Oldbones kynna nýtt efni (ex-A Life Once Lost, Found Dead Hanging, As Friends Rust ofl)

Hljómsveitin Oldbones sendir frá sér plötu núna í vikunni, en í hljómsveitinni er að finna fyrrum meðlimi hljómsveita á borð við A Life Once Lost, Found Dead Hanging, Architect, Bird of Ill Omen og As friends rust, en hljómsveitin spilar að eigin sögn reiða, ljóta tónlist í anda Coalesce, Bloodlet og Deadguy.

Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið “Burn My Bones” af þessarri ágætu skífu: (Hægt að forpanta hér: oldbonesnma.bandcamp.com)

Dauðarokk frá Bangladesh: NEKROHOWL með nýtt efni.

Dauðarokksveitin Nekrohowl (frá Dhaka í Bangladesh, suður Asíu) sendir frá sér nýja EP plötu á næstu mmánuðum og til að hita upp fyrir útgáfuna er hgæt að hlusta á lagið Mortal Incubation hér að neðan. Skífan sjálf ber nafnið Epitome of Morbid og verður gefin út af Toilet Ov Hell. Fyrir þá sem ekki þekkið sveitina þá spilar hljómsveitin dauðarokk af gamlaskólanum sem eftirvill minnir mann á goðsagnir tíunda áratugarins.

Um lagið hér að neðan hafði gítarleikari sveitarinnar þetta að segja:

“The song resembles ” death ” as a person / entity with sheer omnipotence and ominous wrath against mortals . It is said that , the bringer of doom and darkness shall forever reign in the realm of man . The temptation to devastate human in flesh will summon ultimate excruciating .”

Hljómsveitin var stofnuð úr rótum annarra dauðarokksveita á svæðinu og saman stendur af eftirfarandi meðlimum í dag:
Obliterator (Homicide)
Sadist (Enmachined, Nafarmaan)
Warmonger (Warhound, Ex-Orator)

en fyrir áhugasama þá er hægt að kynnast sveitinni nánar hér að neðan:
Facebook:https://www.facebook.com/pg/Nekrohowl
Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjuovD7jtorj6dCZoJ4aF-w
Bandcamp: https://nekrosadist.bandcamp.com

Vulture Industries gefa út “Stranger Times” í september – Nýtt lag á netinu!

Norska þungarokksveitin Vulture Industries sendir frá sér plötuna Stranger Times, 22. september næstkomandi, en þetta er fjórða breiðskífa sveitarinnar, en sveitin er formlega stofnuð árið 2003, í bergen í Noregi.

Lagalisti plötunnar:
1. Tales of Woe
2. As the World Burns
3. Strangers
4. The Beacon
5. Something Vile
6. My Body, My Blood
7. Gentle Touch of a Killer
8. Screaming Reflections
9. Midnight Draws Near

Harðkjarni í viðbót við aðra vel valdar fréttaveitur bjóða því heiminum upp á frumflutning á nýju lagi að nafni Stranger, en hljómsveitin hafði eftirfarandi um lagið að segja:

“The song ‘Strangers’ defined the sound for our new album. It became a focal point during the production process and was the first song that we mixed. This track had a slow birth, starting out in a completely different shape and expression. In the end, the opening riff remained the only part left from the original draft. ‘Strangers’ is one of two rather epic pieces on the album. It blends progressive rock and post-metal influences with a strong chorus and guitar leads that could make Roky Erickson howl.”

Kynnist sveitinni nánar:
facebook.com/vultureindustries/
smarturl.it/VultureTimes
facebook.com/seasonofmistofficial

 

