Sólstafir – Berdreyminn kominn í spilun á netinu

Hljómsveitin Sólstafir sendir frá sér plötuna Berdreyminn á morgun föstudaginn 26. maí, en þetta er sjöundabreiðskífa sveitarinnar. Sólstafir munu fagna útgáfu plötunnar í verslun Lucky Records Rauðarárstíg 10 á morgun, föstudaginn 26. maí frá klukkan kl. 17. Nýtt myndband sveitarinnar verður einnig frumsýnt. Sérstakar viðhafnarútgáfur af plötunni verða til sölu og meðlimir Sólstafa munu árita plötuna.

Á plötunni er að finna eftirfarandi lög:

1. Silfur-Refur
2. Ísafold
3. Hula
4. Nárós
5. Hvít Sæng
6. Dýrafjörður
7. Ambátt
8. Bláfjall

Goatwhore með textamyndband við lagið Chaos Arcane

Hljómsveitin Goatwhore sendir frá sér plötuna Vengeful Ascension 23. júní næstkomandi, en það er Metal Blade útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hljómsveitin hefur látið undirbúa textamyndband við lagið, en lagið byggir á persónu að nafni Nyarlathotep úr bókum eftir rithöfundinn H.P. Lovecraft. Vengeful Ascension verður sjöunda breiðskífa sveitarinnar, en í hljómsveitinni má finna þá Sammy Duet (Acid Bath) og Louis Benjamin Falgoust II (Soilent Green). Umrætt myndband má sjá hér að neðan:

Camorra (Far/Jawbox) með plötu.

Hinn magnaði söngvari Jonah Matranga (sem þekktur er sem söngvari Far, New End Original, Onelinedrawing, Gratitude ofl) í viðbót við J. Robbins og Zach Barocas úr Jawbox; hafa stofnað saman hljómveit að nafni Camorra. Von er á þvía ð sveitin sendi frá sér EP plötuna “Mourning, Resistance, Celebration“ og verður hægt að panta hana á heimasíðu útgáfunnar: hér. Fyrir áhugasama þá er hægt að hlusta á annað lag plötunnar: Roosevelt Champion III hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
1. Between the World and Me
2. Roosevelt Champion III
3. Parting Friends
4. Black White Girl Boy
5. Love and Economics

Decrepit Birth gefa út nýja plötu í lok júlí – Kynna nýtt lag.

Bandaríska dauðarokksveitin Decrepit Birth sendir frá sér sýna fyrstu plötu í sjö ár, 21. júlí næstkomandi, en það er Nuclear blast útgáfan (í bandaríkjum norður ameríku) og Agonia Records (Annarstaðar í heimnum) sem gefa út efni sveitarinnar. Skífa sveitarinnar hefur fengið nafið Axis Mundi og var umslag nýju plötunna runnið af Dan Seagrave (Morbid Angel, Entombed, The Devil Wears Prada).

Lagalisti plötunnar:
01. Vortex of Infinity – Axis Mundi
02. Spirit Guide
03. The Sacred Geometry
04. Hieroglyphic
05. Transcendental Paradox
06. Mirror of Humanity
07. Ascendant
08. Epigenetic Triplicity
09. Embryogenesis

Arch Enemy gefa út nýja plötu í september

Sænska þungarokksbandið Arch Enemy sendir frá sér sína tíundu breiðskífu í september næstkomandi, en skífa þessi mun bera nafnið Will To Power og verður formlega gefin út 8. september næstkomandi af Century Media útgáfunni. Seinast sendi sveitin frá sér plötuna War Eternal árið 2014. En það var fyrsta skífa sveitarinnar með kanadísku söngkonunni Alissa White-Gluz (áður með The Agonist). Á þessu ári er einnig von á fyrstu sólóplötu Alissa White-Gluz, en hún verður gefin út af Napalm útgáfunni.

Code Orange með nýtt myndband

Bandaríksa rokksveitin Code Orange er tilbúin með nýtt myndband við lagið Bleeding In The Blur, en lagið er að finna á nýjustu breiðskífu sveitarinnar Forever. Í laginu má heyra í Justin Odgen sem áður hefur sungið með Wrong Answer og Let Down, og er nú meðlimur Sick Symptom og gítarsóló frá Arthur Rizk sem meðla annars hefur spilaði í Iron Age og Power Trip. Lagið Bleeding In The Blur er nokkuð frábrugðið öðrum lögum Code Orange, en er að mati harðkjarna besta lag nýju plötunnar. Hér að neðan má sjá umrætt myndband:

Chris Cornell látinn

Chris Cornell, söngvari Soundgarden, Temple of the dog og Audioslave, lést á miðvikudaginn 17. maí síðastliðinn í Detroit borg. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvað var dánarmein hans, en hann var aðeins 52 ára. Cornell hefur tvisvar sinnum spilað hér á landi, í bæði skiptinn sem sólólistamaður, fyrst árið 2007 í Laugardalshöll og árið 2016 í Hörpu.

 

Integrity með nýja plötu: frumflutningur á nýju lagi!

Harðkjarna sveitin Integrity (stofnuð 1988) sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Howling, For The Nightmare Shall Consume, en það er Relapse Records útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Í dag er hljómsveitin samansett af honum Dwid Hellion og einhverjum félögum hans, en hann er eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar. Gera má ráð fyrir því að platan verði gefin út núma í sumar.

Á plötunni má finna eftirfarandi lög:
01. Fallen To Destroy
02. Blood Sermon
03. Hymn For The Children of the Black Flame
04. I Am The Spell
05. Die With Your Boots On
06. Serpent of the Crossroads
07. Unholy Salvation of Sabbatai Zevi
08. 7 Reece Mews
09. Burning Beneath the Devils Cross
10. String Up My Teeth
11. Howling, For The Nightmare Shall Consume
Aukalag í stafrænni & viðhafnar vínil útgáfu:
12. Viselle De Drac
13. Entartete Kunst
14. Deathly Fighter
15. The Perfect Silence

Body Count með skíðagrímu

Bandaríska rokksveitin Body Count er tilbúin með nýtt myndband við lagið “The Ski Mask Way” sem finna má á nýjustu breiðskífu sveitarinnar “Bloodlust”. Myndband þetta er ólíkt fyrri myndböndum sveitarinnar, þar sem það er teiknað í þrívídd og minnir á tölvuleiki nútímans, en þeir sem fylgjast með Ice-T á twitter vita að hann er mikill aðdáandi af tölvuleikjum.