15 ár!

dordingull.com (sem inniheldur bæði harðkjarna og töfluna) er 15 ára í dag, sunnudaginn 23. mars.

Síðan var stofnuð árið 1999 til halda utan um Íslenska rokk tónlist, með áherslu á upplýsingagjöf um tónleikahald, fréttir og almennar upplýsingar um íslenska rokk tónlist í þyngri kantinum. Á sama tíma var stofnað spjall innan harðkjarna síðunnar sem er og var upplýsinga miðstöð harðkjarna. Spjallið fékk nafnið Taflan og hefur verið virkur hluti af íslensku rokk senuninn alla tíð síðan.

Eftir miklar lægð síðastliðin misseri er taflan komin aftur í gang og er vonin að hún haldi áfram að vaxa og dafna eins og hún gerði á upphafsárum. Þungarokkið lengi lifi, Húrra húrra húrra.

Leave a Reply