Tónleikafarðalag Vulture Industries
26.Ágú 17 Kristiansand (NO) Onkel Aksel
22.Sep 17 Bergen (NO) Hulen
23.Sep 17 Trondheim (NO) Good Omens
29.Sep 17 Stavanger (NO) Checkpoint Charlie (+Himmellegeme )
30.Sep 17 Oslo (NO) Blå (+Himmellegeme)
05.Okt 17 Hoofdorp (NL) Duycker (+Foscor)
06.Okt 17 Leeuwarden (NL) Mukkes (+Foscor)
07.Okt 17 Lübeck (DE) Treibsand (+Foscor)
08.Okt 17 Erfurt (DE) From Hell (+Foscor +Kauan +Odroerir)
09.Okt 17 München (DE) Backstage (+Foscor)
10.Okt 17 Köln (DE) Jungle Club (+Foscor)
11.Okt 17 Paris (FR) Backstage (+Foscor)
12.Okt 17 Gent (BE) Asgaard (+Foscor)
21.Okt 17 Haugesund (NO) Flytten (+Himmellegeme)
09.Nóv 17 London (UK) Boston Music Room (+Code)
10.Nóv 17 Manchester (UK) Tiger Lounge (+Code)
11.Nóv 17 Glasgow (UK) Audio (+Code)
15.Nóv 17 Cluj (RO) Flying Circus
16.Nóv 17 Bucharest (RO) Fabrica
17.Nóv 17 Sofia (BG) Club Live & Loud
18.Nóv 17 Athens (GR) tba
19.Nóv 17 Thessaloniki (GR) Eightball Club
20.Nóv 17 Belgrade (RS) Club Fest Zemun
22.Nóv 17 Wien (AT) Escape
23.Nóv 17 Ljubljana (SK) Orto Bar
24.Nóv 17 Bologna (IT) Alchemica Music Club
25.Nóv 17 Zagreb (HR) Mochvar
26.Nóv 17 Pilsen (CZ) Pod Lampou

Metal Hammer gefur út ábreiðudisk.

Tímarítið Metal Hammer í bretlandi sendir frá sér nýtt eintak núna í vikunni, en með blaðinu fylgir geisladiskur sem inniheldur heilan helling af áhugaverðum ábreiðum (Coverlögum), en diskurinn hefur fengið nafnið “Hammer Goes 90s”, en á disknum má búast við eftirfarandi lögum:

Stone Sour – “Bombtrack” (Rage Against The Machine cover)
Halestorm – “Fell On Black Days” (Soundgarden cover)
Prophets Of Rage – “Shut ‘Em Down” (live) (Public Enemy cover)
Epica – “Replica” (Fear Factory cover)
Hatebreed – “Refuse/Resist” (Sepultura cover)
Powerwolf – “Night Crawler” (Judas Priest cover)
Enslaved – “Jizzlobber” (Faith No More cover)
Cult Of Luna – “Bodies” (Smashing Pumpkins cover)
36 Crazyfists – “We Die Young” (Alice In Chains cover)
Fleshgod Apocalypse – “Heartwork” (Carcass cover)
Whitechapel – “Strength Beyond Strength” (Pantera cover)
Palm Reader – “Bachelorette” (Björk cover)
The One Hundred – “New Skin” (Incubus cover)
Eighteen Visions – “March Of The Pigs” (Nine Inch Nails cover)
Were I Blind – “Enjoy The Silence” (Depeche Mode cover)

NORÐANPAUNK 2017

Árlegt ættarmót pönkara verður haldið í fjórða sinn á Laugarbakka í vestur Húnavatnssýslu í félagsheimilinu Ásbyrgi Verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst

Auk ljóðalesturs og listasmiðju kemur fram fjöldi íslenskra sem erlendra tónlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að spila framúrstefnulega og/eða erfiða tónlist.
Meðal gesta eru dauðarokkshljómsveitin Bölzer frá Sviss, íslenska pönkhljómsveitin Dys, djöflarokkhljómsveitin Sun Worship frá Þýskalandi, ljóðapönkhljómsveitin Kælan Mikla, raftónvirkinn Kuldaboli, auk fjölda annarra framúrskarandi listamanna.
Alls koma fram 50 hljómsveitir frá 6 löndum á 3 dögum.

Auk þess að styrkja og styðja við íslenska jaðartónlist er það stefna Norðanpaunks að byggja á láréttu skipulagi. Þetta þýðir að samkoman er skipulögð frá A til Ö af sjálfboðaliðum og án aðkomu styrktaraðila og að allar tekjur af viðburðinum renna beint í framkvæmd hans. Norðanpaunk er samfélag sem byggir á því að allir leggist á eitt og að þátttakendur og gestir taki af skarið við að móta samkomuna og eiga aðkomu að framkvæmd hennar. Öllum flytjendum, gestum og sjálfboðaliðum er boðið að taka þátt í að skipuleggja Norðanpaunk næsta árs.

ATHUGIÐ! ENGIR MIÐAR VIÐ HURÐ!
Aðeins skráðir meðlimir í félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist fá aðgang. Skráning fer fram á heimasíðu félagsins www.nordanpaunk.org. Þar er einnig hægt að nálgast allar frekari upplýsingar um NORÐANPAUNK 2017.
A.T.H: B.Y.O.B.

Nýtt myndband með Comeback Kid

Kanadíska harðkjarnasveitin Comeback Kid skellti nýverið myndbandinu “Somewhere, Somehow” á netið, en lagið verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar “Outsider“. Platan verður gefin út 8. september og verða það Nuclear Blast/New Damage Records sem gefa út skífuna. Umrætt myndband má sjá hér að neðan:

Stray From The Path með nýja plötu í september (Uppfært)

Bandaríska harðkjarnasveitin Stray From The Path sendir frá sér nýja breiðskífu 8. september næstkomandi, en platan verður gefin út af Sumerian Records eins og áður og mun bera nafnið “Only Death Is Real”.

Hljómsveitin notaði tækifærið og skellti myndbandi við lagið Goodnight Alt-right sem verður að finna á heimasíðu sveitarinnar:

Útgáfufyrirtæki sveitarinnar setti eftirfarandi myndband á netið til að tilkynna komu plötunnar:

xGADDAVÍRx sendir frá sér efni

Hljómsveitin xGADDAVÍRx frá Akranesi sendi núna í vikunni frá sér sína fyrstu útgáfu sem ber nafnið Lífið er refsing. Á plötunni er að finna 4 lög sveitarinnar en lagalistann sjálfan má sjá hér að neðan:

1. Kýldur
2. Harðir Tímar Kalla á Hart Áfengi
3. Sorp
4. Söngur Volæðis

Hægt er að að styðja sveitina með því að versla af henni plötuna á bandcamp síðu sveitarinnar, sem finna má hér að neðan:

The Monolith Deathcult – Örviðtal og tónleikar í kvöld á gauknum!!

Hollenska hljómsveitin The Monolith Deathcult spilar Gauknum í kvöld, en sveitina má telja til alvöru Íslandsvina, þar sem sveitin hefur komið hér við nokkrum sinnum á landinu til þess að spila og njóta landsins. Í tilefni tónleika kvöldsins ákvað ég að skella nokkrum spurningum á sveitina sem má lesa hér að neðan:

Sælir! Hvernig var á Eistnaflugi þetta árið?
Eistnaflug was great as always! We were the best band of the festival. Good to see and speak people from all over the world. It was our third time on the festival. They call us The Solstafir from Holland.

Var eitthvað á hátíðinni sem þið horfðuð á sjálfir?
I was surprised by Akercocke, Solstafir delivered as always and it was very cool to hear those Roots songs again, but when I was a paperboy I skipped after track 5 and now I knew why:) not all the stuff is interesting but they made me happy with a chaos AD and Arise medley

Hvað er að gerast núna í vikunni?
This Tuesday we play a gig a Gaukurinn, we do some sightseeing to piss off all #bucketlist people back home and we wait for our announcement of playing Eistnaflug 2018-2045.

Segið okkur frá nýjustu plötunni ykkar:
We have a new album out called Versvs and it is a really really great album folks…I wrote it…really good

Fun thing is that the first track of the album, The Furious Gods, was played in your radioshow in 2015 as a crappy demo:)

Versus aka V1 is the first of 3 ep’s
Because the attention span isn’ strong enough for 50 minutes. We devised our 5th album in 3 EP’s

Hljómsveitin spilar á Gauk á stöng í kvöld ásamt Devine Defilement og Óværu og það kostar aðeins 1000 kr inn!

Beneath kynna Eyecatcher

Það styttist í nýja breiðskífu íslensku dauðarokksveitarinnar Beneath, en sveitin sendir frá sér plötuna EPHEMERIS 18 ágúst næstkomandi. Sveitin sendi frá sér í vikunni nýtt textamyndband við lagið Eyecatcher og má sjá umrætt myndband hér að neðan: