Une Misère með nýtt lag

Íslenska harðkjarnasveitin Une Misère (áður Damagés) hefur sent frá sér nýtt lag að nafni Overlooked / Disregarded og er lagið að finna á heimasíðunni Bandcamp (og hér að neðan):

Nýtt myndband frá Ion Dissonance

Kanadíska þungarokksveitin Ion Dissonance er kominn á fullt skrið og sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Cast the First Stone” 18 nóvember næstkomandi, en það er Goodfight Music útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Lagið skellti í gær laginu “To Lift The Dead Hand Of The Past” á netið og er því hægt að sjá myndband við lagið og hlusta á það um leið hér að neðan:

Stray From The Path

Bandaríska hljómsveitin Stray From The Path er ekki bara ósátt við niðurstöður forsetakosninga bandaríkjanna, heldur við allt tengist þessum blessuðu kosningu, því ákvað hljómsveitin að skella myndbandi við nýtt lag að nafni “The House Always Wins” sem verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar sem verður gefin út á næsta ári. Hér að neðan má sjá umrætt myndband:

nailsfullofhellsplit

Fullt af nöglum í helvíti

Hljómsveitirnar Nails og Full Of Hell senda frá sér nýja sameiginlega smáplötu í byrjun desembermánaðar, en það er Closed Casket Activities útgáfan sem gefur út plötuna.

Söngvari hljómsveitarinnar Full of Hell sagði nýverið eftirfarandi þetta verkefni:

“This split came together out of a mutual respect between our bands and the songs encapsulate where we were mentally when we wrote them. The Nails song is an external war against anyone that holds you down and devalues you. The Full Of Hell side is the inverse: an internal war against innate human violence in our genealogy and the struggle against complacent fear. Working with Closed Casket was an obvious choice in terms of releasing a record with its full potential. Justin puts priority in aesthetics just like we do. The physical art and packaging is always important and it’s good to collaborate with someone who feels the same.”

Þangað til er hægt njóta plötunnar í formi stafrænna hlustunar:

sepulturamachinemessiah

Sepultura gefa út Machine Messiah í janúar

Hljómsveitin Sepultura sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Machine Messiah 14. janúar næstkomandi. Þetta verður 14. breiðskífa sveitarinnar og verður hún gefin út af Nuclear Blast.

1. Machine Messiah
2. I Am The Enemy
3. Phantom Self
4. Alethea
5. Iceberg Dances
6. Sworn Oath
7. Resistant Parasites
8. Silent Violence
9. Vandals Nest
10. Cyber God

Auðn - Photo by Hafsteinn Viðar Ársælsson

Auðn á samning hjá Season of Mist útgáfunni – Örviðtal!

Ris íslensk þungarokks náði nýjum hæðum nýverið er Season of Mist útgáfan tilkynnti hljómsveitina Auðn sem hluta af útgáfunni og er því von á að Season of Mist gefi út næstu útgáfu sveitarinnar. Meðal þeirra sveita sem útgáfan gefur út er íslensku sveitirnar Kontinuum, Zhrine og Sólstafir að viðbættum Abbath, 1349, Endstille, Gorguts, Mayhem, Misery Index, Rotting Christ og heilum helling til viðbótar. Hér að neðan má sjá örviðtal við Aðalstein Magnússon gítarleikara sveitarinnar….

Sælir og til hamingju með útgáfusamningin við Season of mist, en byrjum á byrjun. Hvað er langt síðan að þið gáfuð út ykkar fyrstu breiðskífu?

Sæll, okkar fyrsta breiðskífa kom út í lok árs 2014, gáfum hana út í samstarfi við Black Plague Records. það var mjög gott samstarf sem var í rauninni framleiðslu samningur þar sem Black Plague Records framleiddu plötuna og við fengum eintök af henni sem borgun, ss engin kostnaður fyrir okkur.

Hvernig var að taka þátt í Wacken Open Air – Metal Battle hátíðinni núna í sumar?

Wacken er algjör steypa, þvílikt festival… Það var frábært að spila fyrir svona margt fólk og að fá tækifæri til að taka þátt í svona keppni, mynduðum haug af nýjum tengingum og styrktum aðrar sem við höfðum myndað áður, overall bara algjört success.

