlauginni. Við drifum okkur þangað og héldum að tónleikarnir væru löngu byrjaðir (og hefðu átt að vera það skv. skipulagi) en þeim hafði, sem betur fer fyrir okkur, verið frestað all mikið. Svo beið maður bara eftir að kvöldið hæfist og hékk og spjallaði við fólk þangað til.

Svo kom stóra stundin: okkur var hleypt inn í salinn. Stuttu seinna hófust svo herlegheitin. Molesting Mr. Bob hófu tónleikana. Ég er svo nýr í senunni að ég hafði ekki heyrt í þeim áður og var því mjög spenntur. Þeir spila pönkað noise-core og gera það bara stórkostlega vel. Synd og skömm að þeir hafi þurft að spila við þessa byrjunarstemningu, þar sem enginn er pytturinn þar sem allir eru bara að reyna að koma sér inn í þetta, því þeir spila mjög “mosh-hæfa” tónlist. Eitt af betri böndum Íslandi að mínu mati. Næstir í röðinni voru svo Spildog. Ég hef alveg með endemum gaman af þessum gaurum. Þeir spila screamo með mikla áherslu á emo. Vegna þess að þeir eru ávallt frekar lengi að stilla upp öllu draslinu, tók söngvarinn lagið svo áhorfendur þyrftu ekki að bíða. Þetta lag fannst mér alveg frábært, en hugsaði með mér að einhverjum harðhausunum hefði verið nóg boðið, þar sem þetta var mjög rólegt og poppað emo, en fagnaðarlætin eftir lagið sýndu fram á annað. Loksins byrjuðu þeir svo. Og spiluðu alveg endalaust frábæra músík. Það var líka gaman að sjá fólk mosha við rólegu kaflana hjá þeim. Mjög skemmtilegt. Á eftir Spildog komu svo Sólstafir. Sólstafir spila heavy-metal (ég hætti mér ekki út í nánari skilgreiningar, enda þarf þess ekkert) og gera það bar andskoti vel. Þeir nú samt ekkert tónleikaband þannig að margir moshararnir virtust hafa farið út að viðra sig þegar þeir stigu á svið. Ég settist niður fyrri hluta prógramsins og slappaði af við ljúfa tónana þeirra. Svo tékkaði ég á sviðsframkomunni seinna. Andlát voru næstir. Þetta death- metal-core band hefur spilað sig inn í hjörtu margra landsmanna og myndaðist því hin fínasta stemning, enda frábært band á ferð. Þeir voru mjög þéttir og stórskemmtilegir allan tíman. Og síðast en ekki síst steig svo á sviðið, hljómsveitin Klink. Klink spila NOISE-core, yfirfullt af brjálæði. Þessi hljómsveit er, að mínu mati, algjör snilld, þeir hafa aldrei klikkað í minni viðurvist. Þeir áttu í miklum tæknilegum örðuleikum, held að það hafi eitthvað verið að trommunum eða eitthvað. Það olli því að þeir kláruðu ekki sum lög heyrðist mér. Þrátt fyrir það fannst mér þeir all- svakalegir, enda þarf mun meira en einhverja tæknilega örðuleika til að buga þetta band. Ég dillaði mér mjög mikið við yndisfagra tóna þeirra, þrátt fyrir að stemningin væri ekki upp á sitt besta.

Þar með var þessum tónleikum lokið, og ég fór heim með bros á vör eftir frábæra tónleika.

Fannar öXe

Peace ´cor

11. september 2002, MH

Changer, Andlát, Snafu, DYS, I adapt

Það er ekki oft sem maður er það heppinn að geta séð jafn góða tónleika og þessa. Enda fjölbreytt lið fólks í stíl við þá hljómsveitir sem voru á tónleikunum. Ekki byrjaði þetta vel, þar sem seinkun varð á tónleikunum vegna skipulagsvandræða, en það reddaðist. Fyrstir á svið voru metahausarnir í Changer. Ég hef ekki séð changer spila í langan tíma og einhvernvegin voru þeir allt öðruvísi en ég átti von á. Sveitin var ekki jafn þétt og þegar ég sá hana seinast, en ég held samt að það hafi verið vanstillingar hjá hljóðmanni eða eitthvað álíka. Lögin hafði ég heldur aldrei heyrt og er sveitin að mínu mati að spila mun fjölbreyttari tónlist í dag en hún gerði áður. Þetta var ágætis byrjun á tónleikum, og þrátt fyrir að þetta var fyrsta band var komin smá hreyfing á pittinn. Næstir á svið voru dauðarokkararnir í Andlát. Enn er þetta hljómsveit sem ég hef ekki séð í langan tíma á tónleikum, en þvílíkur kraftur. Sveitin hefur örugglega aldrei verið betri, enda hljóðfæraskipan sveitarinnar betri en nokkurtíman áður. Siggi orðinn mun betri öskrari og sveitin ofur þétt og bara helvíti góð. Það er gaman að sjá hveru mikil þróun hefur orðið á þessarri sveit, og er alveg víst að ég bíð spenntur eftir næstu tónleikum sveitarinnar. Fólkið í salnum var alveg að trillast og er augljóst að krakkarnir eru að fíla metall! 3. band kvöldsins, Snafu, er ein besta hljómsveit sem ég veit um, ég bara fæ ekki leið á því að sjá bandið spila. Laga val sveitarinnar að þessu sinni var alveg einstaklega góð og var frábært að heyra meistara stykki eins og Web of Penelope og Sub Rosa. Allt sett sveitarinnar var með því betra sem ég hef séð frá þeim. Það var gaman að heyra í fólkinu í salnum þegar söng kafli Armchair Critic var í gangi, og var greinilegt að fólk kunni textann. Hljómsveitin DYS var næst á sviðið og kom hún mér skemmtilega á óvart. Þetta voru fyrstu tónleikarnir sem ég sé með bandinu og minnti sveitin mig á köflum á Cyco Miko (en það er nafn sólóverkefnis söngvara Suicidal Tendencies). Lög sveitarinnar glöddu mig mjög og var gaman að heyra hversu skemmtilega samansett lög sveitarinnar voru, skemmtilegt “groove” í gangi. Til að toppa þessa líka fínu tónleika var hljómsveitin I adapt, sem er að mínu mati (og margra annarra) besta tónleika sveit landsins. Það er ótúlega gaman að sjá þetta band spila og ekki er verra að sjá áhrifin sem sveitin hefur á fólkið sem þeir spila fyrir. Aðdáendur sveitarinnar voru að skemmta sér sem best, en því miður varð afskipti umsjónarmanna tónleikanna að eyðileggja smá af því gamani með því að banna fólki að fara upp á svið. Þetta var fínt kvöld og ég vona að það verði fleiri svona góðir tónleikar í bráð.

Valli

Peace´cor í Norðurkjallara 11. sept 2002

11. sept 2002

Andlát, Changer, Snafu, DYS, I adapt

Tónleikarnir í gærkvöldi voru alveg hreint brillíant! Ég var á dálitlum bömmer því ég var að vinna til klukkan 9 en tónleikarnir áttu að byrja klukkan 8. Ég fór með tveimur vinkonum mínum sem aldrei höfðu farið á hardcor tónleika og hlakkaði ég mikið til að sjá svipinn á þeim.
vinkona1: -ætti ég kannski að skilja lopapeysuna eftir í
bílnum?
ég: -…já.
Við borguðum okkur inn í Norðurkjallara og komumst í 1. að því að það var að verða uppselt og í 2. lagi að tónleikarnir voru nýbyrjaðir, þ.e. klukkan 9!
Við sáum rétt í lokinn á Changer og hitinn í kjallaranum var ótrúlegur. Við fórum út að safna lofti og skoða fólkið… nóg af því.
Næstir á svið voru strákarnir í Andlát. Mér fannst þeir massagóðir og í fyrsta skipti fengur vinkonurnar að sjá moshpitt 🙂 Ég meira að segja hætti mér út í hann og skemmti mér mjög vel.
Þegar Snafú hófu leik komst ég að því að þeir eru miklu betri en mig minnti, líklegast tónlistasmekkurinn minn að breytast. Þess má geta að orðið Snafú-fans er samhverfa :)Það sem mér þótti svo magnað við þessa tilteknu tónleika var það að á þeim voru fatlaðir einstaklingar, og ég hef aldrei upplifað jafn mikla gleði! Þetta fólk var að skemmta sér konunglega! Lifi rokkið!!
Seinast þegar ég sá DYS á sviði var á Gauknum. Botnleðja var að spila nýtt efni en DYS og Brainpolice voru að hita upp. Þangað fór ég einmitt með þessum sömu vinkonum mínum ásamt fleirum þar fengu þeir ekki góðar undirtektir og voru félagar mínir sammála um að þetta væri léleg hljómsveit. Ég aftur á móti vildi meina að samkoman væri ekki á réttum skala fyrir DYS, þetta sannaðist í gær. Við fengum að sjá sömu hljómsveitina verða að góðri hljómsveit með rétta crowdinu.
Svo ætlaði allt um koll að keyra þegar I adapt hófu undurfagran leik sinn 😉 Villi talíbani, Birkir skemmtilegi og restin af bandinu náðu að mynda alveg magnaða stemningu! Ég hef aldrei séð annað eins:
Birkir: -endilega komiði nær sviðinu, það er svo miklu heimilislegra!
Birkir, nokkrum lögum seinna: -það eru vinsamleg tilmæli frá tónleikahöldurum að þið komið ekki upp á svið…
Það var rosaleg stemning! Nú er bara að sjá hvort þeir verði ekki stærri en Björk 🙂
Að tónleikunum loknum fór ég heim, lagðist á koddann og hlustaði á suðið í eyrunum á mér.

Liljan

lig@mmedia.is

Liljan

Wacken 2002

N-Þýskaland 1-3 ágúst

Borknagar, Bruce Dickinsson, Destruction, Children of Bodom,Blind Guardian,CannibalCorpse, Tom Angelripper,Immortal, Hypocrisy, My Dying bride… o.fl.

Við komum úr sitt hvorri áttinni, við 5 sem vorum saman; frá Köben,Berlín, Hamborg & Suður- Þýskalandi og mæltum okkur einhvern veginn mót. tjölduðum á ysta tjaldsvæðinu út í rassgati sem er korters ganga frá tónleikasvæðinu. Annar hópur af Íslendingum var líka á svæðinu, þannig að kannski voru um 10 Íslendingar þarna.

Fyrsta kvöldið (fimmtudag) breyttist festival-svæðið í einn stóran og sleipan leðjupyt eftir rigningar. Þetta ástand entist frammá miðjan föstudag( ég kom um hádegi) þegar sólin fór blessunarlega að skína og þurrkaðist drullan smám saman í mjúkan, svampkenndan leir. Hálmi var stráð yfir ört þverrandi drulluna en vinsælt var að kasta honum í loftið á tónleikum.

FÖSTUDAGUR 2 Ágúst

um kl.14
fyrst var farið í WET-stage sem er inní tjaldi og er minnsta sviðið.

Withering surface ****
danskt melódískt death metal var þar á ferð skemmtilegt & söngvarinn var algjör bolabítur. Hann talaði bara á dönsku við fólkið( kannski bara afþví hann sá danska fánann..) & gæti hafa sagt e-ð á þessa leið “sgu vi ikke få södmælk i kaffeeet, forhelvede !” aðal-gítarleikarinn var mjög flinkur. Tóku mörg lög af “Walking on Phantom ice” sem er góð skífa.

svo var haldið á risasviðið sem er tvöfalt: Black stage og Truemetal stage

Dying Fetus ****
Eitt intensífasta showið á hátíðinni: mikið um öskur, hraðabreytingar og dúndur-riff. Algjört kaos… en samt skipulagður hávaði. það var ómögulegt ekki að dilla hausnum! Flinkir öfgametal-kanar…

Borknagar *****
Þeirra músík er erfitt að framkvæma live. En þeim tókst það! þetta eru atvinnumenn og vita hvað þeir eru að gera! mikill samsuða af ólíkum tónstílum. Samt var ég hálfóánægður með hljóðið til að byrja með; alltof lágir gítarar.
Söngvarinn Vintersorg var allt í öllu! hvatti áhorfendur þegar allt virtist dauft. frábær skipti hjá honum yfir í Black og clean rödd. Gömlu lögin þeirra komu mjög vel út í hans flutningi
lagalistinn innihélt m.a.: “Genuine pulse, Gods of my world,Ruins of the future, Colossus, Oceans rise, Ad Noctem ”

Megaherz ****
Ekki var ég viðstaddur en þetta ku hafa verið mjög áhugavert band og gott andrúmsloft á gigginu. Ekki allsendis ólíkt Rammstein, grand viðlög en kannski meira um techno áhrif. Varla þarf að minnast á að þeir syngja á þýsku. Þeir spiluðu á Party-stage.

Destruction *****
við komum aðeins of seint á þessa en þegar við komum ruddumst við fremst og fórum hamförum Vési(motorhedfan) bjó til moshpitt upp úr þurru en fáir þorðu í hann og hans gadda. Síðan hjálpuðumst við að lyfta hver öðrum upp í crowdsörf oftar en einu sinni! Ég hitti Spánverja sem ég þekki fyrir hreina tilviljun. Honum fannst við vera dýrvitlausir! Bandið sjálft er rosalegt :class A speed metal!! Hvernig í andsk. geta 3 menn gert svona mikinn hávaða?! & hver efast um lagaheiti eins og ‘The Butcher Strikes Back’? Bandið ætlar að gefa út myndband af þessum svakatónleikunum

Bruce Dickinson ****
Það er undravert hvernig þessi maður á fimmtugsaldri getur hlaupið fram og aftur hægri vinstri í 1 & 1/2 tíma, vælandi eins og brunabjalla. Gaman að fylgast með kempunni sem tók meiraðsegja nokkur Iron Maiden lög t.d. “Revelations” “Ghost Of the Navigator” & “Powerslave”. og svo Tom Jones lagið Delilah!” samt var mest um sóló stöffið eins og “Tattooed Millionaire”

Children of Bodom *****
skollið var á myrkur þegar hér var komið við sögu og viðeigandi fyrir þessa súper-flinku Finna sem spila melodiskt- teknískt-death-metal og skipa Hljóðfæraleikara sem eru ekki hægt! mörg lög tekin af hinni frábæru plötu “Follow the reaper”= Bodom after midnight, Hate me! Kissing the Shadows, Every time I die og eldri lög t.d. “lake Bodom”
frábærir tónleikar.

My Dying Bride ****
það verður ekki annað sagt en að þeir eru mjög flottir á sviði. Drungalegir voru þessir ensku doom/gloom/death metal risar því þeir virtust vera 3 metrar á hæð uppi á sviðinu! bandið er eins og Jekyll og Hyde með þunglamalega parta hins vegar og dauðarokksparta annars vegar.
það eina sem ég hef að setja út á sveitina að þeir geta verið dálítið langdregnir, stundum er bara #gling,glong# í 5 mínútur og þá byrjar lagið fyrir alvöru!
lagalisti = My Hope The Destroyer ,The Cry of Mankind,She is the Dark,The Raven and the Rose,Turn Loose the Swans,The Return to the Beautiful,The Dreadful Hours

J.B.O. **1/2
The James Blast Orchestra þýskt ‘party metal’ band. Gott til að byrja með en ekkert sérstaklega frumlegt, spilar ábreiður m.a. með Britney Spears & ABBA, Enter Sandman á þýsku. Fyndið fyrst en verður leiðinlegt.

Candlemass ** gamalt sænskt Doom-metal, fengum leið á þeim mjöög fljótt

In extremo
þýskt miðaldametal, missti sjálfur af þeim en samkvæmt heimildum tóku þeir “Krummi svaf í klettagjá” á íslensku! þeir syngja á hinum ýmsum tungumálum og eru með sekkjapípu innanbands

LAUGARDAGUR

rétt fyrir 11 spiluðu
Criminal ****
sem er death-Trash metall frá Chile. Minnir nokkuð á Sepultura(Chaos AD-era) þeir komu virkilega á óvart! gnægð af chuggy-chuggy-riffum. Synd að það var illa mætt.

Evergrey****
sænskt prog-metal. fyrst vorru vandræði með hljóðið en það lagaðist fljótt. Þeir eiga margbreytileg lög og notkun hljómborðs kryddar lagasmíðarnar. Söngvarinn er með ráma og blúsaða rödd, hann kom vel út en ég hafði ekkert sérstakar mætur á honum áður fyrr.

Amon Amarth ***
kraftmikið víkinga metal. kannski of kraftmikið þannig að það hljómar einhæft til lengdar, samt fín afþreying…

Kalmah ****1/2
Þeir eru hluti af NWOFMDM (New Wave Of Finnish Melodic Death Metal!)Sambærilegir við Children of Bodom en hraðari & öfgafyllri, einkum söngurinn. Ég hafði einkar gaman að laginu “Principal hero!” (Mindless zero!) frábær frammistaða af melódísku extreme-metal

Nuclear Assault **
old school speed metal, aðrir virtust hafa meira gaman þessu en við þannig að við hypjaðum okkur fljótt

Falconer *****
blanda af folk-músik & powermetal. ég dýrka þetta band allavega! Söngvarinn er með mjög mjúka rödd og aðal gítarleikarinn hefur næmt eyra fyrir melódíu í sólóum sínum þetta var mikil stemning! sprautað var vatni á áhorfendur sem sungu með í mörgum viðlögum eitt skemmtilegasta lagið var Mindtraveler… (jájá ég veit að þetta hljómar gay!)

Immortal ****
náði í endann á þeim, virkuðu rosa evil & meiköppið sást langt að veit ekki alveg nóg um bandið en skilst að m.a. lögin Tyrant & Sons of northern darkness voru spiluð Mér finnst samt eitthvað skrýtið við það að horfá Blackmetal í sólskini, hefði fílað það betur í rökkri ágætasta afþreying. hef svosem ekkert meira um það að segja

Hypocrisy ****
þá voru það svenska döderokks-kungarna sem sérhæfa sig í tónlist um geimveru-brottnám
Þeir spiluðu auðvitað Final Chapter + nýtt & gamalt Foringinn Peter Tägtgren var ánægður með viðtökur og kvaðst djúpt snortinn að fólk nennti enn að styðja við bakið á þeim. ég er enginn megafan en þeir eru vissulega góðir. samt fór ég þegar þriðjungur var eftir, já sveiattann en varð að komast í hraðbanka!

Suidakra ***** & Mörk Gryning ****
þessi tvö bönd léku þjóðlegt black metal í Wet-stage. topp efni hér á ferð; fyrra bandið er þýskt en hitt sænskt

Cannibal Corpse ****
algjör klikkun,nokkrir Íslendinga í moshpitti og crowdsörfi, gítarsólóin voru geekkkt hröð & Corpsegrinder hljómaði eins og barkakýlið hefði verið barið uppí kjaft “this one’s dedicated to the ladies: Fucked with a knife!! af einhverjum ástæðum mega þeir ekki spila elsta efnið sitt í Þýskalandi sem er bara vitleysa! þarna var líka skoppandi risasundbolti..sælla minninga

Blind Guardian ****
Power metal eins og það gerist best. rífandi stemning. ljósasýning og flugeldar og það troðið að maður komst ekki áfram þótt maður væri 30 metra frá sviðinu!
Eins færir og bandið sjálft er í sínu eru 2 tímar bara fyrir allra hörðustu áhangendur. Þeir eiga nokkur stórgóð lög eins og“Into the storm”,“Mirror, mirror”, ”“Script for my requiem”, Nightfall… en sumt er bara “filler” Þannig að við fórum eftir hálft showið

Kreator ****1/2
thrash metal konungar Þýskalands. Vorum mættir framarlega og skemmtum okkur vel. Þeir spiluðu því miður aðeins í 3 korter og stóðu sig með afburðum lög af nýju plötunni = “Violent Revolution” “All of the same blood”,“Servant in heaven, king in hell”, gömul lög fengu að sjálfssögðu að hljóma t.a.m.“Extreme Agression” & “Pleasure to kill”

Green Carnation ***
Við nenntum varla að líta á þennan fyrrverandi Emperor kall spila ambient-melodic-symphonic-dark eitthvað. orðnir þreyttir í fótunum og svangir

U.D.O. ****
Óvænt uppákoma hér á ferð hjá Accept söngvarinn Udo Dirkschneider sem er eins konar svar Þjóðverja við Rob Halford. hann lítur út eins og áttræður maður en öskrar með eindæmum! hlustuðum aðallega á hann sitjandi og étandi í góðu chilli meðan “Balls to the Wall” og “Metalheart” héltu stuðinu lifandi

Onkel Tom Angelripper *****
klukkan var orðin rúmlega 2 að nóttu þegar Onkel Tom byrjaði ( söngvari thrashbandsins Sodom). Við mættum mjög tímanlega og allra fremst því við erum miklir aðdáendur þessa manns sem tekur klassísk þýsk drykkjulög og setur þau í thrash metal búning. Þvílík Snilld! Brátt varð mjög troðið og allt morandi í crowdsörfi. fólk öskraði milli laga á “Frei Bier” það var ekki vandamál fyrir Onkelinn sem varpaði dósum til áhorfenda. þegar líða tók á tónleikana varð sviðið að stóru teiti: troðið af 50 manns dansandi og drekkandi með hljómsveitinni! lagalistinn innhélt m.a.“Immer wenn ich traurig bin”,“In München steht ein Hoffbrauhaus”, “Schnaps das war sein letzte Word”, Trink! Brüderlein Trink! Bier her,Bier her…

önnur skemmtun:

oft vorum við að týnast og hittast fyrir tilviljun, vonandi að Gemsinn yrði ekki batteríslaus.
Á tjaldsvæðinu var fenginn sopi með Þjóðverjum og Svíum og bullað í þeim

ekki má gleyma:

-Metalmarkaðnum sem var stærri sem aldrei fyrr, reglulega tróðu upp stripparar þar!
-Bjórgarðinum Paulaner Biergarten, þar sem setið var að sumbli.
-mat eins og Víkingaborgurumr, Hunangsmiði í Drykkjarhorni!

