Prevail sendir frá sér War Will Reign

Danska þungarokksveitin Prevail sendir frá sér nýja breiðskífu um miðjan októbermánuð að nafni War Will Reign, en sveitin inniheldur fyrrum meðlimi dönsku sveitarinnar Svartsot. Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér bandið nánar á facebook síðu sveitarinnar hér: https://www.facebook.com/prevaildk/ og með því að hlusta á nýtt lag með sveitinni hér að neðan:

Ion Dissonance með nýtt lag á nýrri útgáfu.

Hið stórfína útgáfufyrritæki Good Fight Music sagði nýverið frá því að hljómsveitin Ion Dissonance hafi gegið til liðs við sig og mun í kjöfarið gefa út nýja breiðskífu að nafni “Cast the First Stone” um miðjan nóvember mánuð á þessu ári. Hægt er að hlusta á nýtt lag með sveitinni af þessrri tilvonandi breiðskífu hér að neðan.

Formleg fréttatilkynning frá útgáfunni innihélt eftirfarandi texta:

From Montreal, Canada, Ion Dissonance was one of the creators and refiners of a sound in the mid-’00s that was equally brutal, technical, and rich with pit-friendly grooves. Along with French Canadian countrymen Despised Icon and US bands like The Red Chord, Ion Dissonance mixed dizzying math and earthquaking heaviness into a vibe that served as a gateway for the death-core boom that followed. Between 2003 and 2010, the band released four albums and toured the world.

Upphitun fyrir Reykjnavík Deathfest 207

Upphitun í september fyrir Reykjavík Deathfest 2017!

Bandaríska dauðarokksveitin Skinned hefur tónleikaferðalag sitt um skandinavíu í Reykjavík, höfuðborð óttans. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 í Colorado fylki í Bandaríkjum Norður Ameríku og gaf seinast út breiðskífu að nafni Create Malevolence árið 2015. Sveitin lauk nýverið tónleikaferðlagi um Asíu og því við hæfi að við hér á norðurslóðum fáum að finna fyrir mætti sveitarinnar.

Ásamt Skinned munu hljómsveitirnar Severed, Hubris og Grit Teeth spila á þessum tónleikum sem haldnir verða föstudaginin 23. september næstkomandi á Gauknum, en það kostar aðeins 1000kr. inn.

Nánari upplýsingar um sveitirnar:
Skinned: www.facebook.com/skinnedofficial
Severed: www.facebook.com/severediceland
Hubris: www.facebook.com/hubrismusic
Grit Teeth: www.facebook.com/gritteeth

korn-the-serenity-of-suffering-album-art-supplied

Korn með nýtt lag: Insane

Bandaríska hljómsveitin Korn gaf aðdáendum sínum sýnishorn af nýju lagi sem verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar, sem gefin verður út í lok október. Nýja platan hefur fengið nafnið The Serenity Of Suffering og verður gefin út af Roadrunner útgáfunni, en lagið sem hér um ræðir heitir Insane og er nú komið á youtube og er hægt að hlusta á hér að neðan. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

1. “Insane”
2. “Rotting in Vain”
3. “Black Is the Soul”
4. “The Hating”
5. “A Different World” (ásamt Corey Taylor)
6. “Take Me”
7. “Everything Falls Apart”
8. “Die Yet Another Night”
9. “When You’re Not There”
10. “Next in Line”
11. “Please Come for Me”

Aukalög á viðhafnarútgáfu:
12. “Baby”
13. “Calling Me Too Soon”

Superjoint 2016 gefa út Caught Up In The Gears Of Application

Superjoint með nýja plötu

Hljómsveitin Superjoint (áður þekkt sem Superjoint Ritual) mun senda frá sér plötu 11.nóvember næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið “Caught Up In The Gears Of Application” og verður gefin út af Housecore útgáfunni, sem er í eigu Phil Anselmo söngvara sveitarinnar.

Í sveitinni þetta árið eru eftirfarandi meðlimir:
Kevin Bond – Gítar (Christ Inversion)
Jimmy Bower – Gítar (Down, Eyehategod),
Phil Anselmo – Söngur (Pantera, Down, Scour ofl..),
José Manuel Gonzalez – Trommur (Warbeast, Philip H. Anselmo & The Illegals)
Stephen Taylor – Bassi (Philip H. Anselmo & The Illegals, Wovenhand)

metallicahardwiredcd

Nýtt lag með Metallica og ný plata væntanleg í Nóvember!

Bandaríska ofurhljómsveitin Metallica mun senda frá sér nýja breiðskífu 18.nóvember næstkomandi. Skífan hefur fengið nafnið “Hardwired…To Self-Destruct” og mun vera skipt niður á tvo diska, en fyrir þá sem versla viðhafnarútgáfu af nýju plötunni frá þriðja diskinn sem í kaupbæti með fullt af aukaefni.

Núþegar er hægt að forpanta plötuna á heimasíðu sveitarinnar: www.Metallica.com

Á disknum verður að finna eftirfarandi efni:

Diskur eitt

01. Hardwired
02. Atlas, Rise!
03. Now That We’re Dead
04. Moth Into Flame
05. Am I Savage?
06. Halo On Fire

Diskur tvö

01. Confusion
02. Dream No More
03. ManUNkind
04. Here Comes Revenge
05. Murder One
06. Spit Out The Bone

Diskur þrjú (Fylgir aðeins viðhafnarútgáfu)

01. Lords Of Summer
02. Riff Charge (Riff Origins)
03. N.W.O.B.H.M. A.T.M. (Riff Origins)
04. Tin Shot (Riff Origins)
05. Plow (Riff Origins)
06. Sawblade (Riff Origins)
07. RIP (Riff Origins)
08. Lima (Riff Origins)
09. 91 (Riff Origins)
10. MTO (Riff Origins)
11. RL72 (Riff Origins)
12. Frankenstein (Riff Origins)
13. CHI (Riff Origins)
14. X Dust (Riff Origins)

skálmöldmyndband

SKÁLMÖLD – NÝTT LAG, MYNDBAND, VÆNTANLEG PLATA OG TÓNLEIKAR Á NASA

SKÁLMÖLD sendir nú frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri breiðskífu. Lagið ber titilinn NIÐAVELLIR og er ein af 9 vögguvísum sem platan inniheldur. Samhliða laginu gerðu drengirnir ansi sérstakt textavídeó sem tekið var upp í Bjargarkrók við Skjálfandaflóa.

VÖGGUVÍSUR YGGDRASILS er fjórða útgáfa Skálmaldar í fullri lengd og lítur dagsins ljós þann 30. september. Sem fyrr eru yrkisefni sveitarinnar þjóðleg og forn og að þessu sinni eru hinir 9 heimar goðafræðinnar í forgrunni. Enda þótt tónlistin sé af sama meiði og áður eru lögin þó öll vögguvísur, ein úr hverjum heimi. Lagalistinn er því sem hér segir:

1. Múspell
2. Niflheimur
3. Niðavellir
4. Miðgarður
5. Útgarður
6. Álfheimur
7. Ásgarður
8. Helheimur
9. Vanaheimur

Framundan hjá Skálmöld er útlandaflakk til þess að fylgja útgáfunni eftir og því alls óvíst um frekara tónleikahald hér á landi það sem eftir lifir árs. Þó er ljóst að sveitin stígur á hið goðsagnakennda svið skemmtistaðarins NASA þann 27. ágúst og lofa þeir sexmenningar frumflutningi á einhverju af nýja efninu.

Miðasala á NASA: www.tix.is/is/event/3065/skalmold
Event fyrir NASA: www.facebook.com/events/1660682100918400

Hægt er að forpanta plötuna á eftirfarandi heimasíðu:
http://smarturl.it/VogguvisurYggdrasils

13995599_1268005779890754_9190948089156912357_o

Skálmöld spilar á Nasa 27. ágúst

Hljómsveitin Skálmöld heldur tónleika á hinum merka tónleikastað NASA í lok mánaðarins, en staðurinn var við það að vera rifinn þegar honum var bjargað. Það eru frábærar fréttir að staðurinn sé kominn aftur á kort íslenskra tónleikastaða og því við hæfi að ein vinsælasta þungarokksveit landsins upphefji rokkið með tónleikum þar!

Fréttatilkynning frá Skálmöld:

Það gleður okkur ósegjanlega að tilkynna að Skálmöld heldur tónleika á NASA þann 27. ágúst nk. Eðli málsins samkvæmt hefur sveitin ekki spilað í þessu glæsilega húsi nú um árabil og eftirvæntingin vitanlega mikil því NASA er í öllum sannleika sínum eitt skemmtilegasta tónleikahús veraldar. Hvort þetta verður í síðasta skipti sem Skálmöld hljómar í húsinu skal ósagt látið en óhætt er að lofa afskaplega góðri og júník stemningu.

Óvíst er hvort Skálmöld spilar meira á Íslandi á þessu ári, en framundan eru tónleikaferðir erlendis til þess að fylgja eftir nýrri plötu, Vögguvísum Yggdrasils, sem kemur út þann 30. september. Með þá vitneskju upp á vasann er ekki ótrúlegt að nýtt og áður óspilað efni eigi eftir að hljóma í fyrsta skipti. Spennandi fréttir það.

Um upphitun sér Auðn en sú stórkostlega sveit gerði sér lítið fyrir og hrifsaði til sín þriðju verðlaun í hinu margrómaða Wacken Metal Battle, firnasterkri hljómsveitarkeppni á stærstu þungarokkshátíð heims.

Verið velkomin og gleðjist með okkur því nú er svo sannarlega kominn dómsdagur!

Skepna2016

Örviðtal við Hall Ingólfsson úr hljómsveitinni SKEPNU!

Hljómsveitin Skepna með Hall Ingólfsson gítarleikara og söngvara í broddi fylkingar sendi frá sér afbragð breiðskífu árið 2013 og gladdist ég mjög mikið við að lesa upplýsingar um það nýverið að sveitarmeðlimir væri mættir í hljóðver til að taka upp nýtt efni. Það er því við hæfi að skella í eitt klassískt örviðtal:

Hvað er að frétta af hljómsveitinni Skepnu og hverjir eru í sveitinni í dag?
Hallur: Það er helst að frétta af Skepnu að við erum búnir að semja 10 ný lög og erum byrjaðir að taka þau upp. Í Skepnu eru Hallur Ingólfsson sem spilar á gítar og syngur, Hörður Ingi Stefánsson á bassa og Björn Stefánsson trommuleikari.

Hve langt eru þið komnir í ferlinu með nýtt efni?
Hallur: Ferlið er mjög langt komið. Lögin eru tilbúin og textar langt komnir líka.

Hvernig er nýja efnið miðað við efnið á fyrstu plötunni?
Hallur: Þetta þróast alltaf eitthvað. Maður sér líklega muninn betur þegar upptökurnar eru lengra komnar. Með nýjum mannskap koma nýjar áherslur og önnur áferð. Eins höfum við gefið okkur meiri tíma í að vinna í lögunum, en upptökuaðferðin er sú sama og áður. En tónlistin er hraðari og ágengari en áður.

Hvernig ganga upptökur?
Hallur: Upptökur eru rétt að byrja og ganga vel. Þetta er gaman og sándar vel. Það er andi í mönnum

Hvenær er von á því að heyra nýtt efni frá sveitinni?
Hallur: Ég á nú erfitt með að lofa einhverju. Þetta verður gert opinbert þegar þetta er tilbúið. Vonandi nú í haust.

Nú ert þú þekktur fyrir að hafa nokkur verkefni í gangi í einu, hvað er meira í gangi hjá þér?
Hallur: Það eru nokkur verkefni í kvikmyndum og leikhúsi að detta inn núna í september, en í augnablikinu kemst ekkert annað að en Skepna.