Hvað er langt þangað til við fáum að heyra nýtt efni frá sveitinni, og eruð þið núþegar farin að vinna eitthvað í því efni?

Það styttist í það, við höfum þegar spilað ný lög hér og þar á tónleikum en lítið auglýst það en það gengur vel að semja ný lög og við stefnum á útgáfu snemma á næsta ári.

Hvað hefur það í för með sér að fá stuðning á borð við Season of Mist fyrir ykkur?

Það breytir öllu fyrir okkur, mikill heiður fyrir okkur að fá að gefa út á svona flottu labeli en það er ekki sjálfgefið að sveitinni gangi vel eftir að skrifa undir svona samning, núna heldur bara áfram sú vinna sem við erum búnir að vera strita við en það er viðurkenning í sjálfum sér og góður stimpill að vera með Season of Mist á bakvið sig.

Hvað tekur nú við hjá sveitinni?

Fyrst og fremst lagasmíðar og vinna við að halda þessu áfram. Við erum hvergi nærri hættir og stefnum á að halda áfram að vera virkir live á næsta ári, nú þegar höfum við verið tilkynntir á Roadburn í Tilburg Hollandi og Blastfest í noregi og fleiri live tilkynningar ættu að verða opinberar á næstu vikum/mánuðum.

Superjoint eru Caught Up In The Gears Of Application

Hljómsveitin Superjoint (áður Superjoint Ritual) sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Caught Up In The Gears Of Application” 11. nóvember næstkomandi, en það er Housecore útgáfa söngvara sveitarinnar sem gefur út efni sveitarinnar. Í sveitinni þetta árið eruð þeir Kevin Bond (Christ Inversion, Artimus Pyledriver), Jimmy Bower (Down, Eyehategod ofl), trommarinn José Manuel Gonzalez (Warbeast, Philip H. Anselmo & The Illegals) og Bassaleikarinn Stephen Taylor (Philip H. Anselmo & The Illegals, Woven Hand, 16 horse power) í viðbót við Philip Anselmo sjálfan. Þetta nýja efni sveitarinnar er masterað af Scott Hull (Agoraphobic Nosebleed, Pig Destroyer) og er hægt að heyra sýnishorn hér að neðan:

Lagalisti “Caught Up In The Gears Of Application”:
01. Today And Tomorrow
02. Burning The Blanket
03. Ruin You
04. Caught Up In The Gears Of The Application
05. Sociopathic Herd Delusion
06. Circling The Drain
07. Clickbait
08. Asshole
09. Mutts Bite Too
10. Rigging The Fight
11. Receiving No Answer To The Knock

zaowellintentionedvirus

Zao tilbúnir með nýja breiðskífu og nýtt lag! – Uppfært!

Bandaríska harðkjarnasveitin ZAO birti nýveirð mynd (sjá hér að ofan) sem verður að finna framan á næstu breiðskífu sveitarinnar, The Well-Intentioned Virus, en skífan verður gefin út í byrjun desember mánaðar og verður það þeirra eigin útgáfa, Observed Observer Recordings, sem gefur út plötuna. Ekki er mikið um upplýsingar um þessa skífu eins og stendur en búast má við því að eftirfarandi lög verði að finna á henni:

“Xenophobe”
“Weeping Vessel”
“A Well Intentioned Virus”
“Broken Pact Blues”
“Jiba Ittai”
“Apocalypse”
“Observed/Observer” – en þetta lag má heyra hér að neðan:

Life of Agony gefa sýnishorn af tilvonandi efni

Fljótlega á næsta ári mun hljómsveitin Life of Agony senda frá sér nýja breiðskífu að nafni “A Place Where There’s No More Pain” en seinasta breiðskífa sveitarinnar “Broken Valley” var gefin út árið 2005. Sveitin virðist vera langt komin með upptökur, en mun halda til evrópu í nóvember og desember til að tónleikahalds. Hér að neðan má sjá brot af því efni nýja efni sem væntanlega verður að finna á komandi skífu: