Hatebreed með nýtt myndband

Bandaríska harðkjarnasveitin Hatebreed hefur skellt nýju myndbandi á netið, en lagið við myndbandið er að finn aá seinustu breiðskífu sveitarinnar The Concrete Confessional. Umrædd breiðskífa var gerin út um miðjan maí mánuð árið 2016 og því meira en ár frá útgáfu plötunnar. Myndbandið er við lagið Seven Enemies og má sjá hér að neðan:

Nýtt lag með Brain Police frumflutt á Rás 2 – Uppfært!

Jónbi trommari hljómsveitarinnar Brain Police kom við hjá Matta í þættinum Poppland á Rás2 og frumflutti nýtt lag sveitarinnar Masterslave, en lagið verður hægt að nálgast á stuttskífu frá sveitinni sem gefið verður út í kringum tónlistarhátíðina Eistnaflug, sem haldin verður 5.-8 júlí. Umtalað lag má finna á heimasíðu rúv og byrjar á 8:34 – http://www.ruv.is/frett/nytt-lag-fra-brain-police-hlustid-her og hér að neðan:

Hljómsveitin hefur í framhaldi skellt myndbandinu á facebook síðu sína og smá hlusta á lagið hér að neðan:

HAM með nýtt myndband

Hljómsveitin HAM hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Þú Lýgur, en lagið verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar “Söngvar um helvíti mannanna”. Platan sjálf er væntanleg í verslanir í dag 

Beneath með nýtt lag af tilvonandi plötu!

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Beneath er væntanleg 18. ágúst næstkomandi, en skífa þessi hefur fengið nafnið Ephemeris. Þetta nýja efni sveitarinnar var tekið upp, hljóðblandað og masterað af Fredrik Nordström, sem þekktur er fyrir að vinna með böndum á borð við Rotting Christ, The Haunted, Arch Enemy, Dimmu Borgir, Bring Me the Horizon og Architects. Á nýju plötunni má í fyrsta sinn heyra í nýjum trommara sveitarinnar, en það er Mike Heller sem áður hefur trommað með Malignancy, Control/Resist og Fear Factory.

Lagalisti plötunnar:
1. Constellational Transformation
2. Eyecatcher
3. Ephemeris
4. Alignments
5. Guillotine
6. Cities Of The Outer Reaches
7. Medium Obscurum
8. Amorphous Globe
9. Multiangular

www.facebook.com/beneathdeathmetal
www.uniqueleader.com
www.facebook.com/UniqueLeaderRecords
www.twitter.com/UniqueLeaderRec

Zao með nýtt myndband

Hljómsveitin Zao sendi frá sér breiðskífu að nafni “The Well-Intentioned Virus” í desember á seinasta ári og hefur loksins sent frá sér nýtt myndband við eitt lag á umræddri plötu. Nýja myndbandið er við lagið Broken Pact Blues og var leikstýrt af Jason Armstrong fyrirhönd “Skeleton Key Films”

Nýtt lag með Der Weg Einer Freiheit

Þýska hljómsveitin Der Weg Einer Freiheit sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Finisterre í lok ágúst mánaðar (25. ágúst), en gleður rokkheiminn með því að bjóða upp á lagið “Skepsis Part I” hér á harðkjarna í frumflutningi.

Meðlimir hljómsveitarinnar hafði þetta um plötuna að segja: “We are delighted to present the first half of our full ‘Skepsis’ opus, which is completing the picture that started to emerge, when we premiered ‘Skepsis Part II’ last month. It did not seem a good idea to introduce our new full-length ‘Finisterre’ with an instrumental, but now its time has come. Instrumentals have always played an important role on our albums and this one makes no exception. ‘Skepsis Part I’ comes with a more complex and progressive composition in comparison with the rather straight-forward and aggressive second part. Although both are separate tracks, we see them as connected and forming one single epic piece. Hopefully, you will like it as much as we do.””

Lagalisti:
1. Aufbruch
2. Ein letzter Tanz
3. Skepsis Part I
4. Skepsis Part II
5. Finisterre

facebook.com/derwegeinerfreiheit
smarturl.it/DWEFinisterre
facebook.com/seasonofmistofficial

Will Haven í hljóðveri

Bandaríska rokksveitin Will Haven, frá Sacramento í Kaliforníu er þessa dagana að vinna að nýrri breiðskífu þessa dagana, en sveitin birti fyrr í dag mynd af Grady Avenell, söngvara sveitarinnar, við upptökur á nýju plötunni. Platan virðist hafa fengið nafnið Muerte og er væntanlega áður en árið er liðið.

Eyehategod í hljóðveri

Gítarleikarinn Jimmy Bower, sem þekktur er fyrir sína vinnu með bæði Eyehategod og Down, staðfesti það á facebook síðu sinni að hljómsveitin Eyehategod sé í hljóðveri að taka upp nýtt efni. Kappinn sagði: “Starting drum tracks for the new Eyehategod album today! Stoked!” og ættu það að teljast góðar fréttir. Trommari sveitarinnar, Joey LaCaze, lést árið 2013 en náði áður að taka upp efni fyrir nýja plötu sem gefin var út árið 2014, og verður þetta því fyrsta skífa sveitarinnar sem er gefin út með nýja trommaranum Aaron Hill.