Þetta var hörkufjör og gaf hátíðinni í fyrra lítið eftir.

Bessi = Berserkur
(með aðstoð Vésteins = motorheadfan)

Bessi & Vésteinn

Slayer

Madrid, Amfiteatro de Leganés 11. júli

Slayer,Narco,Hora zulu

Fór með vini mínum Pablo í úthverfi Madrid í hálfskrýtið útileikhús með bratta steinpalla/tröppur og blómapotta fyrir framan sviðið.

Lókal upphitunarböndin fengu um 40mínútur hver.

Hora zulu, ungt rapmetalband frá Andalúsíu hóf leikinn, með skratzara, og söngvara sem rappaði 20 orð á sekúndu. Ekki alslæmt; nokkur góð riff og hraðar trommur, áhorfendur sátu samt sem fastast. Tóku þeir m.a. slagarann “Andaluz de nacimiento”

Að því loknu komu Narco; með rosalega dimmraddaðan og massaðan söngvara, spiluðu þeir einskonar rap- grindcore, nokkuð skemmtilegt. Lögin “La puta policia” & “la cucaracha” voru grípandi.

Eftir dágóða bið hlupu Kóngarnir í lemjimálminum skyndilega á svið. Þeir spiluðu í um 1 og hálfan tíma

Ég skrifaði flest niður það sem þeir spiluðu en týndi mér stundum í trylltum dansi…set þetta krónólógíska tímaröð:

af eldgamla efninu tóku þeir allavega “Die by the sword” & “Hell awaits”

Kerry King var með hökuskeggið vafið í teygju, skemmtilega töff hreyfingar hjá kallinum.
Tom Araya gantaðist við áhorfendur og benti á þann sem var brjálaðastur hvert skipti. Hann hefur grennst, en hann var með bumbu fyrir nokkru, og ójá maðurinn getur öskrað eins og honum einum er lagið… og haldið “ræðu” sem var eitthvað á þessa leið: there are many ways to achieve death…there are many ways to devastate one´s soul… með grimmdarröddu

af massaskífunni þekktu var “Postmortem“, að sjálfsögðu “Raining Blood” og “Angel of death” framreitt af einskærri eðalmennsku

af samnefndri plötu var “South of heaven” & “Mandatory suicide” látin líta dagsins ljós

og af þeirri flögu sem kemst ansi nálægt því að vera uppáhalds Slayer platan mín var boðið uppá:
“War ensemble“( djöfull var slammað þá)!,“Born of fire“, “Dead skin mask“,“Spirit in black”
Var ég óviðbúinn því “Seasons in the abyss” væri tekið… en viti menn!

tóku eitt lag af Divine intervention, minnir að það hafi verið “Mind control”

af Diabolusinum var hið grípandi “Stain of mind” látið fóðra eyrað

af nýju plötunni komu eftirfarandi ballöður “Disciple“
( fyrsta lagið sem þeir tóku),“God sent death“ “Treshold“,“Exile“,“Bloodline“, “Payback” (bjóst varla við því brjálæði heldur)

eitt sinn komst einn vitleysingur á sviðið og dillaði sínum afturenda en honum var umsvifalaust vísað burt

Þakkað var undir lokin þeim 1500 sem komu, Dave Lombardo með þessa fínu derhúfu henti trommukjuðum og King/Hanneman köstuðu ótal gítarnöglum í mannhafið.
Stórvel gert hjá gömlu kempunum í alla staði þó að stemningin og hefði mátt vera eilítið betri og ef fleiri hefðu látið sjá sig. .. afhverju er ég samt að kvarta?

Bessi

Strife í London

The Garage, London 30. júní 2002

Strife, Skarhead, Incoherence

Við mættum snemma til að redda okkur miða á tónleikana. Það var gott að mæta snemma því að þá fékk maður góðan tíma til að kíkja á distro og svoleiðis. Það er alltaf gaman að koma á tónleika sem eru að selja eitthvað cool efni. Hljómsveitirnar sjálfar voru að því í þetta skipti og var það enginn annar en söngvari Strife Rick Rodney sem var einn að selja boli og peysur fyrir hönd bandins, seinna komu Skarhead liðarnir með sitt efni. Incoherence voru á svæðinu einnig að selja boli og diska.

Fyrstir á viðið voru Bretarnir í Incoherence. Þetta er að ég held í 4 eða 5 skiptið sem ég sé bandið, sem er ekkert nema gott. Bandið spilar metal blandað hardcore sem minnir mann á köflum á Shelter en aftur á móti koma nokkrir harðir metal kaflar inn sem heilla mig persónulega mest. Hljómsveitin stóð sig afar vel þetta kvöldið, og ekki er verra að hafa svona gott sound eins og mér fannst vera þarna inni. Verst var hvað liðið á tónleikunum var lítið að hreifa sig, en ætli fólk hafi ekki verið að slappa af fyrir hin böndin.

Næstir á svið voru New York búarnir í Skarhead. Ég hlustaði einu sinni helvíti mikið á diskinn þeirra Kings At Crime, enda eðal gripur fyrir alla þá sem fíla óld skúl jaawk hadko. Það var óskup fyndið að hlusta á introið þeirra þegar bandið steig á svið. Eitthvað jesúlag sem var helvíti fyndið. Það kom mér skemmtilega á óvart að fyrrum bassaleikari Madball var kominn í bandið og gladdi það mig alveg ákvaflega mikið. HOYA er maðurinn!! Ég held að ég hafi aldrei séð band skemmta sér jafn mikið á sviði og þetta band, það var bara rosalega gaman að horfa á þá. Lord Ezec og Myke 9 voru helvíti góðir og fíla ég þá röddina í Lord Ezec alveg einstaklega mikið. Þeir voru mikið að gríanst í hvorum öðrum og fengu alla á svæðinu til að öskra á HoYA að fá madball aftur saman. Ég tók að sjálfsögðu vel undir í þeim öskrum. “20.000 $” var víst svarið þeirra.. Þeir komu mér virkilega á óvart og voru þrusu góðir.

Strife voru næstir á svið. Shit. Ég hef haldið upp á þetta band í þó nokkurn tíma núna og var því alveg frábært að fá að sjá þá spila. Ég hef lengi talið að það sé oftast betra að sjá band spila á tónleikum í staðinn fyrir á festivali. Nálægðin og samskiptin við bandið eru oftast meiri og bara tilfinningin fyrir því að flestir (ef ekki allir) eru einmitt þarna til að sjá bara þetta band. Það var mikil orka í loftinu þegar þeir hljómar sveitarinnar byrjuðu. Hvílíkur kraftur! Ef þessi hljómsveit er ekki hardcore þá veit ég ekki hvað. Inn á milli laga kvatti söngvari sveitarinnar Rick Rodney til Samheldni innan senunnr, þar sem það skipti ekki máli hvaðan við vorum komin, við gætum alltaf fundið eitthvað sameignlegt. Það var augljóst að bandið var að skemmta sér vel, enda öskruðu meðlimir bandins á milli laga “you guy’s are awsome!” “best gig on this tour” ofl. Ég hafði mikið álit á bandinu þegar ég fór á tónleikana en núna hefur það aukist til muna. Það var eitt nýtt lag (held ég) sem ég heyrði þarna og var það vægast brjálað. Það byrjaði með vélbyssu hljóm sem síðan fékk undirspil frá restinni af bandinu. Brjálað. Þetta voru góðir tónleikar. Rispan á andlitinu á mér var vel þess virði að hafa upplifað þessa einstöku tónleika.

Valli

Hatebreed

The Garage – 24. júní 2002

Hatebreed, Stampin’ Ground, Knuckledust

Eftir mikið vesen að redda miða á tónleikana gat maður loksins slappað af og undirbúið sig fyrir kvöldið. Við Lísa mættum snemma og komum við í distroinu og keyptum ýmislegt dót af liðinu. Klukkan 20:00 steig fyrsta band kvöldins á sviðið. Hljómsveitinni Knuckledust var bætt við á síðustu stundu við þessa tónleika, og er þetta örugglega meðal hörðustu tónleika sem ég hef farið á. Knuckledust spila hart metalblandað hardcore með hálf-geltandi öskri söngvarnas. Mér finnst gítarleikari bandins ansi skemmtilegur á sviði, enda alltaf brosandi og í góðu skapi. Bandið er helvíti fínt, en þetta er toughguy core frá helvíti og frá fyrstu nótu myndaðist brjálaður pittur sem ég ákvað að halda mér frá um sinn.

Næstir á svið eftir frekar langa pásu frá spileríu voru íslandsvinirnir í Stampin’ Ground. Ég á erfitt með að líta á þetta band sem hardcore band því að þetta er bara pjúra metall! Fyrstu tvö lögin hefðu þessvegna verið gömul slayer coverlög spiluð á gríðarlegum hraða. Trommari sveitarinnar var alveg að brillera, enda hraðinn alveg brjálaður. Ég held að þetta hafi verið ný lög. Eftir þetta var komið að Officer Down, sem er lag sem allir virðast þekkja alveg helvíti vel. Í miðju lagi var allt stoppað þar sem það var slagur í pittinum.. Bandið sagði öllum að hætta og að vera ekki með þetta rugl, því að þetta væri niðrandi helvíti sem eigi ekki að sjást á hardcore tónleikum. Fólk er þarna til að skemma sér, ekki til að vera með einhverja aula stæla. Hljómsveitin var mun þyngri en ég hef séð þá áður, þannig að það má búast við nýja plata sveitarinnar þyngri en fyrra efni.

Hatebreed voru næstir á svið. Það var mikill spenningur í loftinu og allir stæðstu og hörðustu pittaranir voru mættir inn í miðjuna. Ég stóðst ekki freistinguna og fór að sviðinu. Eftir einhver vandræði með hljóðfæri byrjaði bandið loksins að spila. Það varð að sjálfsögðu allt vitlaust á svæðinu. Ég ákvað að halda mig við sviðið um sinn og söng með á fullu. Ég bjóst enganvegin við að hljómsveitin gæti spilað svona lengi, það er ekki langt frá því að hljómsveitin hafi tekið allt efni sem gefið hefur verið út á plötu. Í byrjun hélt bandið sig við nýtt efni en fór síðan í “Satisfaction is the Death of desire” efnið. Vá þeir voru góðir. Eftir smástund í pittinum fór ég aftar í salinn og horfði á restina af tónleikunum aftan úr sal. Þeir eru rosalega þéttir live.. ef þú fílar hatebreed á annað borð þá er þetta eitthvað sem þú átt alveg 100% eftir að skemmta þér vel við.

Frábær band.

Valli

Electric Wizard / Warhorse

Underworld, London – föstudagurinn 24. maí

Electric Wizard og Warhorse

Við Lísa mættum stuttu áður en bandaríska doom bandið Warhorse gekk á svið og strax þá vissi maður að þetta ætti eftir að vera ansi sérstakt kvöld. Söngvari sveitarinnar leit út fyrir að vera yngri útgáfan af Lemmy úr Motorhead, nema hvað hann var vörtulaus. Í rauninni minnti hann mig álíka mikið á bassleikara Spinal tap. Einsakur karaker. Samleikur bassaleikara/söngvara sveitarinnar og trommuleikarans var frábær, þungur og einfaldur, en ótrúlega kraftmikill. Við þetta bættist við öskrandi sólóar gítarleikarans, sem að mínu mati voru kannski í lengri kanntinum á köflum. Það er rosalega gaman að fylgjast með böndum sem virkilega ná að halda upp kraftinum í svona langan tíma. Þetta band var helvíti skemmtilegt, það skemmtilegt að ég ætla að kynna mér það nánar….

Næstir á svið voru hinir bresku Electric Wizard. Ég hef lengi haft áhuga á þessu bandi, enda valdi ég þá sem hljómsveit vikunnar fyrir all löngu síðan. Sveitirnar spila ferkar líka tónlist, þó svo að það vantaði eitthvað í kraftinn hjá Electric Wizard. En ég held að það hafi verið eitthvað að hljoðinu hjá þeim. Bassaleikari sveitarinnar gekk af sviði í fílu… bassinn var bilaður. Söngvari elti og reyndi að fá hann aftur á sviðið. Einhvernveginn tókst samt trommuleikari sveitarinnar að halda uppi stemmingunni á meðan og hélt bara áfram að tromma við undirspil “feedback” hljóðsins frá gítarnum. Trommarinn hélt alveg 100 uppi stemmingunni og á hrós skilið fyrir að redda tónleikunum hjá bandinu. Bassaleikari Warhorse lánaði bassann sinn og var því aftur komin sveit á sviði.. hljóðið var miklu betra og sveitin náði að spila helvíti vel.

Einni gallinn að mínu mati á þessum tónleikum var helvítis stybban sem fylgir þessum hljómsveitum, því að hasslyktin var á köflum aðeins of mikil fyrir mig.

Valli